Lífið varð til á landi

Darwin taldi að vagga lífsins hefði verið lítill vatnspollur. Aðrir hafa nefnt hafsbotninn. Nú hafa örflögur og eldskjótar efnafræðilegar greiningar kollvarpað þessum gömlu kenningum og fært vísindamenn nær en nokkru sinni áður því dularfulla umhverfi sem fóstraði fyrsta líf hnattarins.