Framþróunin snýr til baka

Dýr geta þróast aftur á bak og tekið upp hætti forfeðra og formæðra. Fram að þessu hafa vísindamenn talið þetta ómögulegt en bæði ný líkön og erfðagreiningar sýna að þetta hefur gerst hjá eðlum, froskum og jafnvel mönnum.

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Líkami þinn er fullur af drasli sem þróunin hefur gleymt að henda út. Leifar af aukapari af augnlokum og vöðvar til að stýra veiðihárum eru meðal þeirra fyrirbæra sem við höfum enn, þrátt fyrir að þeir gegni ekki lengur neinu hlutverki.