Leið nasista til valda í Þýskalandi

Þýskir stjórnmálamenn gátu ekki sameinast um lausnir á gríðarlegum vanda Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöld og kauphallarhrunið á Wall Street. Hitler fann leið til að nýta sér vantraust almennings gagnvart stjórnmálamönnum og náði völdum 1933. Skömmu síðar var lýðræðið afnumið.

Seinni heimstyrjöldin: Dauðaganga fanganna

Vorið 1945 eru meira en 700.000 fangar í útrýmingarbúðum Þjóðverja. Sannleikurinn um viðurstyggilegar aðstæður þeirra er við það að opinberast og Hitler skipar að taka eigi þá alla af lífi. En SS-foringinn Heinrich Himmler hefur önnur áform: Hann hyggst nýta fangana í vöruskipti – og sænskur greifi á að hjálpa honum.

Berlín 1945: Talið niður í dómsdag

Loftárásir, sultur og ótti við Rússa einkenna daglegt líf í Berlín síðasta stríðsveturinn. Fáir trúa loforðum nasista um sigur, en engin gerir tilraun til uppreisnar. Með hverjum deginum færast lokahamfarirnar nær.