Læknar læra af tölvuspilum

Þúsundir dóu og bæir lögðust í eyði þegar sjúkdómurinn „spillt blóð“ geisaði. Margir sýktir flúðu í ofboði og dreifðu þannig sjúkdómnum enn frekar. Þrátt fyrir að faraldur þessi hafi átt sér stað í tölvuleiknum World of Warcraft, nýta læknar sér reynsluna til að berjast gegn sjúkdómum eins og SARS og fuglaflensu.