Við erum sköpuð til að trúa

Allar götur frá því er fyrstu menningarsamfélögin litu dagsins ljós hafa trúarbrögð verið hluti af lífi manna og þetta hefur vakið furðu þróunarlíffræðinga. Hvernig er unnt að útskýra hvers vegna trúað fólk kýs að verja svo miklum tíma og mikilli orku, auk fjármuna, í starfsemi sem ekki virðist hafa neinn líffræðilegan ávinning í för með sér? Rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt af sér eitt hugsanlegt svar.