Hvaðan kemur vatnspípan?

Vatnspípan er að líkindum upprunnin á Indlandi og hefur borist þaðan til Mið-Austurlanda. Fyrstu vatnspípurnar hafa líkast til verið gerðar úr kókoshnetum með löngu röri. Óvíst er hvenær pípan kom fram en sumir telja það geta hafa verið á 14. öld. Vatnspípan er samsett úr allmörgum hlutum en það er vatnsgeymirinn sem er mest áberandi. […]