Þannig má vinna bug á ógleði

Morgunógleði, timburmenn eða bílveiki – ógleði getur herjað á okkur við ýmis tækifæri. Til allrar hamingju hafa vísindamenn yfir að ráða margvíslegum vísindalegum ráðum til að ráða bug á óþægindunum.

BIRT: 04/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Kuldi

 

Ferskt loft kælir heilann

Kuldi, t.d. ferskt loft eða rakur klútur, getur unnið bug á ógleði. Skýringin er sennilega sú að kuldi sefar hitastilli heilans, þ.e. undirstúkuna sem veldur óþægindatilfinningunni sem við þekkjum sem svitakóf.

 

Engifer

 

Plönturót dregur úr ógleði

Efnin gingerol og shogaol í engifer hafa áhrif á ógleðisvæði heilans og draga úr velgju. Efnin gera m.a. gagn gegn morgunógleði en þungaðar konur mega hins vegar aðeins neyta engifers í litlu magni því stórir skammtar geta haft skaðleg áhrif á fóstrið.

 

Hugleiðsla

 

Rólegur hugur – rólegur magi

Ógleði eykur álagið á líkamann með örari hjartslætti, spennir vöðvana og fær mann til að svitna. Hugleiðsla hefur þveröfug áhrif og rannsóknir sýna meðal annars að núvitundartækni (mindfulness) vinnur gegn morgunógleði.

 

Ilmmeðferð

 

Vínandagufa gagnast sjúklingum

Ilmmeðferð með ísóprópanóli kann að draga úr flökurleika sem gerir vart við sig eftir aðgerð. Meðferðin felst í því að setja klút með ísóprópanóli, t.d. sótthreinsiklút, upp að nefinu og anda djúpt tvisvar til þrisvar.

 

Lyf

 

Andhistamín vinna á bílveiki

Nokkur lyf vinna gegn ógleði – til dæmis geta ákveðnar tegundir andhistamína dregið úr bílveiki með því að bindast ákveðnum viðtökum í heilanum. Það er þó mikilvægt að ræða við lækni fyrir notkun og vera meðvitaður um aukaverkanir.

BIRT: 04/08/2023

HÖFUNDUR: LEA MILLING KORSHOLM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is