Search

Þess vegna gagnast sápa svo vel gegn kórónuveirunni

Almenningur hamstraði spritt. Verslanir urðu uppiskroppa með birgðir sínar og fyrirtæki sem aldrei höfðu framleitt spritt hófust handa við framleiðslu þess. Handsápan haggaðist ekki úr búðunum en þó gagnast hún fullkomlega.

BIRT: 14/09/2020

LESTÍMI:

2 mínútur

Lestími: 3 mínútur

Við erum farin að kannast við útlitið. Útlínurnar minna einna helst á appelsínu sem negulnöglum hefur verið stungið í, sól eða þá tundurdufl frá síðari heimsstyrjöld.

Einkennandi broddarnir á veirunni, svonefnd bindi- eða broddprótein, eru lykillinn að velgengni veirunnar hvað varðar getuna til að smita fólk. Það er einmitt hér sem vonir eru bundnar við að greina megi veikan blett á þessari sérlegu veiru.

Jafnframt því sem hlaupkennt efni með miklu vínandamagni seldist eins og heitar lummur skyldi ætla að handspritt væri nákvæmlega það efni sem best gæti unnið bug á þessari nýju kórónuveiru. Því er hins vegar öðru nær.

Ef það er eitthvað sem vinnur bug á nýju veirunni er það nefnilega venjuleg handsápa.

Sápa leysir upp verndandi fituhjúp

SARS-CoV-2, þ.e. veiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19, hefur hér verið einangruð úr sjúklingi í Bandaríkjunum. Svarti hringurinn í veirunni er fituhjúpurinn (svört ör). Það er svo einmitt hér sem einkennandi brodda eða „veiðiarma“ próteinsins er að finna. RNA eða erfðaefni veirunnar (rauð ör) gerir veirunni kleift að fjölga sér í frumum líkamans.

Sápusameindin hefur svipaða lögun og halakarta og ásigkomulag hennar veldur eilífri ringulreið. Höfuðið er vatnssækið og halinn vatnsfælinn. Með þessu er átt við að sápusameindin sé hvort tveggja í senn, vatnsfráhrindandi og vatnsleitin, þ.e. uppleysanleg í vatni.

Afleiðing þess að þessir tveir eiginleikar sameinast í sápusameindinni er sú að froða myndast þegar við þvoum okkur um hendurnar. Og það er á þessu stigi sem töfrarnir eiga sér stað, hafi SARS-Cov-2-agnir á annað borð náð fótfestu á okkur.

Við skrúfum frá vatninu, nuddum sápu á hendurnar og stingum þeim síðan undir rennandi vatnið.

Vatnssækið höfuð sápusameindarinnar laðast að vatnssameindinni sökum andstæðra samgilda tengjanna. Með þessu er átt við að hún leysist upp. Meðan á þessu stendur hefur vatnsfælinn halinn fundið sér annan maka en með því er átt við fituhjúp kórónuveirunnar.

Nú hefur halinn stungist á kaf inn í veiruögnina, líkt og þegar nál er stungið í blöðru. Nálin er óhagganleg. Þar sem sápusameindin laðast jafnframt að vatni verður veiruögnin fyrir svo miklu hnjaski að hún leysist upp og eyðist.

Að lokum eru svo einungis eftir brot af dauðum veiruögnum sem skolast út með rennandi vatninu.

Gætið þess að ná út í alla afkima

Það eru ekki einungis einstakir eiginleikar sápunnar til að vinna bug á nýju kórónuveirunni sem flokkast sem vísindi.

Í hugum sumra eru jafnframt mikil vísindi fólgin í almennilegum handþvotti. Örvæntið þó ekki, því allir sem hafa þvegið af sér málningu vita hvernig á að ganga til verks til að ekki einn fermillimetri verði útundan.

BIRT: 14/09/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is