Það tekur um fimm mínútur að lesa þessa grein og á þessum stutta tíma hafa 18 milljónir stjarna horfið sjónum okkar. Þær eru einfaldlega ekki lengur innan sjónsviðs okkar og snúa aldrei aftur. Við munum því aldrei vita hvað verður um þær í framtíðinni.
Ástæðan er sú að alheimurinn þenst út og hefur gert síðan í Miklahvelli fyrir 13,8 milljörðum ára og undanfarin sjö milljarðar ára hefur hraðinn aukist.
Sérhver rúmmetri í geimnum vex einfaldlega að stærð og á löngum vegalengdum þýðir að hlutir fjarlægjast hvor annan hraðar en á ljóshraða.
Þess vegna missa stjörnufræðingar sjónar á stöðugt fleiri og fjarlægum stjörnuþokum. Ljósið sem við sjáum frá þeim hefur verið á leiðinni til okkar í milljarða ára – en þar sem þokurnar færast í burt hraðar en ljósið mun ljósið sem þær gefa frá sér á þessari stundu aldrei ná til okkar.
Alheimurinn skiptist í hringi
Þensla alheims skapar þrjú mikilsverð mörk sem skipta sköpum hversu langt stjörnufræðingar geta séð núna og í framtíðinni. Þau útskýra hvers vegna við getum aldrei sé enda alheims.
13,8 milljarðar ljósára: Við munum sjá stjörnuþokurnar eins og þær eru einmitt núna
Innan 13,8 milljarða ljósára þenst geimurinn út hægar en ljóshraði. Ljós frá stjörnuþokunum getur þannig náð til okkar og í framtíðinni munu afkomendur okkar einungis sjá það ljós sem stjörnuþokurnar senda frá sér einmitt núna. Fræðilegt geimfar sem ferðast á ljóshraða getur náð út til allra stjörnuþoka á þessu svæði.
Fjöldi stjörnuþoka: 66 milljarðar
46 milljarðar ljósára: Við getum einungis séð gamalt ljós frá stjörnuþokunum
Mörkin fyrir sýnilegan alheim eru við 46 milljarða ljósára. Stjörnuþokur fyrir innan þessa fjarlægð eru sýnilegar okkur því að þær hafa áður sent frá sér ljós sem nær fram til okkar. Framtíðarljós frá þeim mun þó aldrei ná til okkar þannig að ef við myndum greina ljós þeirra í milljarði ára gætum við ekki séð neina þróun.
Fjöldi stjörnuþoka: Tvö þúsund milljarðar
61 milljarður ljósára: Ljós stjörnuþokanna er ennþá á leiðinni
Ystu mörk þess hversu langt við getum séð inn í framtíðina ná til 61 milljarðs ljósára. Stjörnuþokur í þessari fjarlægð eru ósýnilegar því fyrsta ljósið sem þær sendu frá sér hefur ekki enn borist til jarðar. Kynslóðir framtíðar munu þó einungis sjá stjörnuþokurnar þegar ljós þeirra nær á endanum til okkar á jörðu.
Fjöldi stjörnuþoka: Óþekkt
Yfir 61 milljarð ljósára: Ekkert ljós mun nokkru sinni ná til okkar
Allt sem er núna í meira en 61 milljarðs ljósára fjarlægð getum við aldrei nokkurn tímann vitað nokkuð um. Útþensla alheims hefur þegar tekið fram úr ljósinu frá þessum fyrirbærum og það mun því aldrei ná til okkar. Þar sem ekkert kemst hraðar en ljósið hafa þessi fjarlægu fyrirbæri ekkert vægi í okkar hluta alheims.
Fjöldi stjörnuþoka: Óþekkt
Alheimurinn skiptist í hringi
Þensla alheims skapar þrjú mikilsverð mörk sem skipta sköpum hversu langt stjörnufræðingar geta séð núna og í framtíðinni. Þau útskýra hvers vegna við getum aldrei sé enda alheims.
13,8 milljarðar ljósára: Við munum sjá stjörnuþokurnar eins og þær eru einmitt núna
Innan 13,8 milljarða ljósára þenst geimurinn út hægar en ljóshraði. Ljós frá stjörnuþokunum getur þannig náð til okkar og í framtíðinni munu afkomendur okkar einungis sjá það ljós sem stjörnuþokurnar senda frá sér einmitt núna. Fræðilegt geimfar sem ferðast á ljóshraða getur náð út til allra stjörnuþoka á þessu svæði.
Fjöldi stjörnuþoka: 66 milljarðar
46 milljarðar ljósára: Við getum einungis séð gamalt ljós frá stjörnuþokunum
Mörkin fyrir sýnilegan alheim eru við 46 milljarða ljósára. Stjörnuþokur fyrir innan þessa fjarlægð eru sýnilegar okkur því að þær hafa áður sent frá sér ljós sem nær fram til okkar. Framtíðarljós frá þeim mun þó aldrei ná til okkar þannig að ef við myndum greina ljós þeirra í milljarði ára gætum við ekki séð neina þróun.
Fjöldi stjörnuþoka: Tvö þúsund milljarðar
61 milljarður ljósára: Ljós stjörnuþokanna er ennþá á leiðinni
Ystu mörk þess hversu langt við getum séð inn í framtíðina ná til 61 milljarðs ljósára. Stjörnuþokur í þessari fjarlægð eru ósýnilegar því fyrsta ljósið sem þær sendu frá sér hefur ekki enn borist til jarðar. Kynslóðir framtíðar munu þó einungis sjá stjörnuþokurnar þegar ljós þeirra nær á endanum til okkar á jörðu.
Fjöldi stjörnuþoka: Óþekkt.
Yfir 61 milljarð ljósára: Ekkert ljós mun nokkru sinni ná til okkar
Allt sem er núna í meira en 61 milljarðs ljósára fjarlægð getum við aldrei nokkurn tímann vitað nokkuð um. Útþensla alheims hefur þegar tekið fram úr ljósinu frá þessum fyrirbærum og það mun því aldrei ná til okkar. Þar sem ekkert kemst hraðar en ljósið hafa þessi fjarlægu fyrirbæri ekkert vægi í okkar hluta alheims.