Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Vísindamenn að baki stórrar metarannsóknar hafa skoðað tölur frá tæplega 21 milljón manns og koma nú með mjög skýr skilaboð.

BIRT: 21/05/2024

Reyklaus lífstíll, nægur svefn og hreyfðu þig í það minnsta 30 mínútur á dag.

 

Við þekkjum öll hin klassísku ráð við að halda sjúkdómum og slæmu formi í skefjum og lifa góðu lífi – lengi.

 

Og þó að smá hreyfing í daglegu lífi sé betri en engin, þá er samt ein tegund hreyfingar sem virðist vera sérlega mikilvæg ef þú vilt forðast að deyja fyrir aldur fram.

 

Tæplega 21 milljón manns

Það er að minnsta kosti niðurstaða nýrrar stórrar metarannsóknar þar sem vísindamenn frá háskólanum í Suður-Ástralíu hafa safnað saman niðurstöðum úr alls 199 mismunandi rannsóknum sem gerðar voru á tæplega 21 milljón fullorðinna.

 

Helsta niðurstaða þessarar rannsóknar var að líkast til er hægt að draga úr hættunni á að deyja fyrir aldur fram um allt að 17 prósent með því að stunda reglulega þrekþjálfun og þar með styrkja hjarta- og öndunarkerfið.

 

Ávinningurinn virtist jafnvel vera sérstaklega mikill þegar horft er til hjartasjúkdóma þar sem áhættan minnkaði um allt að 18 prósent.

 

Skýr skilaboð

Þrekþjálfun reynir á hjarta og lungu þannig að geta líkamans til að taka upp súrefni eykst og hjartað á auðveldara með að dæla blóði um líkamann.

 

Og þessi tiltekna tegund þjálfunar getur skipt sköpum við að tryggja góða heilsu og langlífi.

 

Þetta segir prófessor Grant Tomkinson, sem er aðalhöfundur rannsóknarinnar.

 

“Skilaboðin eru frekar einföld: Ef þú stundar góðar þrekæfingar minnkar hættan á að deyja fyrir aldur fram og fá sjúkdóma í framtíðinni. Það bitnar á heilsu þinni ef þú forðast hreyfingu, segir hann í fréttatilkynningu.

Reglulegar gönguferðir halda heilanum ungum og hjálpa jafnvel til við að laga skemmdar frumur. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn og getur skipt sköpum í baráttunni gegn vitglöpum og Alzheimer.

Prófessorinn nefnir t.a.m. hlaup, hjólreiðar og sund sem gott dæmi um þrekþjálfun.

 

Og þeir sem ekki eru mikið fyrir að hreyfa sig dags daglega get líka hafist handa.

 

Þetta kemur fram hjá einum höfunda rannsóknarinnar, Justin Lang, í fréttatilkynningu.

 

,,Það getur skipt sköpum ef fólk byrjar á hóflegri hreyfingu eins og t.d. hraðri göngu í það minnsta 150 mínútur í hverri viku. Og eftir því sem þolið eykst er síður hætta á sjúkdómum eða snemmbúnum dauðdaga”.

 

Rannsóknin birtist í British Journal of Sports Medicine.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Stærsta stöðuvatn heims

Lifandi Saga

Hversu margar aðalbækistöðvar hafði Hitler yfir að ráða?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Grænar hægðir: Þess vegna breytist liturinn í klósettskálinni

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is