Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Rannsakendur benda á eitt einstakt atriði sem virðist vernda gegn heilabilun á efri árum.

BIRT: 02/03/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Allir geta greinst með heilabilun en við getum sjálf gert ýmislegt til að draga úr áhættunni.

 

Sérfræðingar mæla t.d. með að halda heilanum virkum, hreyfa sig, vera félagslyndur og losa sig við áfengi og tóbak.

 

Nú hafa vísindamenn fundið annað sem virðist furðu áhrifaríkt til að fyrirbyggja heilabilun.

 

Að eiga maka.

 

“Það er fylgni milli þess að vera giftur á miðjum aldri og minni hættu á heilabilun þegar maður eldist.”

Vegard Skirbekk, Norska Lýðheilsustofnunin.

Þetta er niðurstaða rannsóknar Norsku Lýðheilsustofnunarinnar sem birt hefur verið í tímaritinu Journal of Aging and Health.

 

Eldri rannsóknir hafa sýnt fram á þetta – og norska rannsóknin undirstrikar en betur þessa tengingu.

 

„Það er fylgni á milli þess að vera giftur á miðjum aldri og minni hættu á heilabilun þegar maður eldist,“ útskýrir yfirmaður rannsóknarinnar, Vegard Skirbekk.

 

„Gögn okkar sýna líka að fráskilið fólk er  í mun meiri áhættu á að greinast með heilabilun,“ heldur hann áfram.

 

Einhleypir í áhættuhóp

Rannsakendur skoðuðu hjúskaparstöðu 8.706 fullorðinna á aldrinum 44-68 ára sem voru skráðir í ýmsar norskar skrár.

 

Þeir skoðuðu síðan hversu margir greindust með heilabilun eftir sjötugt.

 

Samkvæmt rannsakendum gæti ein skýringin á minni hættu á heilabilun hjá fólki í sambúð verið að hjónaband sé mikilvæg uppspretta félagslegra samskipta. Þeir benda einnig á að aukin hætta á heilabilun hjá ógiftu fólki geti tengst barnleysi.

LESTU EINNIG

„Barneignir virðast skipta miklu máli en greiningarnar geta ekki greint hvort barnleysi eða það að vera einhleypur sé helsta ástæða aukinnar hættu á heilabilun,“ segir Vegard Skirbekk.

 

Aðrar skýringar gæti verið aukin streita í tengslum við skilnað og munur á lífsstíl þessara hópa.

BIRT: 02/03/2023

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is