Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

Meira að segja friðsamlegasta fólk í heimi getur í raun verið tifandi tímasprengjur. Heilinn er nefnilega stöðugt innan við tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði. Fylgjum leið reiðinnar frá heilanum til vöðvanna og reynum að læra hvernig við getum forðast að springa úr reiði.

BIRT: 24/08/2024

Meiðandi athugasemd eða þá að allt er í drasli heima fyrir – sama hvað það er sem tendrar kveikiþráðinn –  þú ert aðeins tvær sekúndur frá reiðisprengju.

 

Heilinn þinn er alltaf tilbúinn til að hefja kröftuga keðjuverkun sem dreifist um líkamann eins og eldur í sinu – ef þú leyfir því að gerast. Þannig að ef þú vilt halda ró þinni þá er um að gera að halda niðri í sér andanum og telja upp að tveimur.

 

Fylgstu með baráttu heilastöðvanna sekúndu fyrir sekúndu þar sem ákveðið er hvort þú heldur tilfinningum þínum í skefjum eða springur úr reiði.

0 SEKÚNDUR

 

Skynfærin erfiða

Við komum þreytt heim úr vinnunni og komum samstundis auga á allt draslið á heimilinu. Enn og aftur neyðumst við til að klofa yfir leikföng sem einhver hefur skilið eftir á gólfinu og á eldhúsborðinu er óhreina leirtauið enn óhreyft, þó svo að makinn hafi lofað að ganga frá því.

 

90 milljón sjónfrumur aftast í auganu þeyta áfram taugaboðum gegnum heilann yfir í aftasta hluta heilabarkarins.

 

Taugaboð þeytast fram og til baka í höfðinu. Boðin lenda m.a. í dreka heilans, en um er að ræða tvö svæði lengst inni í heilanum, með svipaða lögun og rækjur.

 

Hér eru skynhrifin geymd en aftur á móti vistast eldri minningar hér og þar í heilanum þar sem þær tengjast í eins konar púsluspili sem á þátt í að ákvarða hvernig við bregðumst við.

Erfðastökkbreytingar gera Evrópubúa reiða

Vísindamenn hafa fundið gen sem ákvarðar hversu skapmikil við verðum.

 

Árið 2009 fór hópur einstaklinga í DNA-próf ​​og var um leið beðinn um að svara spurningalista sem gæti sýnt hversu tilhneigingu þeirra til að verða reiðir. Vísindamennirnir að baki tilraunarinnar komust að því að þeir sem höfðu ákveðna stökkbreytingu í geninu DARP-32 voru reiðari en þeir sem ekki höfðu þessa stökkbreytingu.

 

DARPP-32 getur haft áhrif á skapgerð okkar en genið stjórnar virkni reiðistöðva heilans. Þegar vísindamennirnir fóru yfir niðurstöðurnar komust þeir einnig að því að stökkbreytingin var mun algengari meðal Evrópubúa en meðal Afríkubúa.

 

Það gæti þýtt að aðstæður í Evrópu gerðu það að ávinningi fyrir forfeður okkar að vera reiðir. Fólk með stökkbreytinguna átti því meiri möguleika á að fjölga sér.

0,5 SEKÚNDUR

 

Skynsemin ræðst til atlögu við reiðina

Tæplega hálf sekúnda er liðin frá því að við komum auga á draslið og rafboðin hafa nú borist möndlu heilans og framheilaberkinum.

 

Mandlan hýsir tilfinningar okkar og í henni blandast saman ný skynhrif og ógrynni minninga um fyrri reiðiköst. Mandlan hrærir upp sérstakri líðan í heilanum, án afskipta skynseminnar og undirbýr sendingu æsingarboðanna út í hvern einasta vöðva líkamans.

 

Skynsemin hefur enn tök á að fara með sigur af hólmi. Rétt fyrir aftan ennið er svokallaður framheilabörkur sem sér okkur fyrir dómgreind sem metur hvort rétt sé að reiðast.

 

Dómgreindin greinir orsakir vandans og reynir að spá fyrir um afleiðingar gerða okkar.

 

Ef dómgreindarstöðin kemst að þeirri niðurstöðu að best sé að slaka á í þessum aðstæðum eru rafboð send til möndlunnar. Merkin frá framheilaberki geta hindrað hina ólgandi reiði í tilfinningastöðvum.

1. Mandla heilans undirbýr sig

Skynhrifin blandast saman við gamlar minningar og taugaboðin berast til möndlu heilans sem býr sig undir að senda reiðiboð út í líkamann.

2. Dómgreindin skiptir sér af

Heft taugaboð frá framheilanum reyna að stöðva reiðina í möndlunni en áformin heppnast ekki.

3. Líkaminn látinn vita

Mandla heilans sendir taugaboð um að undirbúa reiðikastið út í allan líkamann.

1. Mandla heilans undirbýr sig

Skynhrifin blandast saman við gamlar minningar og taugaboðin berast til möndlu heilans sem býr sig undir að senda reiðiboð út í líkamann.

2. Dómgreindin skiptir sér af

Heft taugaboð frá framheilanum reyna að stöðva reiðina í möndlunni en áformin heppnast ekki.

3. Líkaminn látinn vita

Mandla heilans sendir taugaboð um að undirbúa reiðikastið út í allan líkamann.

1 SEKÚNDA

 

Reiðin berst um líkamann

Ótalmargar minningar um fyrri gremju virka eins og eldsneyti á reiðina sem kraumar í möndlunni og skynsemisstöðvarnar hallast helst að því að ráðist sé til atlögu.

 

Reiðin nær völdum í heilanum. Ekkert stendur í vegi fyrir möndlunni sem sendir ógrynni taugaboða út í mænuna sem svo berast til allra hluta líkamans.

 

Meðal mikilvægustu móttökustöðvanna er dreifistöð reiðinnar, öðru nafni nýrnahettur sem er að finna á ofanverðum nýrunum.

 

Kjarni þeirra felur í sér frumur sem virkjast af rafboðum möndlunnar og hefjast strax handa við að dæla adrenalíni út í blóðið.

4. Nýrnahettur virkjaðar

Taugaboðin komast í nýrnahetturnar þar sem þær virkja frumurnar innst í líffærinu.

5. Frumur losa adrenalín

Virku frumurnar hefjast handa við að losa hormónið adrenalín út í blóðrásina.

6. Hormón dreifast

Hormónin berast með blóðinu um allan líkamann.

4. Nýrnahettur virkjaðar

Taugaboðin komast í nýrnahetturnar þar sem þær virkja frumurnar innst í líffærinu.

5. Frumur losa adrenalín

Virku frumurnar hefjast handa við að losa hormónið adrenalín út í blóðrásina.

6. Hormón dreifast

Hormónin berast með blóðinu um allan líkamann.

1,5 SEKÚNDA

 

Adrenalín undirbýr líkamann fyrir átök

Heilt syndaflóð taugaboða frá möndlunni ýtir undir framleiðslu adrenalíns og stuðlar að auknu flæði þess til líffæranna.

 

Svitakirtlarnir byrja að losa vökva upp á yfirborð húðarinnar á meðan vöðvarnir umhverfis æðarnar breyta dreifingu blóðsins um líkamann. Afar nákvæm starfsemi rafboða sem stjórnar hjartslætti okkar, án þess að meðvitund okkar komi við sögu, veldur örari hjartslætti.

 

Lungun reyna að draga til sín meira súrefni og vöðvum líkamans berast boð um að búa sig undir átök. Í lifrinni gerir adrenalínið það að verkum að frumurnar ganga á sykurforðann og senda aukalega orku út í blóðrásina.

 

Allt gegnir þetta einum og sama tilgangi sem er að færa okkur nægilega orku til að springa úr reiði.

7. Hjartsláttur eykst

Adrenalínið og taugaboð heilans valda því að hjartslátturinn verður örari og sömu sögu er að segja af starfsemi lungnanna.

8. Lifurinn losar sykur

Þegar adrenalín binst viðtökum í lifrinni losa lifrarfrumurnar sykur út í blóðið.

7. Hjartsláttur eykst

Adrenalínið og taugaboð heilans valda því að hjartslátturinn verður örari og sömu sögu er að segja af starfsemi lungnanna.

8. Lifurinn losar sykur

Þegar adrenalín binst viðtökum í lifrinni losa lifrarfrumurnar sykur út í blóðið.

2 SEKÚNDUR

 

Frumusamstarf knýr reiðiköst

Orkuflóðbylgja dreifist um allan líkamann og við nærumst á tilhugsuninni um að gefa reiðinni lausan tauminn og að springa úr reiði.

 

Allar vöðvatrefjar líkamans soga til sín súrefni og orku úr blóðinu. Aflöngu frumurnar flytja lífræna eldsneytið til hvatberanna, orkustöðva frumnanna sem umbreyta orkunni í sykursameindunum í ATP-orkuefnið.

 

ATP-orkuefnið veldur því að tvær gerðir próteinstrengja sem liggja meðfram hvor sinni frumu, ná tökum hvor á öðrum og toga frumuendana í átt að hvor öðrum. Með þessu móti styttast frumurnar og þetta gerir það að verkum að allur vöðvinn dregst saman.

9. Vöðvarnir fá orku

Sykur og súrefni berast til vöðvanna og öðlast upptöku í frumunum.

10. Orku breytt í ATP

Hvatberar nota súrefni til að umbreyta orku úr sykri í ATP-orkuefni sem síðan dreifist um gjörvalla frumuna.

11. Vöðvar dragast saman

ATP gerir próteintrefjum kleift að ná taki hver á annarri og draga vöðvatrefjarnar saman.

9. Vöðvarnir fá orku

Sykur og súrefni berast til vöðvanna og öðlast upptöku í frumunum.

10. Orku breytt í ATP

Hvatberar nota súrefni til að umbreyta orku úr sykri í ATP-orkuefni sem síðan dreifist um gjörvalla frumuna.

11. Vöðvar dragast saman

ATP gerir próteintrefjum kleift að ná taki hver á annarri og draga vöðvatrefjarnar saman.

Svona sigrar skynsemin reiðina

Við fyllumst gremju þegar við komum auga á draslið eftir fjölskylduna en framheilabörkurinn nær að hefta taugaboð möndlunnar með þeim afleiðingum að reiðin dvínar.

 

Við þessar aðstæður borgar sig að telja sekúndurnar og leyfa skynseminni að taka völdin.

Reiði færir okkur velgengni í lífinu

Óhófleg reiði er skaðleg en vísindamönnum hefur þó tekist að færa sönnur á að við eigum ekki ávallt að hafa hemil á reiðinni.

 

Reiði gerir okkur sáttari                                                                                    

Í viðamikilli rannsókn sem unnin var við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, spurðu vísindamenn hóp þátttakenda þess með hvaða móti þeir réðu við reiði og hvort þeim fyndist þeir vera sáttir í einkalífi, svo og í starfi. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þeir sem voru vanir að gefa reiðinni lausan tauminn voru jafnframt þeir sem voru hvað sáttastir við lífið og tilveruna.

 

Reiði gagnast okkur við ákvarðanatöku

Önnur tilraun gekk út á að reita hóp tilraunaþátttakenda til reiði og því næst að lesa nokkrar vænlegar og slælegar röksemdir. Reiðu einstaklingarnir virtust eiga auðveldara með að sjá í gegnum slæmar röksemdir en hinir.

 

Reiði vinnur bug á ótta

Rannsóknir hafa leitt í ljós að reiði gagnast okkur ef við hræðumst. Reiðir einstaklingar eru viljugri til að taka áhættu en ella og eru að sama skapi bjartsýnni á að allt fari á besta veg.

HÖFUNDUR: ANDREAS ANDERSEN

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is