Lifandi Saga

Þýsk fyrirtæki mokgræddu á stríði Adolfs Hitlers

Þýskir iðnjöfrar fylltu peningakistur sínar á valdatíma nasistanna. Þeir framleiddu m.a. fallbyssur, ökutæki og búsáhöld fyrir Hitler og nýttu sér þræla við framleiðsluna. Engu að síður sluppu þeir harla vel að stríði loknu.

BIRT: 04/12/2024

Fjölskylduveldi á bak við vel þekkt fyrirtæki eins og Krupp, Siemens og Dr. Oetker sáu Hitler og kumpánum hans fyrir alls kyns hervarningi og matvælum meðan á stríðinu stóð.

 

Þau yfirtóku með glöðu geði fyrirtæki gyðinga og fengu fanga úr útrýmingarbúðunum nánast ókeypis sem vinnuafl. 

 

Þegar að reikningsskilum kom að stríði loknu komust fyrirtækin nánast ósködduð í gegnum nasistahreinsunina í Þýskalandi. 

 

Hér færð þú yfirsýn yfir sjö þekktustu og stærstu þýsku fyrirtækin sem stórgræddu á nasisma.

1. KRUPP
2. SIEMENS
3. DR OETKER
4. MERCH, FINCK & CO & ALLIANZ
5. VOLKSWAGEN
6. DAIMLER-BENS
7. BMW

KRUPP

Nasistar áttu í nánu sambandi við mörg af helstu fyrirtækjum í Þýskalandi. Hér heldur Hitler ræðu í einni Krupp-verksmiðjunni.

Krupp var mikilvægasta fyrirtæki Hitlers 

Stálframleiðandinn Krupp – fyrirtæki stofnað árið 1811 –  hafði frá lokum fyrri heimsstyrjaldar ekki framleitt nein vopn. Eftir að Hitler hrifsaði til sín völdin árið 1933 varð skjót breyting á því fyrirkomulagi.

 

Fyrirtækið var eitt það stærsta í Þýskalandi og skilaði nánast alls konar hergögnum þar sem þurfti stál í framleiðsluna til þýska hersins, allt frá fallbyssum til herskipa. 

 

Þetta gríðarlega mikilvægi Krupp fyrir stríðsrekstur nasista varð til þess að Bandamenn voru fullir grunsemda gagnvart því.

 

Eigandinn Alfried Krupp var í fyrstu dæmdur í 12 ára fangelsi, þar sem fyrirtækið hafði nýtt sér fanga sem vinnuafl, auk þess að ræna og rupla fyrirtæki Gyðinga á herteknum svæðum Þjóðverja.

 

Hann var þó síðar látinn laus þar sem það var faðir hans sem leiddi fyrirtækið fram til 1943 en faðirinn var of elliær til að hljóta dóm.

 

Bandamenn sameinuðust á Potsdam-ráðstefnunni í ágúst 1945 um að skipta bæri upp stórum fyrirtækjum sem höfðu tekið þátt í stríðsrekstrinum. Þannig var Krupp fyrirskipað að selja þrjá fjórðu af fyrirtækjasamsteypunni en enginn kaupandi fannst þannig að Alfried Krupp hélt eignarhaldi sínu á þessu milljarða fyrirtæki. 

 

SIEMENS

Refsifangar úr útrýmingarbúðum voru mikilvægur þáttur í vinnuafli Siemens í stríðinu.

Fangar settu saman rafbúnað hjá Siemens

Iðnaðarrisinn Siemens sem framleiddi rafbúnað og íhluti fyrir vopn og önnur hergögn naut góðs af stríði nasista.

 

Þessi næstum 100 ára gamla samsteypa var með Carl Friedrich von Siemens við stjórnvölinn og þrátt fyrir að hann væri ekki nasisti hikaði hann hreint ekkert við að nýta sér eftirspurn hers Hitlers meðan að nasistarnir borguðu fyrir vikið. 

 

Meðan á stríði stóð tók Siemens einnig að nýta sér vinnuþræla og fyrirtækið var með verksmiðju nærri Auschwitz og sjö öðrum útrýmingarbúðum. Árið 1944 töldu gyðingar, sígaunar og aðrir refsifangar þannig 50.000 af 244.000 starfsfólki Siemens.

 

Þrátt fyrir að Siemens hafi að stríði loknu þurft að láta af hendi öll einkaleyfi sín og glatað 80% af verðmætum sínum tókst Siemens-fjölskyldunni að forða því að fyrirtækinu yrði skipt upp. Upp úr 1948 náði Siemens sér aftur á strik. 

 

Í dag er Siemens næst stærsta rafbúnaðarfyrirtæki Þýskalands með ríflega 300.000 starfsmenn og samsteypan gengst nú við skammarlegri fortíð í síðari heimsstyrjöldinni. 

 

DR. OETKER

Fjölskyldan Oetker var í góðu vinfengi við SS-leiðtogann Heinrich Himmler og græddi formúur á því að selja búðingaduft í stríðinu.

Dr. Oetker tvöfaldaði söluna 

Þegar fyrir stríð var Dr. Oetker einn af stærstu matvælaframleiðendum Þýskalands. Árið 1937 útnefndi Hitler fyrirtækið sem eitt helsta djásn nasista því það stóð undir hugsjónum nasista um að sjá vel um verkamenn sína.

 

Fjölskyldan Oetker hélt þessu vinsamlega sambandi við nasista í stríðinu og gríðarlegt magn af bökunarvörum var sent til vígstöðvanna. 

 

Heima fyrir græddi fyrirtækið einnig fúlgur fjár. Þar seldi Dr. Oetker 1942 hálfa milljón pakka af bökunarvörum sem var tvöföldun magns miðað við í fyrra stríði. Forstjórinn Dr. Oetker var auk þess í vinahópi SS-leiðtogans Heinrich Himmlers og fyrir vikið fékk fyrirtækið drjúgan vinnukraft frá útrýmingarbúðunum til að vinna í verksmiðjunum.

 

Rudolf-August Oetker tók við forstjórastólnum árið 1944 og var hann sjálfur virkur SS meðlimur. Engu að síður tókst honum og fyrirtækinu að forðast refsingu að stríði loknu. 

 

Á síðari tímum hefur Oetker fjölskyldan lýst yfir iðrun vegna sambands síns við útrýmingarbúðirnar og eins hefur fyrirtækið afhent stolnum listaverkum til fjölskyldna gyðinga. 

 

MERCK, FINCK & CO & ALLIANZ

Þrátt fyrir að yfirmaður bankans hafi verið SS-meðlimur slapp Finck-fjölskyldan með smávægilegar bætur fyrir stríðsglæpi sína.

Bankafjölskylda tók yfir banka gyðinga 

Árið 1924 erfði August von Finck banka- og tryggingaveldi föður síns en þau nefndust Merck, Finck & Co. og Allianz. Þökk sé ríkisstjórn Hitlers gat Finck á fjórða áratugnum bætt við sig tveim bönkum gyðinga – Dreyfus-bankanum í Berlín og síðar Rothschild-bankanum í Vín. 

 

Eignarhaldið á þessum stóru bönkum jók auð Finck fjölskyldunnar verulega en Bandaríkjamenn fylgdust náið með þróuninni og árið 1944 var banki Fincks nefndur í minnisblaði sem „einkabanki sem aðhyllist kynþáttahreinsun“.

 

Þann 8. maí 1945 var Finck handtekinn af bandarískum hermönnum en sannanir fyrir því að bankamaðurinn hefði vísvitandi brotið af sér þóttu ófullnægjandi til saksóknar. Finck hélt því sjálfur fram að hann hefði tekið bankana yfir til að bjarga hlutafé þeirra. 

 

Við nasistahreinsun Bandaríkjamanna slapp Finck með sekt sem nam 2.000 ríkismörkum. Finck-fjölskyldan gat haldið sínum viðskiptum áfram, þó án banka gyðinga. 

Gyðingurinn Chaim Kaplan sem var skólastjóri skráði villimennsku nasista í dagbók sína í gettóinu í Varsjá. 

VOLKSWAGEN

Í seinni heimsstyrjöldinni framleiddi Volkswagen V1 eldflaugar fyrir þýska herinn.

Volkswagen fékk aðstoð frá Auschwitch

Árið 1944 hafði Volkswagen sem í dag er eitt ábatasamasta fyrirtæki Þýskalands, meira en 30.000 þræla í vinnu. Meðal þeirra voru gyðingar frá Auschwitch og áttu þeir að aðstoða við smíði V1 elflaugarinnar – eitt af nýju „Wunderwaffen“ (undravopnum) þeirra. 

 

Daimler-Benz

Daimler-Benz framleiddi meðal annars flugvélahreyfla fyrir þýska flugher nasista.

Daimler-Benz sinnti orrustuflaugum

Í upphafi stríðs framleiddi Daimler-Benz verksmiðjan vörubíla fyrir herinn. Frá 1942 hóf Daimler-Benz að framleiða mótora í flugvélar Hitlers. Tæplega helmingurinn af 63.610 verkamönnum fyrirtækisins voru árið 1944 sóttir í fangabúðir. 

 

BMW

BMW, sem m.a. framleiddi mótorhjól fyrir þýska herinn, hafði allt að 29.000 nauðungarverkamenn árið 1944.

Fangar smíðuðu BMW

Bílarisinn BMW sá hermönnum Hitlers fyrir bæði vélhjólum og brynvögnum, ásamt hreyflum í orrustuflaugar. Til framleiðslunnar á þessum vélbúnaði sótti BMW vinnuþræla frá útrýmingarbúðunum Dachau, Buchenwald og Sachsenhausen.

Lestu meira um þýska auðjöfra og nasisma

David de Jong: Nazi Billionaires: The Dark History of Germany’s Wealthiest Dynasties, William Collins, 2022

 

HÖFUNDUR: Troels Ussing , Andreas Abildgaard

Shutterstock,© Keystone Press/Imageselect,© Wikimedia Commons,© Imageselect, IMCS Militaria,© akg-images/Imageselect,© AidanStock/Imageselect,© André Karwath/Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is