Vitneskja okkar um blóðflokka mannsins er mjög víðfeðm og yfirgripsmikil en hins vegar er minna vitað um blóðflokka annarra dýra.
Apar gáfu mennsku blóði heiti
Vísindamenn vita fyrir víst að apar hafa yfir að ráða blóðflokkum sem minna um margt á flokka mannsins. Þetta á m.a. við um simpansa og rhesusapa.
Blóðtegundirnar rhesus-jákvætt og rhesus-neikvætt eiga meira að segja rætur að rekja til síðarnefndu apategundarinnar.
Hundar ráða yfir flestum blóðflokkum
Blóðflokkar húsdýra hafa verið rannsakaðir í þaula og þannig komust vísindamenn m.a. að raun um að kettir hafa yfir að ráða þremur blóðflokkum, á meðan hestar og fé eru með annars vegar átta og hins vegar níu flokka.
Hundar eru meðal þeirra dýra sem hvað flestir blóðflokkar hafa greinst hjá, eða alls þrettán.