Náttúran

Tíu tímar í sólarhring í frönsku byltingunni

BIRT: 04/11/2014

Franska byltingin sneri samfélaginu á haus. Lúðvík 16. konungur var settur af 10. ágúst 1792 og tæpum hálfum öðrum mánuði síðar var fyrsta lýðveldinu komið á fót. Sá dagur, 22. september, varð svo dagur nr. 1 í nýju tímatali sem þingið tók upp í október 1793.

 

Byltingartímatalið átti að verða tákn nýrra tíma í Frakklandi. Vissulega var árinu áfram skipt í 12 mánuði, en að öllu öðru leyti var gregoríanska tímatalinu umbylt. Í hverjum mánuði voru 30 dagar og mánuðinum skipt í þrjár tíu daga vikur sem nefndar voru „décades“. Síðasti dagur vikunnar, „décadi“ leysti sunnudaginn af hólmi sem vikulegur hvíldardagur. Í árslok var svo bætt inn 5 eða 6 aukadögum til að árið stemmdi við lengd sólarársins.

 

Sólarhringnum var skipt upp eftir tugakerfinu í 10 klukkustundir, 100 mínútur í hverri og aftur 100 sekúndur í mínútu. Hver klukkustund varð því meira en tvöfalt lengri en verið hafði og framleiða þurfti nýjar klukkur til samræmis við þessa breytingu byltingarmanna.

 

Gömlu mánaðaheitin fuku líka og viku fyrir nýjum. Skáldið og þingmaðurinn Fabre d‘Églantine hugsaði upp skáldleg mánaðaheiti, svo sem germinal (frjómánuður), messidor (haustmánuður) og nivose (snjómánuður). Dagarnir fengu heiti eftir röð sinni í vikunni og sá fyrsti hét t.d. primidi (fyrsti dagur).

 

Þrátt fyrir þessar miklu breytingar, eða kannski einmitt vegna þess hve umfangsmiklar þær voru, náði byltingartímatalið aldrei vinsældum og 1802 var sjö daga vika tekin upp á ný ásamt sunnudeginum. Þetta vakti hrifningu meðal verkamanna, sem verið höfðu óánægðir með að fá aðeins frí á 10 daga fresti. Gregoríanska tímatalið var svo endanlega tekið upp aftur 1. janúar 1806.

 

En metrakerfið, sem einnig var afrakstur frönsku byltingarinnar, heldur velli enn í dag.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Ný rannsókn leiðir í ljós: Þetta er barnið í systkinahópnum sem er oftast í uppáhaldi hjá foreldrum

Jörðin

Kólnar jörðin smám saman að innanverðu?

Náttúran

Af hverju er ekki hættulegt að búa í Hírósíma?

Lifandi Saga

Hvað varð um „skriðdrekamanninn“ á Torgi hins himneska friðar? 

Maðurinn

Hvenær byrjuðu menn að reykja?

Lifandi Saga

Hver er munurinn á sjíta – og súnníta múslimum? 

Lifandi Saga

„Fólk trúði því að jörðin væri flöt“

Náttúran

Sjáið furðuverurnar: Óþekktar tegundir leynast í djúpinu 

Maðurinn

Ættartréð vefst fyrir vísindamönnum: Hverjir voru forfeður okkar?

Alheimurinn

Svarthol gata alheim okkar 

Menning

Nei! Jörðin er ekki flöt

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is