Lifandi Saga

Topp 10: Valdamestu víkingar sögunnar

Meðal víkinga voru margir sterkir og valdamiklir menn sem unnu stórvirki sem markað hafa spor í gegnum söguna. En hver getur státað af því að vera voldugasti og mesti víkingurinn? Við gefum þér svarið við því í þessum topp 10 lista.

BIRT: 14/10/2024

Afrekum víkinga er víða lýst í þjóðsögum og annarri frásagnarlist.

 

Sumir víkingar eru þekktir fyrir að koma á friði en aðrir fyrir hernað sinn. Og svo eru það víkingarnir sem hafa hjálpað til við að víkka sjóndeildarhring mannsins og þekkingu á heiminum.

 

Á listanum hér að neðan höfum við valið 10 áhrifamestu víkingana. Þeim hefur öllum tekist að búa til arfleifð sem við munum enn, meira en 1.000 árum síðar.

 

10. Haraldur Blátönn

Fæddur: Óþekkt

Dáinn: 985-87

 

Víkingakonungurinn Haraldur Blátönn er sérstaklega þekktur fyrir að vera sá sem innleiddi kristni í Danmörku og Noregi.

 

Auk þess byggði hann fjóra stóra hringlaga kastala sem hernaðarlegar varnir í Danmörku.

Haraldur Blátönn innleiddi kristni eftir að hafa verið skírður af munki er hét Poppo. Á lágmynd sem fannst í Tamdrupkirkju, má sjá skírn Haralds Blátannar.

Trelleborg er staðsett á Sjálandi og Nonnebakken á Fjóni. Auk þess er að finna hringkastalana Fyrkat og Aggersborg á Jótlandi.

 

Árið 965 reisti Haraldur Blátönn Jalangurssteininn við hlið föður síns, Gorms gamla. Á steininum nefnir Blátönn sögu móður sinnar og föður, auk þess sem hann lýsir eigin afrekum.

 

Haraldur Blátönn þurfti að flýja eigið ríki eftir að hann lýsti stríði yfir við son sinn, Svein tjúguskegg.

 

9. Gormur gamli

Fæddur: u.þ.b. 910

Dáinn: u.þ.b. 958

 

Gormur gamli státar af því að vera fyrsti konungur Danmerkur. Samkvæmt Jalangurssteininum sameinaði Gormur Danmörku og varð þar með fyrsti konungur Dana.

Fyrsti konungur Danmerkur var Gormur gamli. Hann reisti Jalangursstein til minningar um Þyrí konu sína.

Sumir sagnfræðingar telja að Gormur hafi ekki lagt undir sig alla Danmörku, heldur aðeins Jótland.

 

Engu að síður hefur hann stimplað sig vel inn í víkingasöguna og því á hann skilið sæti á lista yfir umtöluðustu og voldugustu víkinga sögunnar.

 

8. Haraldur Hárfagri

Fæddur: 850

Dáinn: u.þ.b. 932

 

Hinn mikli víkingakonungur Haraldur Hárfagri sameinaði Noreg og er talinn stofnandi landsins. Þegar hann náði völdum fluttu þó nokkrar óánægðar og ósáttar aðalsfjölskyldur til Íslands.

 

Með tímanum hefur Haraldur Hárfagri orðið þjóðartákn í Noregi. Sérstaklega þegar Noregur reyndi að slíta sig frá Svíþjóð. Það tókst að lokum árið 1905.

Haraldur Hárfagri er þekktur sem víkingurinn sem sameinaði Noreg.

Sögulegum heimildum ber ekki saman um arfleifð Haralds Hárfagra, þar á meðal hverjum hann var giftur, hversu mörg börn hann átti, nöfn barnanna og hversu stóran hluta Noregs hann lagði í raun undir sig.

 

Víðtæk sátt er þó um að Haraldur Hárfagri hafi verið voldugur og valdamikill víkingur.

 

7. Eiríkur rauði Þorvaldsson

Fæddur: 950

Dáinn: 1003

 

Norski víkingurinn Eiríkur Þorvaldsson, kallaður Eiríkur rauði, uppgötvaði Grænland árið 982 og varð síðar konungur þar.

 

Eiríkur rauði hefði hins vegar ekki uppgötvað Grænland ef hann hefði ekki verið rekinn frá Íslandi, þar sem hann bjó, fyrir manndráp.

Víkingurinn Eiríkur rauði uppgötvaði Grænland og var faðir Leifs heppna. Hetjudáðir Eiríks rauða hafa tryggt arfleifð hans.

Eftir nokkur ár í útlegð sneri hann aftur heim og fékk aðra víkinga til að fylgja sér til Grænlands, þar sem þeir stofnuðu fyrstu nýlenduna.

 

Eirikur rauði er „aðeins“ númer 7 á lista okkar yfir voldugustu víkingana. Hann missti af því tækifæri að bæta við arfleifð sína þegar hann fylgdi ekki syni sínum, Leifi heppna, til Ameríku.

 

Samkvæmt sögulegum heimildum átti Eiríkur að fara með Leifi syni sínum en datt af hestbaki á leiðinni að skipinu sem hann túlkaði sem viðvörun gegn ferðalaginu og fór því ekki.

 

Því dvaldi Eiríkur rauði heima og dó ekki löngu síðar, meðan Leifur heppni komst alla leið til Ameríku.

Arfleifð víkinga í alþýðumenningu

Sagnir og sögur um hina voldugu víkinga og norræna goðafræði hafa heillað fólk í mörg ár.

 

Hvort sem um er að ræða bókmenntaverk, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti með víkinga í brennidepli hafa víkingar greinilega mikið skemmtanagildi – ekki bara á Norðurlöndum heldur um heim allan.

 

Af vinsælum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum má m.a. nefna Vikings, The Last Kingdom, Norsemen, norsku unglingaþáttaröðina Ragnarok og Þór-myndir Marvel fyrirtækisins.

6. Björn Járnsíða

Fæddur: 9. öld

Dáinn: 9. öld

 

Ef þú hefur séð HBO Nordic seríuna Vikings, þekkir þú líklega nú þegar nafnið Björn Járnsíðu.

 

Samkvæmt bæði HBO þáttunum og tveimur þjóðsögum var hann einn af sonum Ragnars Loðbrókar.

 

Hins vegar er vert að benda á að sjónvarpsþættirnir hafa bætt ýmsu við söguna.

 

En það er enginn vafi á því að Björn Járnsíða var voldugur víkingur á sínum tíma og um það vitna nokkrar sögulegar heimildir.

 

Þar á meðal er ritverkið Gesta Danorum, skrifað af danska sagnfræðingnum Saxo Grammaticus sem nefnir að Björn Járnsíða hafi verið konungur Svíþjóðar.

Björn Járnsíða fór oft í landvinningaferðir, þar á meðal nokkrar til Miðjarðarhafsins.

Björn Járnsíða er m.a. þekktur fyrir að vera meðal fyrstu víkinganna sem sigldur niður til Miðjarðarhafs. Sumar af árásaferðum hans mistókust þó.

 

Hann hertók til dæmis ítölsku borgina Luna fyrir mistök þegar hann reyndi að finna hina voldugu Róm.

 

5. Sveinn tjúguskegg

Fæddur: u.þ.b. 960

Dáinn: 1014

 

Danski víkingurinn Sveinn tjúguskegg var sonur Haralds Blátannar. Eins og fram hefur komið urðu þeir feðgar óvinir og enduðu í blóðugri borgarastyrjöld.

 

Sveinn tjúguskegg vann orrustuna við föður sinn og varð þar með konungur í Danmörku.

Danska víkingakonungnum Sveini tjúguskegg tókst að leggja undir sig England á valdatíma sínum. Því miður fékk hann ekki að njóta þess að stjórna landinu því hann lést skömmu síðar.

En þar með hafði hann ekki lokið landvinningum sínum. Fyrir dauða sinn tókst honum að leggja undir sig stóran hluta Englands.

 

Í febrúar 1014 lést Sveinn tjúguskegg skyndilega. Sagnfræðingar telja að eitrað hafi verið fyrir honum.

 

4. Ragnar Loðbrók

Fæddur: óþekkt, 9. öld

Dáinn: óþekkt, 9. öld

 

Regnar eða Ragnar Loðbrók, Lodbrok, Lodbrog.

 

Burt séð frá því hvernig nafn Ragnars er stafað og hvort eftirnafnið er skrifað Loðbrók, Lodbrog eða Lothbrok er átt við sömu sögupersónu.

Nafnið Ragnar Loðbrók er þekkt víða eftir að ástralski leikarinn Travis Fimmel lék hann í sjónvarpsþáttunum Vikings. En reyndar vitum við ekki mikið um víkinginn Ragnar Loðbrók.

Gallinn við sögu Ragnars Loðbrók er að öll vitneskja um hann kemur úr víkingasögunum. Má þar nefna t.d. Gesta Danorum og Ragnars saga loðbrókar.

 

Sagnfræðingar eiga því erfitt með að greina stjórnartíð og afrek Ragnars Loðbrókar þar sem heimildirnar eru nokkuð óvissar og óáreiðanlegar.

 

Af heimildum vitum við hins vegar að hann lifði lífi alvöru víkings. Loðbrók herjaði m.a. á frönsku og ensku strandirnar.

 

Árið 845 sigldi Ragnar Loðbrók til Parísar með um það bil 5.000 menn. Þar neyddi hann Frakka til að borga sér stóra upphæð. Þessi skattur er talinn vera um 7.000 punda af silfri eða gulli.

 

Sagan segir að Ragnar Loðbrók endi líf sitt á Englandi. Nánar tiltekið í ormagryfju Ella konungs sem varð til þess að synir hans vildu hefna sín grimmilega á Englendingum.

 

3. Leifur heppni

Fæddur: 970

Dáinn: 1020

 

Norski víkingurinn Leifur heppni er þekktastur fyrir að vera fyrsti Evrópumaðurinn til að stíga fæti á meginland Norður-Ameríku.

 

Leifur heppni sigldi frá Grænlandi til Ameríku um árið 1000 – u.þ.b. 500 árum fyrir Kristófer Kólumbus.

Leifur heppni var sonur Eiríks rauða. Hann uppgötvaði Ameríku um árið 1000.

Að sögn sumra sagnfræðinga kom hinn íslenski Bjarni Herjólfsson til Ameríku u.þ.b. 15 árum á undan Leifi. Það eru því dálítið skiptar skoðanir um hvort Leifur heppni eigi heiðurinn skilið.

 

Ljóst er þó að Leifur heppni sigldi til álfunnar og að leiðangur hans var farsæll.

 

2. Rollo (Göngu-Hrólfur)

Fæddur: 846

Dáinn: u.þ.b. 932

 

Víkingurinn Rollo er sannarlega einn af voldugustu víkingum sögunnar. Víkingahöfðinginn herjaði á Frakkaríki og að lokum veittu óvinir hans honum yfirráð yfir Normandí í norður Frakklandi.

 

Rollo er því þekktur fyrir að vera fyrsti höfðingi Normandí.

Rollo er minnst í dag sem fyrsta hertogans af Normandí. Hér sést hann sem ein af styttunum á stærri minnisvarða til heiðurs Vilhjálmi sigurvegara.

En landið var ekki ókeypis. Sem greiðslu fyrir Normandí þurfti Rollo bæði að sverja hollustu við Frakka og gangast undir kristilega skírn.

 

Auk þess þurfti hann að verja ósa árinnar Signu gegn víkingum.

 

Rollo snerist því gegn víkingabræðrum sínum til að fá að drottna yfir Normandí.

 

1. Knútur ríki

Fæddur: 995

Dáinn: 1035

 

Knútur hinn mikli hefur skapað sér slíkt orðspor að hann getur án mikillar samkeppni kallað sig voldugasta víking sögunnar.

 

Þó hann væri ekki elsti sonur Sveins tjúguskeggs, tókst honum að safna saman gífurlegu ríkidæmi. Knútur ríki var krýndur konungur bæði Danmerkur, Noregs og Englands.

Knúti ríka tókst að sigra og halda völdum yfir stórum landsvæðum. Í málverkinu biður hann fjárhirða sína um fyrirgefningu eftir að hafa brotið reglur sem hann sjálfur hafði sett þeim.

Knútur var svo valdamikill að kirkjan þorði ekki að mótmæla því að hann ætti tvær eiginkonur: eina í norðri og aðra á Englandi. Hann efldi einnig viðskipti í stóru ríki sínu með því að endurbæta peningamyntuna.

 

En án aðstoðar bróður síns, Haralds II, hefði víkingaveldi Knúts sennilega bara verið draumórar einir.

 

Synir Knúts lifðu ekki mörg ár eftir dauða föður síns og entist hið volduga ríki hans því ekki lengi.

Stærstu mýturnar um víkinga

Mikil dulúð umlykur víkinga. Hins vegar eru flestar mýtur um þá nokkuð ýktar.

 

1. Víkingar höfðu horn á hjálmunum

RANGT.

 

Hjálmar víkinga voru ekki skreyttir hornum.

 

Í alþýðumenningu hafa víkingar oft verið sýndir með hjálma með stórum hornum en það var ekki eitthvað sem einkenndi víkinga, þar sem slíkir hjálmar myndu vera mikill ókostur í bardaga.

 

Hins vegar gætu hjálmar með hornum hafa verið notaðir við sérstakar athafnir.

 

2. Víkingar voru ómannúðlegir og skítugir

RANGT.

 

Margir telja ranglega að víkingar hafi verið óhreinir og ljótir á að líta.

 

Nokkrar heimildir benda á að víkingarnir hafi í raun og veru gætt mjög að hreinlæti sínu. Flestir þeirra fóru í sturtu að minnsta kosti einu sinni í viku og gættu þess að hárið væri fallegt og neglurnar væru vel snyrtar.

 

3. Allir víkingar voru ljóshærðir

RANGT.

 

Enn í dag eru Skandinavar oft tengdir ljósu hári og bláum augum. En þetta eru alls ekki dæmigerð einkenni fyrir þá alla. Og það var heldur ekki þannig á víkingaöld.

 

Vísindamenn hafa komist að því að hár margra víkinga myndaði melamín sem er svart litarefni. Það sannar það að margir víkingar höfðu dökkt hár.

HÖFUNDUR: Tobias Stenbæk Bro , Amanda Lee Edelstein

Shutterstock,© Anagoria,© The Picture Art Collection/Imageselect,© Flateyjarbók/The Árni Magnússon Institute,© Christian Krogh/Nasjonalgalleriet,© Pradigue,© Louis Moe/Dansk Skolemuseum

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is