Verkfræðingar hafa unnið í að minnsta kosti heila öld að því að þróa sífellt sterkari efni.
Málmar hafa lengi haft forystuna en á síðustu áratugum hafa nýþróuð nanóefni reynst þau sterkustu.
Hér er eru fimm sterkustu efni heims.
1. Karbín
Styrkur: 60-75 MNm/kg* Karbín er úr kolefnisfrumeindum sem tengjast á víxl með ein-, tví- og þríbindingum. Í rannsóknastofum hafa verið gerðar 6.000 frumeinda langar keðjur efnisins.
Karbín er sterkara og stífara en öll önnur efni, 200 sinnum sterkari en stál og tvöfalt sterkari en númer 2 á listanum:
2. Grafín
Styrkur: 47-75 MNm/kg
Kolefnisfrumeindir raðast í sexhyrnd mynstur og hvert lag aðeins einnar frumeindar þykkt. Grafín er afar hentugur rafleiðari.
3. Nanórör
Styrkur: 43-50 MNm/kg
Rör úr kolefnisfrumeindum sem raðast í sexhyrnd mynstur og aðeins ein frumeind að þykkt. Þvermálið getur verið allt niður í 0,4 nanómetra.
4. Demantur
Styrkur: 25-65 MNm/kg
Hver kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum í þrívíðu mynstri. Demantar myndast á 140-190 km dýpi í jarðskorpunni.
5. Zylon
Styrkur: 3,8 MNm/kg
Gerviefni úr lífrænum trefjum. Efnið er m.a. notað til að halda hjólum undir Formúlu I-bílum til að tryggja að þau þeytist ekki af og upp í áhorfendastúkur.
*Meganewtonmetrar. Afl sem stakar trefjar standast deilt með massa trefjanna.
LESTU EINNIG


