Topp 5 / Hvaða efni er sterkast miðað við þyngd?

Hversu sterkt efni er demantur í raun miðað við önnur efni?

BIRT: 09/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Verkfræðingar hafa unnið í að minnsta kosti heila öld að því að þróa sífellt sterkari efni.

 

Málmar hafa lengi haft forystuna en á síðustu áratugum hafa nýþróuð nanóefni reynst þau sterkustu.

 

Hér er eru fimm sterkustu efni heims.

 

1. Karbín

Styrkur: 60-75 MNm/kg* Karbín er úr kolefnisfrumeindum sem tengjast á víxl með ein-, tví- og þríbindingum. Í rannsóknastofum hafa verið gerðar 6.000 frumeinda langar keðjur efnisins.

 

Karbín er sterkara og stífara en öll önnur efni, 200 sinnum sterkari en stál og tvöfalt sterkari en númer 2 á listanum:

 

2. Grafín

Styrkur: 47-75 MNm/kg

Kolefnisfrumeindir raðast í sexhyrnd mynstur og hvert lag aðeins einnar frumeindar þykkt. Grafín er afar hentugur rafleiðari.

 

3. Nanórör

Styrkur: 43-50 MNm/kg

Rör úr kolefnisfrumeindum sem raðast í sexhyrnd mynstur og aðeins ein frumeind að þykkt. Þvermálið getur verið allt niður í 0,4 nanómetra.

 

4. Demantur

Styrkur: 25-65 MNm/kg

Hver kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum í þrívíðu mynstri. Demantar myndast á 140-190 km dýpi í jarðskorpunni.

 

5.  Zylon

Styrkur: 3,8 MNm/kg

Gerviefni úr lífrænum trefjum. Efnið er m.a. notað til að halda hjólum undir Formúlu I-bílum til að tryggja að þau þeytist ekki af og upp í áhorfendastúkur.

 

*Meganewtonmetrar. Afl sem stakar trefjar standast deilt með massa trefjanna.

BIRT: 09/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is