Heilsa

Uggvekjandi uppgötvun: Örplast getur valdið skemmdum í heila

Vísindamenn hafa fylgst með ferð örplasts í gegnum líkama músa og endastöðin gefur tilefni til kvíða.

BIRT: 22/02/2025

Agnirnar eru innan við 5 millímetrar að stærð og þær er að finna í loftinu sem við öndum að okkur, í vatninu sem við drekkum, svo og í matnum sem við borðum.

 

Örplastsagnir eru orðnar að ósýnilegum hluta daglegs lífs okkar en samt vitum við ekki enn fyrir víst hvaða áhrif þær hafa á heilsu okkar.

 

Nú hafa vísindamenn við háskólann í Peking komist að raun um nokkuð sem veldur ugg: Örplast kann að hefta blóðstreymi um heilann.

 

Þó svo að við séum þess enn ekki fullviss hvort þetta á sér einnig stað í mönnum hafa vísindamenn komist að raun um að þetta á við um mýs.

 

Þessu er lýst í rannsókn einni sem birtist í tímaritinu Science Advances.

 

Líkt og bílslys í æðunum

Í rannsókninni notfærðu vísindamennirnir sér háþróaða myndtækniaðferð til að fylgja eftir örplastsögnum sem voru á hreyfingu í æðum músanna.

 

Þeir byrjuðu á því að gefa músunum vatn að drekka sem sjálflýsandi plastögnum hafði verið bætt út í og fylgdust með þegar ónæmisfrumur dýranna gleyptu agnirnar.

 

Frumurnar voru síðan á ferð um æðarnar og festust í litlum æðum heilans líkt og örsmáar hindranir.

 

Þetta minnkaði blóðstreymið gegnum heila músanna og dró úr getu þeirra til að hreyfa sig með eðlilegum hætti í nokkra daga.

Plast endar í líffærum okkar

Við getum ekki komist hjá örplasti. Það er að finna í fæðu okkar, svo og í loftinu sem við öndum að okkur. Litlu plastagnirnar enda svo lengst inni í líkamanum.

1. Við fyllum okkur af plasti

Rannsóknir hafa sýnt fram á að við borðum og öndum að okkur u.þ.b. 50.000 plastögnum á ári. Þær er að finna alls staðar í umhverfi okkar og eiga rætur að rekja til ógrynnis af ólíkum uppsprettum: teppum okkar, fatnaði, tannburstum, fæðuumbúðum og ýmsu öðru.

2. Agnir finna sér leið inn í líkamann

Agnir sem við öndum að okkur enda í kverkunum og lungunum en þær sem við snæðum lenda fyrst í maganum og þörmunum. Stærstu agnirnar sem við innbyrðum losum við okkur við með hægðum en þær smæstu verða áfram í líkamanum.

3. Plast endar í mikilvægum líffærum

Vísindamenn hafa rekist á plast í lungum okkar, lifrinni, miltanu, nýrunum og jafnvel í fóstrum. Afleiðingar þessa eru enn sem komið er óþekktar en í mörgu plasti er að finna efni sem hafa truflandi áhrif á hormóna líkamans ellegar eru krabbameinsvaldandi og safnast fyrir í líkamanum.

Þær hindranir sem plastagnir virtust mynda hegðuðu sér í fljótu bragði líkt og um væri að ræða blóðtappa.

 

„Þetta minnti á bílslys í æðunum“, segir Haipeng Huang, sem stundar rannsóknir á sviði líflæknisfræði við háskólann í Peking, í viðtali við tímaritið Nature.

 

Mörgum spurningum enn ósvarað

Fyrri rannsóknir hafa einnig greint örplast í heila fólks, lifur og nýrum.

 

Samt er enn ýmislegt á huldu um skaðleg áhrif örplastsins á heilsu okkar.

Örplast hefur lagt undir sig heiminn – líka loftið sem þú andar að þér. Nú hafa vísindamenn fundið örplast inni í líffærunum. Hér sérðu hvaðan allt þetta plast kemur og hvernig við getum losnað við það.

Í rannsókn einni sem gerð var á síðasta ári kom í ljós að einstaklingar sem eru með örplast í ósæðinni eru í aukinni áhættu hvað snertir hjartaáfall og heilablóðfall.

 

Þó svo að enn sé margt á huldu um þetta vonast vísindamennirnir að baki rannsókninni til þess að nýja myndtækniaðferðin geti gagnast okkur til að komast að raun um hver áhrif örplast mun hafa á heilsu fólks í framtíðinni.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock,© Claus Lunau

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is