Gasgígur hefur brunnið í 52 ár
260 km norðan við höfuðborg Túrkmenistans er að finna 60 m breiðan og 20 m djúpan gasgíg og er afleiðing af óhappi sem átti sér stað árið 1971. Þá hvarf jörðin skyndilega undan rússneskum bor sem hrundi niður í heljarinnar holrými. Gas tók að streyma út og verkfræðingar ákváðu að kveikja í gasinu til að hemja það og brennur það ennþá.
Ríkasta hola á jörðu
Opin náma í Bingham nærri Salt Lake City í Utah, BNA, hefur verið koparnáma frá árinu 1906. Dag hvern eru 450.000 tonn mulin niður og árleg framleiðsla er um 220 milljarðar króna að, sem hefur veitt Bingham Canyon námunni viðurnefnið „ríkasta hola jarðar“.
Fljót skar Grand Canyon út úr berginu
Eins og 400 km langt ör sker Grand Canyon sig í gegnum Norður Ameríska meginlandið. Gljúfrið er meira en 1800 m djúpt þar sem það er dýpst og allt að 29 km breitt og er lang stærsta gljúfur heims.
Kristaltært vatn fyllir fimm kílómetra völundarhús
Fram til þessa hafa menn kortlagt 4850 m löng göng í hellakerfi Ordinskaya í Uralfjöllum.
Ordinskaya hefur myndast vegna ágangs grunnvatns á um 20 metra þykkt og 200 milljón ára gamalt lárétt lag af gipsi.
Blá hola afhjúpar forna sjávarstöðu
Stór blá hola í Belíze er ein sú stærsta sinnar tegundar í heimi – 300 metra breið, nær fullkomlega hringlaga og 122 m djúp. Upprunalega var holan gríðarstór og þurr kalksteinshellir en vegna jarðskjálfta fyrir um 500.000 árum hrundi loftið í heillinum.
Loftsteinn myndaði stærstu holu jarðskorpunnar
Fyrir tveimur milljörðum ára síðar skall 10 km breiður loftsteinn á jörðina með hraða sem nam um 150.000 km/klst og myndaði hið 200 km breiða Vredefort. Bjarg þetta var á stærð við Mount Everest og áreksturinn leiddi til einnar ógurlegustu orkulosunar í sögu plánetunnar.
Ískristallar prýða hraunið
Fyrir u.þ.b. 5200 árum gaus eldfjallið Leitahraun á Íslandi og myndaði hellinn Raufarhólshelli. Hraunið myndaði 1360 metra langt op, allt að 30 metra á breidd og 10 metra hæð og á veturna geta orðið þar fallegar ísmyndanir.
Gasgígur hefur brunnið í 52 ár
260 km norðan við höfuðborg Túrkmenistans er að finna 60 m breiðan og 20 m djúpan gasgíg og er afleiðing af óhappi sem átti sér stað árið 1971. Þá hvarf jörðin skyndilega undan rússneskum bor sem hrundi niður í heljarinnar holrými. Gas tók að streyma út og verkfræðingar ákváðu að kveikja í gasinu til að hemja það og brennur það ennþá.
Ríkasta hola á jörðu sést úr geimnum
Opin náma í Bingham nærri Salt Lake City í Utah, BNA, hefur verið koparnáma frá árinu 1906. Dag hvern eru 450.000 tonn mulin niður og árleg framleiðsla er um 220 milljarðar króna að, sem hefur veitt Bingham Canyon námunni viðurnefnið „ríkasta hola jarðar“.
Fljót skar Grand Canyon út úr berginu
Eins og 400 km langt ör sker Grand Canyon sig í gegnum Norður Ameríska meginlandið. Gljúfrið er meira en 1800 m djúpt þar sem það er dýpst og allt að 29 km breitt og er lang stærsta gljúfur heims.
Kristaltært vatn fyllir fimm kílómetra völundarhús
Fram til þessa hafa menn kortlagt 4850 m löng göng í hellakerfi Ordinskaya í Uralfjöllum.
Ordinskaya hefur myndast vegna ágangs grunnvatns á um 20 metra þykkt og 200 milljón ára gamalt lárétt lag af gipsi.
Loftsteinn myndaði stærstu holu jarðskorpunnar
Fyrir tveimur milljörðum ára síðar skall 10 km breiður loftsteinn á jörðina með hraða sem nam um 150.000 km/klst og myndaði hið 200 km breiða Vredefort. Bjarg þetta var á stærð við Mount Everest og áreksturinn leiddi til einnar ógurlegustu orkulosunar í sögu plánetunnar.
Ískristallar prýða hraunið
Fyrir u.þ.b. 5200 árum gaus eldfjallið Leitahraun á Íslandi og myndaði hellinn Raufarhólshelli. Hraunið myndaði 1360 metra langt op, allt að 30 metra á breidd og 10 metra hæð og á veturna geta orðið þar fallegar ísmyndanir.