Tækni

Unnt er að breyta koltvísýringi og metangasi í hreinan orkugjafa með nýrri tímamótatækni

Vísindamenn hafa þróað nýja aðferð sem gerir þeim kleift að breyta skaðlegum gróðurhúsalofttegundum í lofttegund sem unnt er að nýta fyrir sjálfbærar orkulausnir.

BIRT: 25/01/2025

Á meðan leiðtogar heims hártogast um hvaða lög beri að setja til að losna út úr loftslagskreppunni starfa vísindamenn baki brotnu við að þróa tækni sem bjargað getur jörðinni okkar.

 

Einn helsti loftslagsvandinn er fólginn í losun gróðurhúsalofttegunda í líkingu við koltvísýring og metangas.

 

Fyrir bragðið strita margir nú við að finna lausnir sem gera kleift að beisla og helst einnig að umbreyta lofttegundunum í eitthvað sjálfbærara.

 

Nú hafa vísindamenn fundið upp brautryðjendatækni sem gerir kleift að slá tvær flugur í einu höggi.

 

Hópur efnaverkfræðinga við Oak Ridge ríkisrannsóknarstofuna (ORNL) í Bandaríkjunum hefur þróað hvata sem getur umbreytt metangasi og koltvísýringi í svokallað efnasmíðagas.

 

Í heimi efnafræðinnar er talað um hvata sem efni sem aukið geti hraða efnahvarfa, án þess þó að hann sjálfur verði hluti af efnahvörfunum.

 

Tækninýjung efnaverkfræðinganna við ORNL fólst í þróun nýrrar gerðar af hvata sem hraðar svo um munar efnaferli sem kallast „þurrauðgun metangass“.

 

Ferli þetta var þekkt fyrir og jafnframt notað en þegar notaðir eru hvatar sem þekktir eru á sviði iðnaðar í dag er nauðsynlegt að eyða gífurlega mikilli orku og nota hátt hitastig, allt að 650°C, til að umbreyta koltvísýringi og metani í efnasmíðagas.

 

Þá getur hátt hitastigið að sama skapi skemmt hvatann eða látið hann virka síður en skyldi.

 

Ofurhvatar úr efni sem minnir á sand, svo og nikkel

Vísindamennirnir við ORNL hafa þróað viðnámsþolnari hvata sem samanstendur af því sem kallast kristallaðar zeólítagrindur, að viðbættu nikkeli.

Zeólít fyrirfinnst víðs vegar um heim, þó einkum þar sem áður hefur verið gosvirkni. Þess vegna er um að ræða efni sem auðvelt er að komast yfir þegar nýju tækninni verður beitt að einhverju ráði.

Zeólít er flokkur holufyllinga sem hafa efnasamsetningu kísils, áls og súrefnis. Efnið minnir eilítið á sand en er þó svampkenndara að gerð og er jafnframt stöðugt við hátt hitastig.

 

Holótt áferðin leiðir af sér hlutfallslega stórt yfirborð, jafnframt því sem í efninu leynast holur sem mörg efnahvörf eiga sér stað í.

 

Samblandið af zeólíti og nikkeli leiðir jafnframt af sér fullkominn og mjög svo stöðugan hvata sem notaður er til að umbreyta skaðlegum gróðurhúsalofttegundunum metani og koltvísýringi í sjálfbært efnasmíðagas.

 

Efnasmíðagas gegnir mikilvægu hlutverki í grænu byltingunni því efnið er unnt að nota sem eldsneyti sem leyst getur af hólmi jarðefnaeldsneyti og er jafnframt unnt að nota sem áburð, í raforkuverum og lyfjaiðnaði.

 

Vísindamennirnir hafa sótt um einkaleyfi fyrir tækni sinni og vonast til að brátt verði unnt að nýta uppgötvunina á sviði iðnaðar.

 

Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Nature Communications.

HÖFUNDUR: Søren Rosenberg Pedersen

Shutterstock,© Tõnis Saadre - Estonian Museum of Natural History/Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is