Ryk er víðtækt hugtak yfir allar tegundir agna, bæði af lífrænum og ólífrænum uppruna, sem eru svo litlar að þær geta dvalið í loftinu í skemmri eða lengri tíma.
Því stærra yfirborð agna miðað við þyngd, þess lengur geta þær svifið um í loftinu.
Rykið sem við finnum inni í húsum okkar er að mestu úr dauðum húðfrumum frá fólki og dýrum.
Eins getur húsryk innihaldið pappírstrefjar, fatatrefjar, byggingarefni, skordýraleifar, frjókorn og leifar myglu allt eftir starfseminni í herbergjunum.
Að öllu jöfnu sveiflast rykmagnið í herbergjum frá 0,05 til 1,00 mg/m3. Mest ryk finnst í herbergjum sem eru mikið notuð og og þar sem er reykt.
Ryk verður heilsuspillandi þegar magnið fer í 3 til 5 mg/m3. Ryk er líka að finna í náttúrunni þar sem það kemur frá veðrun steina og athöfnum manna eins og t.d. bílaumferð og í geimnum er jafnvel geimryk.