Stjarna verður til
Stjarna myndast þegar stórt ský úr gasi og ryki þjappast saman vegna eigin þyngdar. Þrýstingur og hiti aukast svo ofboðslega að kjarnar vetnisfrumeinda renna saman og mynda helíum. Það er orkan frá þessum samruna sem skapar birtu stjörnunnar.
Með meiri massa en sólin
Þungar stjörnur eru þær stjörnur kallaðar sem hafa meira en áttfaldan massa sólarinnar. Í þungum stjörnum er hærra hitastig og meiri þrýstingur sem veldur því að samruni vetnskjarnanna verður mun hraðari.
Þegar vetni er næstum þrotið taka helíumkjarnar að renna saman og mynda kolefni og súrefni innst í stjörnunni en það sem eftir er af vetninu rennur saman í lagi þar utan við.
Þegar helíum tekur að losna úr innsta kjarna stjörnunnar fellur kjarninn saman og þar myndast ógnvænlegur þrýstingur og hitinn hækkar enn til muna. Þar taka kolefnisfrumeindir nú að renna saman en helíumsamruni gerist í laginu utan við innsta kjarnann.
Samruni í fleiri lögum
Þetta ferli heldur áfram og í innsta kjarnanum myndast stöðugt þyngri frumefni. Stjarnan verður smám saman lagskipti líkt og laukur og samruni frumeindakjarna verður á mörkum laganna. Þetta markar uphafið að endalokum stjörnunnar.
Verður sprengistjarna
Á eftir kolefni tekur neon að renna saman, síðan súrefniskjarnar og loks kísill. Við samruna kísilfrumeinda myndast geislvirkt nikkel sem fljótlega sundrast í járn. Engin orka er nú lengur til staðar í innsta kjarna stjörnunnar, þar sem nú er nánast bara járn. Innri hluti stjörnunnar fellur saman undan eigin þunga og stuttu síðar sprengir hún af sér ytri lögin sem sprengistjarna.
Þyngsta stjarnan
R136a1 er þyngsta stjarna sem fundist hefur.
Massi hennar er um 265 sólmassar og ljósið 10 milljón sinnum öflugra.