Náttúran

Útbreidd skoðun um hreinræktaða hunda er nú véfengd af vísindamönnum

Bandarískir vísindamenn spurðu 27.000 hundaeigendur og virðast hafa gert mikilvæga uppgötvun.

BIRT: 15/02/2025

Það þarf að hugleiða ýmislegt ef þú ert að velta fyrir þér að fá þér hund.

 

Meðal þess er hvort hundurinn eigi að vera hreinræktaður eða kannski blendingur.

 

Það hefur verið útbreidd skoðun að kynblendingar séu heilsuhraustari en „skyldleikaræktaðir“ hundar með ættbók. En nú hafa vísindamenn hjá A&M-háskólanum í Texas farið ofan í saumana á þessari fullyrðingu.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa nú verið birtar í vísindaritinu Frontiers in Veterinery Science. Þær byggjast á svörum 27.000 hundaeigenda sem beðnir voru að svara spurningalista.

 

Hreinræktaðir hundar ekki viðkæmari

Reyndar kom í ljós að ákveðin hundakyn voru veikari fyrir sérstökum sjúkdómum en aftur á móti reyndust þeir standast samanburð varðandi almennt heilbrigði og algenga sjúkdóma.

 

Kate Creevy yfirdýralæknir og prófessor við A&M í Texas útskýrir þetta:

 

„Það eru ýmsir vel þekktir sjúkdómar sem hrjá hunda af tilteknum hundakynjum,“ segir hún í fréttatilkynningu.

 

„Þetta hefur ýtt undir þá skoðun að hreinræktaðir hundar séu almennt viðkvæmari fyrir sjúkdómum en það er alls ekki rétt,“ útskýrir hún.

 

Niðurstöðurnar eru hluti langvinnrar rannsóknar á aldri hunda, þar sem sérstaklega var horft til 10 algengustu heilsufarsvandamála 25 vinsælustu hundakynjanna í rannsókninni.

Svona gömul verða mismunandi hundakyn

Bæði stærð og sérstakir ræktunareiginleikar hafa þýðingu varðandi lífslíkur hunda.

1. Franskur bolabítur: 4-6 ár

Flatt trýni og andlit veldur öndunarerfiðleikum og fleiri heilbrigðisvandamálum. Öndunarfærasjúkdómar eru algeng dánarorsök.

2. Stóri Dani: 6-8 ár

Þessir stóru hundar verða sjaldnast nema 6-8 ára og margir lifa skemur. Algengar dánarorsakir eru krabbamein og hjartasjúkdómar.

3. Boxer: 7-10 ár

Boxerhundar lifa yfirleitt 7-10 ár en geta þó örsjaldan orðið 16 ára. Krabbamein er langalgengasta dánarorsökin.

4. Labrador: 10-12 ár

Dæmigerðar lífslíkur eru 10-12 ár en metið er þó 27 ár. Liða- og vöðvasjúkdómar ásamt krabbameini eru algengustu dánarorsakir.

5. Chihuahua: 12-20 ár

Litli kjölturakkinn er meðal þeirra hundakynja sem lifa lengst. Meðal elstu hunda heims um þessar mundir er 21 árs chihuahua-hundur. Hjartagallar eru meðal algengustu dánarorsaka.

Algengustu heilsufarsvandamálin voru:

 

  • Tannsteinn.
  • Hundabit (af völdum annarra hunda).
  • Tannúrtaka.
  • Giardia (einfrumu sníkjudýr sem getur lifað í þörmum og valdið niðurgangi).
  • Slitgigt.
  • Árstíðabundin ofnæmi.
  • Eyrnabólga.
  • Hjartaóhljóð.
  • Brotnar tennur.
  • Ský á auga.

 

Heilsufarsvandamál blendingshunda reyndust í meginatriðum þau sömu en þó með dálitlum frávikum. Slitgigt og tannsteinsmyndun reyndist t.d. svipuð.

 

Hins vegar reyndist nokkru algengara að taka þyrfti tönn úr hreinræktuðum hundum.

 

„Af 53 heilsufarsvandamálum sem tilkynnt voru, reyndust 26 ámóta algeng hjá hreinræktuðum hundum og blendingshundum,“ segir Kate Creevy.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is