Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

Vald er altækt fyrirbæri sem nær til alls samfélagsins. Og það þarf aðeins lítið vald til að hafa mikil áhrif á persónuleikann.

BIRT: 06/03/2023

LESTÍMI:

4 mínútur

Vald teygir anga sína um allt. Það gildir á skólalóðinni, á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og ekki síst í stjórnmálum og alþjóðastjórnmálum: Þegar leiðtogi hernaðarstórveldis ógnar og ræðst inn í vanmáttugri ríki.

 

Áratuga rannsóknir sýna að jafnvel lítill skammtur af valdi getur breytt þér, allt frá því sem þú tekur þér fyrir hendur til þess hvernig blóðið streymir um æðarnar.

 

Vísindamenn hafa m.a.s. uppgötvað hvernig vald getur breytt heilanum svo mikið að það minni á heilaskaða.

 

Hér geturðu séð hvernig valdið setur mark sitt á bæði líkamann og heilann:

 

1. Valdtilfinningin dregur úr samúð

Einn af fremstu sérfræðingum á sviði valdasálfræði heitir Dacher Keltner og er sálfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley.

 

Eftir margra áratuga rannsóknir á því hvernig valdið hefur áhrif á fólk hefur hann sett fram kenningu sem hann kallar „mótsögn valdsins“:

– Að fólk öðlast oft völd vegna starfa sinna að velferð sem flestra með gildi á borð við samúð og samstarfsvilja að leiðarljósi en glatar svo einmitt þessum gildum þegar það kemst til valda.

Á grundvelli bæði eigin rannsókna og annarra segir Keltner að vald geti stundum komið fólki til að viðhafa svipaða hegðun og það hefði orðið fyrir sköddun á ennisblöðum heilans:

 

Þetta fólk verður t.d. fljótara til og á erfiðara með að sjá heiminn frá sjónarhóli annarra.

Það vakti mikla athygli þegar George W. Bush sneri fánanum öfugt (rétt frá sjálfum sér séð), þegar hann vildi hvetja bandaríska sundmenn á Ólympíuleikunum 2008. Fræg rannsókn hefur sýnt að vald gerir fólki erfiðara að sjá hlutina frá sjónarhóli annarra.

Einmitt það atriði sást skýrt í frægri tilraun árið 2006.

 

Þátttakendur voru beðnir að teikna bókstafinn E á enni sér, þannig að aðrir gætu lesið það. Til þess þurfti stafurinn að snúa „rétt“ í augum áhorfenda.

 

Í þessari tilraun kom í ljós að þeir sem upplifðu sjálfa sig sem valdamikla voru þrefalt líklegri til að snúa bókstafnum öfugt, sem sagt rétt ef maður ímyndar sér að maður sjái hann innan úr heilanum.

 

2. Vald stuðlar að eigingirni

Í svonefndri „kökuníðingstilraun“ reyndist ósköp sakleysislegt fat með smákökum sýna hvernig vald getur á einu augnabliki gert fólk eigingjarnt og hömlulaust.

Jafnvel örlítið vald getur breytt persónuleikanum mikið og nánast á augnabliki gert mann eigingjarnan. Þetta sýnir rannsókn sem gerð var 1998 og vísindamenn hafa gefið gælunafnið „kökuníðingstilraunina“.

 

Þátttakendur mættu á rannsóknastofu og var þar skipt upp í þriggja manna hópa. Einn í hverjum hópi var valinn af handahófi og gerður að leiðtoga sem jafnframt fékk það hlutverk að meta hina.

 

Því næst var diskur með fimm smákökum settur á borðið.

Í rannsókninni kom skýrt í ljós að handahófsvaldi leiðtoginn, hafði meiri tilhneigingu til að taka sér smáköku aukalega.

Reyndar borðaði leiðtoginn ekki bara fleiri smákökur, heldur líka af meira tillitsleysi, kjamsaði með opinn munn og hafði síður áhyggjur af mylsnu á borðinu.

 

Hið síðastnefnda var einkum áberandi meðal karlmanna í leiðtogahlutverki.

 

3. Vald breytir heilanum

Örlítil brosvipra í öðru munnvikinu, áhyggjulaus hlátur sem léttir andrúmsloftið eða maður kinkar kolli uppörvandi.

 

Við erum stöðugt að tjá okkur við aðra með smávægilegum hreyfingum. Og mannsheilinn er búinn sérstökum taugafrumum, svonefndum spegilfrumum sem valda því að við erum stöðugt að endurspegla hreyfingar annarra, ekki ósvipað og við hefðum tekið upp á þeim sjálf.

 

Spegilfrumur eru flestar í fremsta hluta heilabarkarins. Og þessar frumur gera okkur kleift að líkja eftir líkamstjáningu annarra í samtali og auka þannig skilning á atferli og fyrirætlunum á báða bóga.

Þú speglar aðra stöðugt

Spegilfrumur voru fyrst uppgötvaðar í tilraun með resusapa árið 1992. Í bæði öpum og mönnum eru spegilfrumurnar einkum í heilaberkinum.

Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem við notum m.a. til að skipuleggja og hafa stjórn á hreyfingum. Á myndinni sést nýfæddur makakapi.

Jafnframt sjá spegilfrumurnar til þess að virkja sömu heilastöðvar og hjá þeim sem upphaflega framkvæmir hreyfinguna – jafnvel þótt við framkvæmum hana ekki sjálf.

 

Ef þú situr t.d. í farþegasætinu við hliðina á bílstjóra, má sjá virkni í sömu heilastöðvum ykkar beggja.

 

Rannsókn frá árinu 2014 afhjúpaði að spegilfrumurnar sýna mun minni virkni hjá fólki sem hefur völd.

 

Í þessari rannsókn voru þátttakendur látnir horfa á myndskeið af hönd sem klemmist saman um bolta og á meðan fylgdust vísindamennirnir með heilavirkninni með hjálp sérstaks skanna sem fylgdist með starfi taugafrumnanna.

 

Nú sást greinilega að hreyfistöðvar heilans sem sjá um hreyfingar og vöðvavirkni í líkamanum, urðu stórum mun minna virkar í því fólki sem taldi sig sjálft hafa einhver völd.

Þetta gerðu vísindamennirnir

Áður en þátttakendur voru látnir horfa á myndskeiðið var beitt sérstakri aðferð til að athuga áhrif valds á einstaklinginn og þátttakendum skipt í tvo hópa:

– Annar hópurinn var beðinn að hugsa um síðustu fimm ár og skrifa stutta frásögn af aðstæðum þegar þeim hefði fundist þeir hafa vald yfir öðrum.

 

– Hinn hópurinn var beðinn að hugsa um síðustu fimm ár og skrifa stutta frásögn af aðstæðum þegar þeim hefði fundist aðrir hafa vald yfir sér.

4. Blóðið streymir hraðar í valdafólki

Eitt mikilvægasta hlutverk blóðsins er að sjá frumum líkamans fyrir súrefni frá lungunum og flytja koltvísýring til baka. Um þetta sjá rauðu blóðkornin sem eru full af hinu járnríka prótíni hemóglóbíni.

Af líffærunum er heilinn sérlega orkufrekur. Þótt hann sé aðeins um 2% af líkamsþyngdinni, fara 20% af súrefnisnotkun líkamans til hans.

 

Og einmitt súrefnis- og næringarefnaflutningar til heilans virðast ganga hraðar hjá fólki í valdastöðum.

 

Það var alla vega niðurstaða rannsóknar frá 2013. Þar komust vísindamenn hjá Kaliforníuháskóla að því súrefnisríkt blóð flæði hraðar frá hjartanu til heilans í fólki sem falið er einhvers konar vald yfir öðrum, t.d. lögreglumönnum.

BIRT: 06/03/2023

HÖFUNDUR: Nanna Vium

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Getty Images, © Wikimedia Commons

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is