Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Í einstæðri tilviksrannsókn lýsa læknar því hvernig fóstur með fingur og vísi að fótum var fjarlægt úr lítilli stúlku í Kína.

BIRT: 21/03/2024

Síðan á 9. áratug síðustu aldar hefur tvíburafæðingum fjölgað um þriðjung á heimsvísu.

 

Eineggja tvíburar myndast þegar eggfruma skiptir sér í tvennt innan 14 daga frá frjóvgun. Aðrar tvíburameðgöngur stafa af því að tvö egg frjóvgast á sama tíma.

 

Í afar fátíðum tilvikum fer eitthvað úrskeiðis þannig að annar tvíburinn endar inni í líkama hins. Ástæðuna þekkja vísindamenn ekki.

 

Nú hafa læknar hjá Fudan háskólasjúkrahúsinu í Shanghai gefið út einstæða tilviksrannsókn þar sem þeir lýsa því hvernig þess háttar „sníkjufóstur“ var fjarlægt úr heila kínverskrar stúlku þegar hún var aðeins ársgömul.

 

Tilviksskýrslan birtist í vísindatímaritinu Neurology og þar lýsa læknarnir hreyfierfiðleikum stúlkunnar og of stóru höfði.

 

CT-skannanir af höfði stúlkunnar sýndu að heilinn var samanpressaður og mikil vökvasöfnun var í holrýmum heilans.

 

Í skýrslunni er ekki mikið um nákvæmar lýsingar á smærri atriðum, né heldur lýsingar á núverandi heilsufari stúlkunnar. En læknarnir lýsa því að aðgerðin hafi verið framkvæmd og hún hafi leitt í ljós sjaldgæft atriði þess sem á latnesku læknamáli kallast „fetus in fetu“ eða „fóstur í fóstrinu.“

Fóstur gleypir eigin tvíbura

Fyrirbrigðið fetus in fetu gerist snemma á meðgöngu, eftir að frjóvgað egg hefur skipt sér í tvennt.

1. Skipting myndar tvíbura

Þegar eggfruma skiptir sér innan 14 daga frá frjóvgun myndast tvö egg með nákvæmlega sama erfðaefni. Venjulega verða úr þeim eineggja tvíburar.

2. Annað eggið gleypir hitt

Af óþekktum ástæðum kemur fyrir að eitthvað fari úrskeiðis við skiptinguna, þannig að annað eggið umlykur hitt. Þar með hefur annar tvíburinn tekið hinn inn í líkama sinn.

3. Dulið fóstur lifir sníkjulífi

Á meðgöngunni fær innilukta fóstrið næringu frá stærri tvíburanum og lifir þannig sníkjulífi. Þróun sníkjufóstursins stöðvast þó yfirleitt innan þriggja mánaða.

Myndir frá aðgerðinni sýna að auki að sníkjufóstrið hefur þróað efri útlimi og fingur voru teknir að myndast en að öðru leyti var það afar vanþroskað.

Á CT-skannamyndum sáu læknarnir að sníkjutvíburinn þrýsti á heila litlu stúlkunnar. Sníkjufóstrið reyndist hafa þroskað hryggsúlu, lærbein og sköflunga (C). Á mynd D sést vanþroskaða fóstrið með handleggi og frumstig fingra.

Áætlað er að fyrirbrigðið fetus in fetu gerist í einni af 500.000 eineggja-tvíburameðgöngum en uppruni þeirrar ágiskunar er reyndar óþekktur. Oftast sest sníkjufóstrið að í kviðarholi og sníkjufóstur í heila er því gríðarlega sjaldgæft.

 

Það er þó ekki alveg óþekkt. Árið 1982 gáfu læknar við háskólasjúkrahús í London út tilviksskýrslu þar sem þeir lýstu því hvernig 14 sentimetra langt fóstur var fjarlægt úr heila aðeins sex vikna gamals drengs sem líka var óeðlilega höfuðstór.

 

Í Londonrannsókninni lýstu læknarnir því hvernig sníkjutvíburinn hafði þroskað höfuð, bol og útlimi. Í þeirri skýrslu var jafnframt tekið fram að drengnum heilsaðist vel 18 mánuðum eftir aðgerðina.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock,© Shutterstock & Lotte Fredslund, © Neurology,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Merkúr: Plánetan án árstíða 

Náttúran

Topp 5 – Hvaða dýr hafa lengstar tennur?

Dýr

Svarta ekkjan deyðir með afar sterku ofureitri

Náttúran

Tilheyra dýr ólíkum blóðflokkum, líkt og menn?

Maðurinn

Er það virkilega rétt … að hægt sé að brjóta gler með röddinni?

Náttúran

Hvað verður um mann í lofttómu rúmi?

Maðurinn

Vísindamenn slá því föstu: Seigla er lykillinn að velgengni barna

Lifandi Saga

Kortagerðarmaður gerði jörðina flata – aftur

Lifandi Saga

Japanska Titanic gleymdist

Maðurinn

Vísindamenn kynna: Þessi einfaldi siður getur gert okkur hamingjusamari

Maðurinn

Stór rannsókn: Bresk fyrirtæki taka vel í fjögurra daga vinnuviku.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is