Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Fyrir um 3.000 árum smíðuðu Grikkir risavaxinn tréhest til að ráðast inn í Tróju samkvæmt gríska sagnaskáldinu Hómer. En sérfræðingar eru í vafa um merkingu orða skáldsins og efast um að tréhesturinn hafi í raun og veru verið til eða verið hestur. 

BIRT: 05/03/2025

Sagan um Trójuhestinn er þekkt frá hinu forngríska sagnakvæði Odysseifskviða frá um 700 f.Kr. Þar greinir höfundurinn Hómer frá grískum hermönnum sem hyggjast ná borginni Tróju á sitt vald og leyndust til þess inni í tréhesti. 

 

Hvort Grikkirnir hafi í raun og veru notað tréhest er vafasamt að mati sagnfræðinga. Hesturinn var einungis nefndur rétt í framhjáhlaupi af Hómer og fyrstu eiginlegu frásagnir af honum festar á blað 600-700 árum síðar. 

 

Auk þess hafa fræðimenn ekki fundið neinar fornminjar sem stutt geta tilvist hestsins og í dag eru sérfræðingar nokkuð sammála um að annað hvort beri að líta á hestinn sem myndlíkingu eða þá að þarna sé einhver málfræðilegur misskilningur í gangi.

 

Ein tilgáta er sú að tréhesturinn hafi í raun og veru verið umsátursvopn. Mörg söguleg umsátursvopn eru nefnd eftir dýrum – t.d. hrútum – og eins er vitað að slík vopn voru stundum klædd með votum hrossahúðum til að varna því að kviknaði í þeim. 

 

Þess vegna er mögulegt að Hómer hafi verið að fjalla um venjulegan umsátursturn og líkt honum við tréhest. 

Líkan af tréhestinum var smíðað fyrir Hollywood-myndina Troy (2004) og stendur það núna í tyrkneska bænum Canakkale þar sem Trója lá.

Önnur tilgáta segir að hesturinn gæti hafa verið skip. Sérfræðingar benda m.a. á að Hómer talar um skip sem „sæhesta“ í Odysseifskviðu og að sagnaritarar fortíðar hafi lýst tréhestinum með sömu hugtökum og eru gjarnan notuð við skipasmíðar. 

 

Sambærilegt fagmál var þannig notað til að útskýra hvernig Grikkirnir gengu um borð í tréhestinn. 

Í meira en 100 ár hafa fornleifafræðingar deilt um hið fræga sögukvæði Hómers, Ilíonskviðu sem segir frá falli hinnar glæstu borgar, Tróju. 

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Shutterstock.com/Sergii Figurnyi.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is