Náttúran

Vetrarsólstöður 2023: Stysti dagur ársins

Eftir vetrarsólhvörf sem eru þann 22. desember, fer daginn aftur að lengja.

BIRT: 19/12/2023

Vetrarsólhvörf gefa til kynna stysta dag ársins

Föstudaginn 22. desember 2023 eru vetrarsólhvörf á norðurhveli jarðar og næsta dag þar á eftir fer daginn aftur að lengja.

 

Í Reykjavík nýtur dagsbirtu aðeins í fjórar klukkustundir og níu mínútur þann dag.

 

Strax næsta dag mun daginn hafa lengt um nokkrar sekúndur.

Þann dag sem vetrarsólhvörf lenda á verður Norðurpóllinn sveipaður myrkri allan sólarhringinn.

Hvað eru vetrarsólstöður?

Orðin sólstöður og sólhvörf merkja það sama.

 

Vetrarsólstöður á norðurhveli jarðar er sá tími þegar norðurmöndull jarðar hallar eins mikið frá sólu og hugsast getur og fær fyrir vikið á sig hvað minnsta dagsbirtu.

Vetrarsólstöður á norðurhveli jarðar.

Fyrirbærið gerir vart við sig sökum þess að möndull jarðar snýr ekki hornrétt við sólu, heldur er með halla á bilinu 21,8 og 24,4 gráður.

 

Hversu mikill halli jarðar er, breytist á 40.000 ára fresti. Sem stendur nemur halli jarðar 23,44 gráðum.

 

Þann dag sem vetrarsólhvörf verða, ræður halli jarðar því að norðurpóllinn snýr eins langt frá sólu og hugsast getur á ferð jarðar kringum sólina.

 

Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Sumarsólstöður marka hins vegar nyrstu og hæstu stöðu sólar á himni. Jafndægur kallast það svo þegar staða sólar er miðja vegu milli sólhvarfa.

Halli jarðar gerir það að verkum að sól rís og sest á ólíkum tímum á einu ári. Árið skiptist í fjóra hluta, með tilliti til stöðu sólar: 1. Vorjafndægur, 2. Sumarsólstöður, 3. Haustjafndægur og 4. Vetrarsólstöður.

Hvenær eru vetrarsólstöður?

Hinar eiginlegu vetrarsólstöður eiga sér stað 22. desember  klukkan 03:27.

 

Sól í aukalegar þrjár mínútur

Fram að sumarsólstöðum sem verða hinn 21. júní á næsta ári, mun daginn lengja að meðaltali um 3 mínútur og 20 sekúndur á sólarhring

.

Fyrst eftir vetrarsólstöður lengir daginn hvað minnst en í mars, í kringum vorjafndægur, lengist dagurinn sem nemur um fimm mínútum dag hvern.

 

Sólhvörf eiga sér stað á sama tíma hvar á jörðu sem er en gera þarf ráð fyrir breytilegum tímasetningum á ólíkum stöðum.

Sólstöðum – vetrarsólstöðum og sumarsólstöðum – var í heiðni fagnað með hátíðarhöldum tvisvar á ári.

Þegar við hér á norðurhveli jarðar gleðjumst yfir því að daginn taki að lengja eftir vetrarsólhvörf er allt á haus á suðurhveli, því þar eru sólhvörf í desember til marks um lengsta dag ársins og að senn fari daginn að stytta.

 

Sólstöðuhátíðir á Norðurlöndunum

Á Norðurlöndunum var sólstöðum gjarnan fagnað með sólstöðuhátíðum. Þessar hátíðir voru eðlilega haldnar tvisvar á ári, í tilefni þess að daginn tók að lengja eða stytta.

 

Í heiðni kallaðist vetrarsólstöðuhátíðin „jól“ en þau voru haldin á bilinu 13.-15. janúar.

 

Orðið jól sem við öllum vitum hvað táknar í dag, eiga sem sé rætur að rekja til sama orðs sem táknaði eitt sinn heiðna vetrarsólstöðuhátíð.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JAKOB MIKAEL ESPERSEN

Shutterstock,© Lasse Alexander Lund-Andersen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is