Náttúran

Við höfum verið uppáhaldsfæða lúsarinnar í 25 milljón ár: Forn blóðbönd

Lýsnar skríða nú um á höfði barna á leikskólum um heim allan. Sem betur fer er þessi leiða óværa ekki bara til ama, því í ljós hefur komið að kvikindið hefur reynst vera hrein gullnáma þekkingar um þróunarsögu mannkyns.

BIRT: 29/09/2023

Á fjórða áratug liðinnar aldar framkvæmdi skordýrafræðingurinn Henry Ellswort Ewing einfalda tilraun í dýragarðinum þar sem hann bjó. Hann krækti sér í lús eina af fjarskyldum apa og leyfði henni að sjúga blóð úr húð sinni. Lúsin dó strax. Ewing endurtók tilraunina með lús af bavíana með sömu niðurstöðu.

 

Þessi fábrotna tilraun sannaði fyrir Ewing að þessi litlu blóðsjúgandi kvikindi eru svo mikið aðlöguð að hýsli sínum að þau geta ekki lifað á framandi lífverum.

 

Þessi sérhæfða tegundabundna aðlögun hefur þróast með ótal milljörðum kynslóða lúsanna. Það er einmitt þetta nána samband lúsanna við hýsla sína sem á síðustu árum hefur kveikt áhuga fræðimanna, einkum þá sem rannsaka ættartré og þróun tegunda.

 

Lýs hafa nefnilega að geyma sannkallaða gullnámu þekkingar; allt frá því hvernig sóttkveikjur dreifast, til þess hvenær manneskjan hóf að sveipa sig klæðum. Þannig geta þessi kláðakvikindi átt ríkan þátt í að kortleggja fyrstu skrefin í þróunarsögu mannkyns.

 

Lúsin kemst á blóðbragðið

Saga lúsarinnar hefst fyrir um 130 milljón árum þegar dýrið kemur fyrst fram. Vísindamenn hafa ályktað þetta út frá samanburði á genarunum frá mismunandi lúsategundum.

 

Á krítar-tímanum fyrir um 70 milljón árum jókst fjöldi spendýra og fugla gríðarlega. Allar þessar nýju tegundir fólu í sér fjölmörg ný búsvæði fyrir sníkla. Fyrir vikið tóku ólíkar lúsategundir að dreifa sér milli dýrategunda og sérhæfðu sig í aldanna rás.

3.000 mismundandi tegundir lúsa hafa verið greindar. Flestar eru þær sérhæfðar til að lifa á tiltekinni dýrategund.

Um þessar mundir telja tegundir lúsa meira en 3.000 sem sníkja á hinum og þessum spendýrum og fuglum en eru vafalítið fleiri. Það á einnig við um prímata sem komu á matseðil lúsanna fyrir einhverjum 25 milljón árum.

 

Lúsin hefur þannig fylgt þróun mannkyns í gegnum alla þróunarsögu okkar en það var samt einungis fyrir um 350 árum sem við komum auga á þetta vængjalausa skordýr.

 

Með harla frumstæðum smásjám gátu náttúrufræðingar þess tíma loksins teiknað upp nákvæma mynd af þessu litla sníkjudýri.

 

Sérhæfðir munnlimir þess og flatur búkur gerðu mönnum örðugt að fjarlægja óværuna, þegar hún hefur náð að krækja sér í hár. Fræðimennirnir gátu jafnframt sannreynt að litur lúsarinnar breyttist, allt eftir því hvenær dagsins hún hafði sogið blóð.

 

Síðar uppgötvuðu þeir einnig að litarefni lúsarinn laga sig að hári og hársverði hýsils hennar.

 

Eggin koma í ljós

Þegar lúsin var sett undir smásjána varð ljóst að hún, rétt eins og önnur skordýr, er með sinn lífsferil með mökun, varpi eggja og nýjum afkvæmum. Þessi þekking gaf færi á nýjum inngripum.

Lúsaegg eru sporöskjulaga og um 0,8 mm löng. Þau eru nánast gagnsæ eða húðlituð og sitja svo kyrfilega föst á hárinu að erfitt er að rífa þau laus.

Áður hafði manneskjan barist við ósýnilegan kláða en nú gátu menn beinlínis séð þessi litlu egg og þ.a.l. útrýmt þeim.

 

Sú varð svo sannarlega ekki raunin, enda er lúsin útbreidd um heim allan.
Það stafar einkum af þeirri nánu aðlögun sem lúsin hefur tileinkað sér í óratíma og sést hvað best í því hvernig líffæri hennar eru sérhæfð:

 

Á fótum hennar eru öflugar klær og „þumalfingur“ sem gerir henni kleift að ríghalda í eitt stakt hár. Flatur búkurinn og þetta heljartak hefur reynst mönnum nokkuð ofviða, þegar lúsin hefur yfirhöfuð komið sér fyrir í hári manna.

Lúsin er byggð fyrir líf í hári

Lúsin er vængjalaust skordýr með flatan búk og jafnan um 2,5-3 mm á lengd. Helsti styrkur hennar felst í öflugum klóm sem gera henni kleift að ferðast um hársvörðinn.

1. Rörakerfi dreifir súrefni

Lúsin er ekki með lungu en dregur andann með kerfi röra. Á afturbolnum eru lítil loftgöt sem tengjast andpípum og sjá dýrinu fyrir súrefni. Nýjustu lúsalyfin blokkera þessi öndunarop og dýrið kafnar.

2. Klifrað um á klónum

Stuttir og öflugir fætur gera lúsinni kleift að klifra hratt eftir hárinu. Á endum þeirra eru sterkar klær sem lúsin notar til að ríghalda í hárið og því ekki hægt að greiða hana úr hárinu.

3. Munnlimir gata hársvörðinn

Munnlimir lúsarinnar eru sérhæfðir í að þrengja sér í gegnum húðina og sjúga blóð. Munnlimirnir eru samsettir úr þremur hvössum bíldum sem skera sér leið í gegnum húðina en dragast inn í hausinn þegar lúsin er búin að fá fylli sína.

4. Blóð litar kvikindið

Húð lúsarinnar er hálfgagnsæ eða gráleit og því erfitt að sjá hana – einkum í dökku hári. Gagnsæ húðin veldur því að litur blóðsins gerir hana rauðleita skömmu eftir að hún hefur sogið blóð.

 

Lúsin er byggð fyrir líf í hári

Lúsin er vængjalaust skordýr með flatan búk og jafnan um 2,5-3 mm á lengd. Helsti styrkur hennar felst í öflugum klóm sem gera henni kleift að ferðast um hársvörðinn.

1. Rörakerfi dreifir súrefni

Lúsin er ekki með lungu en dregur andann með kerfi röra. Á afturbolnum eru lítil loftgöt sem tengjast andpípum og sjá dýrinu fyrir súrefni. Nýjustu lúsalyfin blokkera þessi öndunarop og dýrið kafnar.

2. Klifrað um á klónum

Stuttir og öflugir fætur gera lúsinni kleift að klifra hratt eftir hárinu. Á endum þeirra eru sterkar klær sem lúsin notar til að ríghalda í hárið og því ekki hægt að greiða hana úr hárinu.

3. Munnlimir gata hársvörðinn

Munnlimir lúsarinnar eru sérhæfðir í að þrengja sér í gegnum húðina og sjúga blóð. Munnlimirnir eru samsettir úr þremur hvössum bíldum sem skera sér leið í gegnum húðina en dragast inn í hausinn þegar lúsin er búin að fá fylli sína.

4. Blóð litar kvikindið

Húð lúsarinnar er hálfgagnsæ eða gráleit og því erfitt að sjá hana – einkum í dökku hári. Gagnsæ húðin veldur því að litur blóðsins gerir hana rauðleita skömmu eftir að hún hefur sogið blóð.

Að sama skapi hefur manneskjan gripið til ótal ráða í von um að ráða niðurlögum sníkjudýrsins.

 

Barátta lífvera við sníkjudýr er þannig talin vera mikilvæg þróunarbreyta og kann að tengjast því hvernig forfeður okkar misstu pels sinn þannig að nú erum við „naktir apar“.

 

Lúsatínsla simpansa snýst þó meira um að tryggja gott samband við tegundafélaga sína, fremur en að losna endanlega við lúsina. Og lýs okkar eru náskyldar.

 

Lúsin reiðir sig á okkur

Þekktasta lús okkar manna kallast jafnan bara lús en nánar tiltekið nefnist hún höfuðlús.

 

Fræðimenn vita nú með vissu að höfuðlúsin sótti fyrst lúsa á menn í árdaga mannkyns. Síðan hefur hún lagað sig að mannshárinu og hársverði í slíkum mæli að lúsin getur aðeins lifað í fáeinar stundir fjarri þessu kjörlendi sínu.

David Reed við Náttúrusögusafnið í Flórída er meðal fremstu lúsafræðimanna heimsins.

 

Hann hefur margoft á síðasta áratug birt athyglisverðar vísindagreinar sem flestar byggja á erfðafræðilegum greiningum á venslum lúsanna en þær telja 69 mismunandi tegundir.

 

Með því að rannsaka frávik innan þessara tegunda geta Reed og kollegar hans endursmíðað ættartré sníkjudýranna. Fyrir vikið geta þeir áætlað hversu langt aftur í tímann tilteknar lúsategundir greindust í sundur.

 

Þetta líkan Reeds og félaga sýnir að lús simpansa, Pediculus shaeffii, deildi sama ættföður og lús okkar, Pediculus humanus, fyrir um sex milljón árum síðan. Þessi vitneskja er enn eitt púslið í sögu mannkyns.

Kláði í þrjár milljónir ára

Höfuðlúsin hefur fylgt manninum allt frá því að hann klifraði niður úr trjánum. Seinna þróaðist hún yfir í líkamslús og svo fengum við annað lúsaafbrigði frá górillum.

Fyrir 130-70 milljón árum

Lúsin kemur fram fyrir um 130 milljón árum og fyrir 70 milljón árum greinist lúsin í mismunandi tegundir og dreifir sér milli dýrategunda. Fyrir 25 milljón árum byrjar langt samlífi lúsarinnar með prímötum.

Fyrir 12 milljón árum

Lús górillunnar greinist frá þeim lúsum sem verða að manna- og simpansalúsum. Fyrir 3,3 milljón árum fær einn forfaðir manna, Australopithecus, lús górillunnar í sitt föruneyti. Sú lúsategund heldur til í kynhárunum og nefnist nú flatlús.

Fyrir 6 milljón árum

Forfeður manna og simpansa greinast í sundur. Hið sama gera lýsnar með höfuðlúsinni og simpansalúsinni. Fyrir einhverjum 100.000 árum fer manneskjan að klæðast fötum sem mynda búsvæði fyrir nýja gerð af lúsum, líkamslúsina.

17. öld

Hollendingarnir Zacharias Jansen og Antoine van Leeuwenhoek finna upp smásjána og árið 1664 birtir vísindamaðurinn Robert Hooke teikningu af lús á mannshári sem hann sá með smásjá sinni.

Sérfræðingar voru áður nokkuð á sama máli um að ættfaðir manna hafi klofið sig frá simpönsum á svipuðum tíma og rannsókn Reeds rennir styrkari stoðum undir þær ályktanir.

 

Auk þess telja margir sérfræðingar að einn þáttur í þeirri þróun sem stuðlaði að hárleysi okkar hafi verið mótleikur manna í því endamiði að losna við margvíslega sníkla. Enginn pels, engin lús.

 

Það má því teljast kaldhæðni örlaganna að maðurinn endaði með fleiri lúsategundir en margir aðrir apar.

 

Nokkuð sem má mögulega skýra með dreifðum hárvexti á höfði, í klofi og undir handarkrikum manna. Þegar mannkyn tók að klæðast skinnklæðum voru ný möguleg búsvæði blóðsjúgandi lúsa komin til sögunnar.

 

Górillan gaf okkur flatlúsina

Höfuðlúsin hefur þannig verið förunautur okkar frá fornu fari en nokkru síðar bættist flatlúsin, Pthirus pubis, við sníkjudýraflóru okkar.

 

Rannsóknir á DNA-rusli flatlúsarinnar sýna að upprunalega var þetta górillulús sem hóf að sjúga blóð okkar fyrir um 3,3 milljón árum. DNA-rusl samanstendur af genarunum í erfðaefninu sem kóða ekki með beinum hætti framleiðslu prótína.

 

Stökkbreytingar í ruslinu hafa þannig enga skyndilega verkun á lífveruna. Til lengri tíma litið geta þær hinsvegar gert það. Þannig má segja að stökkbreytingar í erfðaruslinu skrái með sínum hætti þróunarsögu erfðanna.

 

Og það er einmitt sú saga sem veldur því að fræðimenn standa frammi fyrir nokkrum ráðgátum:

Þrátt fyrir 3,3 milljón ára aðskilnað eru flatlúsin og górillulúsin afar líkar. Flatlúsin var upprunalega górillulús sem færði sig yfir á manneskjuna.

Ein er sú að meðan manneskjan hefur verið með lúsarafbrigði af górillulúsinni í 3,3 milljónir ára, þá skildu leiðir górilla og forfeðra manna langtum fyrr.

 

Þannig greindumst við frá górillum fyrir heilum 12 milljón árum en það felur í sér að lús górillunnar hefur fundið leið til manneskjunnar milljónum ára eftir að þessir tveir prímatar héldu hvor sína leið í ættartrénu.

 

Hvernig flatlúsin fann svo nýtt búsvæði hjá okkur er ennþá nokkur ráðgáta, þar sem flatlús smitast einkum í gegnum samfarir.

 

Samkvæmt því myndi nærtækt og nokkuð viðurstyggilegt svar vera það, að forfeður okkar hafi stundað kynmök með górillum í langan tíma. Það er þó vart sennilegt og sérfræðingar hallast fremur að því að þessar fornu mannverur hafi stundað veiðar á górillum og þannig hafi sníkillinn náð að færa sig yfir á forfeður okkar.

 

Þá má því kannski segja að flatlúsin hafi verið karmísk hefnd þeirra górilla sem voru drepnar.

 

Kynhárin líkjast górillupelsi

Þar sem lýs eru afar sérhæfðar og aðlagaðar hýslum sínum og geta sjaldnast lifað á öðrum tegundum ætti górillulúsin hreint ekki að vera fær um að lifa af án manneskjunnar. Hluta svarsins er að finna í mismunandi háragerð manna.

 

Flatlús getur þannig ekki spjarað sig í hársverðinum á höfðinu. Flatlúsin býr í klofinu og kynhárin minna töluvert mikið á háragerð górilluapa og hefur líklega gert það í mun ríkari mæli fyrir einhverjum 3,3 milljón árum.

Útbreiddur rakstur við kynfærin gerir flatlúsinni erfitt fyrir að finna viðeigandi búsvæði.

Hárin í klofinu og á nærliggjandi svæðum á mönnum hafa þannig verið búsvæði sem lús górillunnar sætti sig við þótt kjörlendið væri minna heldur en á fyrra heimili lúsarinnar. Því miður fyrir flatlúsina á þetta búsvæði nú undir högg að sækja víðs vegar í heiminum.

 

Það tíðkast nú að bæði strákar og stelpur séu farin að raka sig við kynfærin og nokkrar rannsóknir hafa sýnt að þetta veldur miklum vanda fyrir flatlúsina, enda er nánast búið að útrýma henni á konum margs staðar í hinum vestræna heimi.

 

Líkamslúsin er mesta óværan

Allt eftir því sem hárum fækkaði á mönnum þrengdist stöðugt meira að lúsinni. Því má það teljast vera mikil gæfa fyrir lúsina þegar menn tóku síðan að klæðast flíkum. Í fyrstu úr skinni og síðar vefnaði. Þá má segja að nýr glæstur kafli hafi hafist í sögu lúsarinnar.

 

Nokkrar fyrirhyggjusamar lýs lögðu undir sig þetta nýja búsvæði en þar sem lúsin var ekki aðlöguð lífi í klæðum hafa vafalítið fjölmargar drepist í þessari nýlendutilraun þeirra.

 

En fyrir þær sem eftir lifðu reyndist hlutskiptið harla gott. Þarna þróaðist nýtt húsnæði þar sem samkeppnin um pláss og fæði var langtum minna á klæðunum heldur en á höfðinu.

 

Áður töldu vísindamenn að líkamslús væri í raun önnur undirtegund. Menn hafa deilt um þetta allt frá því á miðri 18. öld og ekki er enn komin einhlít niðurstaða.

 

En það er sífellt fleira sem bendir til þess að höfuð- og líkamslús sé ein og sama tegundin.

Líkamslýs leynast í fötum og á húð og bit þeirra geta verið afar óþægileg.

Hvað gen þeirra varðar virðist ekki mögulegt að greina á milli líkamslúsa og höfuðlúsa þrátt fyrir að lífsferli þeirra, atferli og stærð sé ekki hið sama.

 

Þetta þýðir að líkamslús er í raun höfuðlús sem hefur fundið sér ný búsvæði.

 

Mannfræðingar og aðrir sérfræðingar hafa staðfest þetta og greint tiltekið mynstur hvað eftir annað: Þar sem mikil fátækt ríkir og aðstæður eru slæmar kemur líkamslúsin ævinlega fram eftir að höfuðlús hefur dreift sér.

 

Höfuðlúsin hefur þannig þróað með sér þann sérstaka eiginleika að geta flust búferlum yfir á klæði ef að réttu eða öllu heldur frá sjónarhóli manna séð, röngu aðstæður eru til staðar.

 

Líkamslús finnst oft í fangelsum, flóttamannabúðum og á öðrum stöðum þar sem hreinlæti er ábótavant.

 

Ástandið fer þannig frá því að vera slæmt yfir í að vera beinlínis hættulegt, því þegar höfuðlúsin fer að hegða sér sem líkamslús er hún oftar en ekki mun meiri smitberi.

 

Í slíkum farsóttum hefur þannig komið í ljós að lúsin getur borið bakteríuna Y. pestis sem orsakaði pláguna miklu.

 

Í dýratilraunum hafa vísindamenn séð hvernig lýs geta smitað þessari skæðu bakteríu frá sjúkum kanínum til heilbrigðra sem þá drepast á fáeinum dögum.

 

Ekki er þó vitað hvaða hlutverki líkamslúsin gegnir miðað við aðra smitbera, eins og t.d. rottur sem einnig þrífast þar sem fátækt er mikil, enda er algengt að farsóttir spretti fram úr slíkum aðstæðum.

 

Klæðin komu manninum út úr Afríku

Auk plágunnar er líkamslúsin líklega einnig smitberi fyrir m.a. flekkusótt og skotgrafasótt. Því er auðvelt að álykta að líkamslúsin sé einvörðungu til skaða en þó er rétt að geta þess að á einu sviði gagnast hún þó vísindum.

LESTU EINNIG

Vísindamenn hafa lengi rætt og deilt um hvenær menn tóku að sveipa sig klæðum og eru ekki á einu máli í þeim efnum.

 

Sumir telja manneskjuna hafa byrjað að sveipa sig skinnklæðum fyrir þremur milljónum ára, meðan fornleifafundir á frumstæðum saumnálum benda til að ævintýri okkar með vefnað byrjaði fyrir 40.000 árum. Þetta er mikilvæg spurning því notkun klæða kann að sýna hvenær forfeður okkar yfirgáfu Afríku.

 

Nú eru útlit fyrir að Melissa Toups við Indiana University hafi fundið svarið. Árið 2011 bar hún saman fjögur gen, annars vegar höfuðlúsarinnar og hins vegar líkamslúsa og niðurstöður hennar benda til að líkamslúsin hafi dúkkað upp fyrir milli 83.000 og 170.000 árum.

 

Þar sem líkamslúsin dvelur og fjölgar sér í klæðum leiða vísindamenn líkum að því að það sé innan þessa tímabils sem manneskjan tók að verja sig með skinnklæðum ásamt því að notkun þeirra hafi fyrst komið fram með nútímamanninum sem þróaðist í Afríku undir lok Pleistocene tímabilsins og hélt áfram að þróast.

 

Klæðin gegndu þannig ákaflega mikilvægu hlutverki fyrir getu manna til að fara út úr Afríku og dreifa sér norður á bóginn þar sem loftslag var kaldara – fyrir nakinn apa hefði þetta verið ógjörlegt.

170.000 ár eru frá því að manneskja tók að klæðast fötum – og líkamslúsin kom fram á sjónarsviðið.

En þessi útþenslustefna kostaði sitt og manneskjan hefur þurft að greiða hátt gjald fyrir bæði klæði og útbreiðslu sína með því að vera undirlögð af líkamslús og meðfylgjandi sjúkdómum.

 

Sem betur fer er líkamslúsin orðin fágætur gestur í mestum hluta heims. En allra fátækustu þjóðirnar eiga enn langt í land og líkamslúsin á það til að dúkka upp þar sem stríð og öngþveiti ríkir.

 

Auk þess er lúsin – eins og mörg önnur dýr með skamman lífsferil – dugleg við að þróa ónæmi jafn hratt og manneskjan finnur upp ný lúsalyf.

 

Allt bendir því til að lúsin sé komin til að vera með okkur mönnunum, nema því aðeins að við förum að raka allt hár af okkur.

 

En þegar allt kemur til alls þá erum við mennirnir líklega svo hégómlegir að við viljum heldur halda okkar fallega hári, fremur en að losna við lúsina.

HÖFUNDUR: LENNART KIIL

Shutterstock,© The Natural History Museum/Alamy/ImageSelect,© S. Plailly/E. Daynes/SPL,© The Print Collector/Alamy/Ritzau Scanpix,© London Scientific Films/Getty/The Natural History Museum/Alamy/ImageSelect,© CID, ISM/SPL

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is