Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Greiningar á þúsundum meira en 800 ára gamalla tanna sýna að tannhirða Svía var tiltölulega þróuð á víkingaöld.

BIRT: 10/09/2024

Fæstir ná að lifa heila ævi án þess að þurfa til tannlæknis, annað hvort til að fá gert við tannskemmdir eða draga út endajaxla.

 

Tannskemmdir eru meðal helstu tannhirðuvandamála nú og voru það líka fyrir rúmum þúsund árum, þegar fjölbreytt fæði, kjöt, brauð, hnetur og mjöður, gat bitnað á tönnunum.

 

Það þurfti talsvert þróaðar aðgerðir til að vinna bug á tannskemmdum. Þetta sýnir rannsókn sem gerð var við Gautaborgarháskóla.

 

Hópur vísindamanna rannsakaði tennur og kjálka úr alls 171 einstaklingi frá víkingaöld, nánar tiltekið frá 10. og 12. öld.

 

Samtals voru rannsakaðar 3.292 tennur sem fundust við uppgröft við steinkirkju kristinna og í kirkjugarði að baki klausturkirkjunni Varnhem á Vestur-Gautlandi. Tennurnar voru rannsakaðar undir sterku ljósi með nútíma tannviðgerðaráhöldum. Röntgenrannsóknir voru líka gerðar.

 

Niðurstöðurnar gefa til kynna að um helmingur íbúanna hafi sloppið við tannskemmdir en 49% hafi fengið einhvers konar tannskemmdir og rúm 4% fengið sýkingar af þeirra völdum. Að meðaltali voru 13% fullorðinna með skemmdar tennur og oft við tannræturnar en tennur barna, bæði mjólkur- og fullorðinstennur voru alheilbrigðar.

 

Fullorðnir höfðu að meðaltali misst um 6% af tönnum sínum og þá eru endajaxlar ekki meðtaldir. Útdregnum tönnum fjölgaði með hækkandi aldri.

A) Slit á miðframtönnum. B) Notkun tannstöngla við framtennur í neðri gómi. C) Niðurslípun holu við augntönn til að létta á þrýstingi vegna sýkingar. D) Slípaðar framtennur. E) Breytt miðtönn vegna sýkingar.

Háþróuð tannlæknaþjónusta

En tennurnar sem fundist í Varnhem sýndu einnig merki þess að íbúarnir hefðu hirt um tennur sínar.

 

„Þess voru mörg dæmi að fólk hefði hirt um tennurnar, m.a. sáust dæmi um notkun tannstöngla, slípun framtanna og jafnvel meðhöndlun sýktra tanna,“ segir Carolina Bertilsson hjá Gautaborgarháskóla.

 

Vísindamennirnir fundu líka ummerki eftir enn þróaðri tannlækningar, þar sem skemmdir höfðu verið slípaðar af augntönnum alveg niður að tannholdinu – sennilega til að létta á þrýstingi frá alvarlegri sýkingu.

 

„Það er mjög spennandi að sjá þetta og það er ekki ósvipað þeirri meðhöndlun sem við veitum nú,“ segir Carolina Bertilsson.

Ef marka má vísindin bursta flestir tennurnar á röngum tíma.

„Víkingar virðast hafa haft þekkingu á tönnum en við vitum ekki hvort þeir gerðu þetta sjálfir eða fengu utanaðkomandi hjálp.“

 

Eftir rannsóknina telja vísindamennirnir ljóst að tannhirða hafi verið mikilvægur þáttur í menningu þessa tíma og tannhirða útbreiddari en talið hefur verið.

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© Carolina Bertilsson. © PLOS ONE (2023), Carolina Bertilsson.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

Heilsa

Langvinnur hósti er ef til vill arfgengur

Tækni

Þvinguð ófrjósemisaðgerð átti að uppræta heimsk börn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is