Heilsa

Vísindamenn: Átta einfaldar venjur geta hægt á öldrun heilans

Bandarískir vísindamenn hafa rannsakað segulómunarmyndir teknar af alls 19.000 heilum og hafa gert merkilega uppgötvun sem getur styrkt bæði námsgetu okkar og minni.

BIRT: 04/02/2025

Bandarísku hjartaverndarsamtökin létu skrá þá átta þætti sem helst stuðla að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi, svo og langlífi.

 

Nú hafa bandarískir vísindamenn við háskólann í Maryland í Bandaríkjunum komist að raun um að sömu átta þættir geta einnig haft veruleg og marktæk áhrif allt annars staðar í líkamanum.

 

Í ljós hefur nefnilega komið að heilinn eldist einnig hægar í þeim sem fara eftir ráðleggingum þessum.

 

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem enn hefur einungis verið gefin út sem svonefnt „forprent“ en með því er átt við að ritið hafi ekki verið ritrýnt, líkt og gert er við vísindarit í því skyni að ljá þeim eins konar gæðastimpil.

 

Með hliðsjón af niðurstöðunum draga vísindamennirnir þá ályktun að heilnæmu venjurnar átta hljóti að hafa áhrif á hvíta efni heilans en um er að ræða þann hluta heilans sem stjórnar námsgetu okkar og minni.

 

Hvíta efnið býr yfir tengingum heilans

Gráa efni heilans felur í sér kjarna heilafrumnanna en hið hvíta hefur aftur á móti að geyma tengingar heilans, svonefnda taugaþræði sem flytja boð frá einni frumu til annarrar.

 

Hvíta efnið skreppur að öllu jöfnu saman og breytir um lögun eftir því sem við eldumst. Þessu ferli virðist hins vegar vera unnt að hægja á með réttum lifnaðarháttum.

 

Þessir átta mikilvægu þættir sem á ensku ganga undir heitinu „Life’s essential 8“, eru:

 

  • Minnst 150 mínútna hæfilega erfið hreyfing á viku
  • Minnst sjö stunda svefn á nóttu
  • Heilnæm fæða sem felur í sér hnetur, ávexti og grænmeti
  • Stöðug líkamsþyngd
  • Eðlilegt blóðfitumagn
  • Eðlilegt blóðsykurmagn
  • Eðlilegur blóðþrýstingur
  • Ekkert tóbak

Við höfum rætt við hamingjufræðinginn Bruce Hood um vísindin að baki þessari upplyftandi tilfinningu og sótt til hans mikilvægar ráðleggingar fyrir þá sem óska eftir að lifa hamingjuríkara lífi.

Vísindamennirnir við háskólann í Maryland í Bandaríkjunum studdust við segulómunarmyndir af heilum tæplega 19.000 karla og kvenna á aldrinum 40-69 ára.

 

Segulómunin var nýtt til að hanna gervigreindarlíkan sem sagt gat fyrir um raunverulegan aldur einstaklinganna með hliðsjón af stærð og lögun hvíta efnis heilans.

 

Vísindamennirnir gáfu hverjum og einum þátttakanda síðan einkunn á bilinu 0 til 100, allt eftir getu hvers og eins til að lifa samkvæmt heilnæmu venjunum átta.

 

Þeim mun betur sem þeim tókst að temja sér venjurnar átta, því hærri var einkunnin.

 

Fyrir hverja 10 stiga hækkun reyndist hvíta efni þátttakandans vera 113 dögum yngra en raunverulegur aldur þess hins sama sagði fyrir um.

 

Vísindamennirnir vissu fyrir að heilnæmar lífsvenjur tengjast aukinni vitrænni getu og geta stuðlað að stækkun heilans en raunar hafa einungis verið gerðar fremur takmarkaðar rannsóknir á þessu sviði sem sýna fram á afleiðingarnar fyrir hvíta efnið.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is