Heilsa

Vísindamenn: Hægt er að lengja lífið um heilan áratug með breyttu mataræði

Í viðamikilli rannsókn sem tók til tæplega hálfrar milljónar þátttakenda, kom í ljós að tiltekin breyting á mataræði skipti sköpum hvað lífslíkur snertir.

BIRT: 20/01/2025

Í hvert sinn sem við gæðum okkur á mat og sendum matarbitana af stað í 8-15 klukkustunda langa og kræklótta ferð gegnum meltingarveginn, tökum við mikilvæga ákvörðun.

 

Áður en fæðan kemst á endanlegan lokastað breytist hún í þúsundir örsmárra sameinda sem bætt geta líkamlega heilsu, andlega líðan og heilsu okkar almennt eða þá haft neikvæð áhrif á allt þetta.

 

Varpað hefur verið ljósi á þessa kenningu í víðtækri rannsókn sem norskir og enskir vísindamenn stóðu að en þeir hafa komist að raun um að grundvallarbreytingar á mataræði geti bætt tíu árum við æviskeið okkar, þ.e.a.s. ef við veljum fæðuna tímanlega.

 

Ein tiltekin breyting á fæðuvali virtist gera meira gagn en allar aðrar.

 

Teymið að baki rannsókninni greindi gögn alls 467.354 breskra þegna sem allir höfðu gert grein fyrir matarvenjum sínum í umfangsmiklum, þekktum gagnagrunni sem nefnist „UK Biobank“.

 

Sérstakt mataræði virtist skipta sköpum

Í þessu gríðarstóra gagnasafni veittu vísindamennirnir því athygli hvort matarvenjur þátttakendanna breyttust á einhverju tímaskeiði. Þeir skiptu þátttakendunum jafnframt í ólíka hópa allt eftir því hvers konar fæðu þeir neyttu:

 

Einn hópurinn neytti þess sem kalla mætti meðalfæðu, annar hópurinn borðaði óhollan mat, sá þriðji samkvæmt ráðleggingum hins opinbera og hinn fjórði neytti fæðu í samræmi við það sem vísindamennirnir sjálfir kölluðu „lífslengjandi“ mataræði.

 

Það sem kom verulega á óvart var að menn og konur á fimmtugsaldri sem breyttu fæðuvali sínu á þann veg að þau hættu að borða óhollan mat og fóru statt og stöðugt að fylgja ráðleggingum hins opinbera, bættu um það bil níu árum við ævina.

 

Mestu breytinguna urðu vísindamennirnir varir við í þeim hópi sem hætti að neyta sykraðra drykkja og forunninna kjötvara og fóru þess í stað að borða mikið af grænmeti, hnetum, heilkorni og ávöxtum, auk hóflegs magns af fiski, þ.e. tömdu sér matarvenjur sem sagðar eru lengja líf okkar.

 

Breyting á lífslíkum í þessum hópi nam 10,8 og 10,4 aukalegum árum sem bættust við lífslíkur þátttakendanna.

Líkaminn bíður lægri hlut þegar fram líða stundir

Á meðan við erum börn og unglingar myndum við sífellt nýjar frumur sem gera það að verkum að líffærin starfa eins vel og hugsast getur. Síðar meir í lífinu getur framleiðsla nýrra frumna ekki haft undan og líffærin fara að gefa sig. Þessi þróun hefst þegar í kringum 18 ára aldurinn.

70 ára: Heilinn

Frumurnar í heilaberkinum endurnýjast ekki eftir að við verðum fullorðin. Frá og með sjötugu breytist uppbygging heilans og hann byrjar að skreppa saman.

40 ára: Augun

Frumur augnanna endurnýjast á mismiklum hraða en sjóntaugin endurnýjast þó ekki. Sjónin fer því að versna upp úr fertugu.

65 ára: Hjartað

Vöðvafrumum hjartans fækkar með aldrinum en þær stækka að sama skapi. Þetta táknar að veggir hjartahólfanna verða þykkari og stífari.

30 ára: Lungun

Frumurnar í lungunum endurnýjast um það bil árlega. Lungnastarfsemin skerðist frá því að við erum um þrítugt.

40 ára: Vöðvarnir

Þó svo að við í raun réttri séum stöðugt að framleiða nýjar vöðvafrumur breytist hlutfallið milli vöðva og frumna yfirleitt eftir fertugt.

18 ára: Beinin

Um tíu prósent beinfrumnanna endurnýjast árlega. Þegar fram líða stundir hægist hins vegar á ferlinu og við förum að glata beinmassa.

18 ára: Húð

Frumur húðarinnar endurnýjast mánaðarlega á meðan við erum börn og unglingar en eftir það fara frumurnar að glata teygjanleika sínum og við byrjum að fá hrukkur.

Líkaminn bíður lægri hlut þegar fram líða stundir

Á meðan við erum börn og unglingar myndum við sífellt nýjar frumur sem gera það að verkum að líffærin starfa eins vel og hugsast getur. Síðar meir í lífinu getur framleiðsla nýrra frumna ekki haft undan og líffærin fara að gefa sig. Þessi þróun hefst þegar í kringum 18 ára aldurinn.

70 ára: Heilinn

Frumurnar í heilaberkinum endurnýjast ekki eftir að við verðum fullorðin. Frá og með sjötugu breytist uppbygging heilans og hann byrjar að skreppa saman.

40 ára: Augun

Frumur augnanna endurnýjast á mismiklum hraða en sjóntaugin endurnýjast þó ekki. Sjónin fer því að versna upp úr fertugu.

65 ára: Hjartað

Vöðvafrumum hjartans fækkar með aldrinum en þær stækka að sama skapi. Þetta táknar að veggir hjartahólfanna verða þykkari og stífari.

30 ára: Lungun

Frumurnar í lungunum endurnýjast um það bil árlega. Lungnastarfsemin skerðist frá því að við erum um þrítugt.

40 ára: Vöðvarnir

Þó svo að við í raun réttri séum stöðugt að framleiða nýjar vöðvafrumur breytist hlutfallið milli vöðva og frumna yfirleitt eftir fertugt.

18 ára: Beinin

Um tíu prósent beinfrumnanna endurnýjast árlega. Þegar fram líða stundir hægist hins vegar á ferlinu og við förum að glata beinmassa.

18 ára: Húð

Frumur húðarinnar endurnýjast mánaðarlega á meðan við erum börn og unglingar en eftir það fara frumurnar að glata teygjanleika sínum og við byrjum að fá hrukkur.

Vísindamennirnir veittu athygli smávægilegum breytingum á lífslíkum þess hóps þátttakenda sem neytti þess sem kalla mætti miðlungsfæðu framan af og breyttu síðan fæðuvali sínu síðar á lífsleiðinni.

 

Teymið að baki rannsókninni leggur hins vegar áherslu á að ávinningurinn geti verið verulegur þó svo að matarvenjum sé ekki breytt til betri vegar fyrr en seint á æviskeiðinu.

Fæða framtíðarinnar er á leiðinni á diskana okkar. Sú fæða felur oftast hvorki í sér jurtir né dýr og andstætt við landbúnað í dag sem dælir koltvíoxíði út í andrúmsloftið, er nýju matvælaframleiðslunni ætlað að hreinsa loftið.

Niðurstöðurnar leiddu nefnilega í ljós að sjötugt fólk getur bætt fjórum til fimm árum við ævilengd sína ef það gerir verulegar breytingar á mataræðinu og byrjar að fara eftir fæðuráðleggingum hins opinbera eða temur sér lífslengjandi mataræði.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Nature Food en henni stýrðu vísindamenn frá háskólanum í Bergen.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Claus Lunau,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is