Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Einn leyndardómanna fyrir langlífi gæti tengst sérstakri samsetningu vírusa og baktería.

BIRT: 13/05/2024

Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur fjöldi fólks sem nær 100 ára aldri tvöfaldast um allan heim.

 

Við ræktum heilsuna sem aldrei fyrr með megrunarkúrum, líkamsræktarstöðvum, vítamínpillum og ströngum ráðleggingum um mataræði.

 

En nýleg rannsókn kemur með mikilvægt innlegg í umræðuna um hverjir það eru sem ná þriggja stafa tölu í aldri.

 

Vísindamenn við Novo Nordisk Foundation Center for Protein Research við Kaupmannahafnarháskóla hafa uppgötvað að fólk yfir 100 ára aldri er með einstaka vírusa í þörmunum sem auka líkurnar á því að ná 100 ára afmælinu.

 

Í rannsókninni skoðuðu vísindamennirnir vírusa og bakteríur í þörmum 176 japönskra einstaklinga sem náð höfðu hundrað ára aldri.

 

“Við fundum mikinn líffræðilegan fjölbreytileika bæði í bakteríum og bakteríuveirum hjá öldungunum. Mikill fjölbreytileiki örvera tengist venjulega heilbrigðri þarmaflóru og við gerum ráð fyrir að fólk með heilbrigða þarmaflóru sé betur varið gegn öldrunartengdum sjúkdómum,” segir Joachim Johansen, einn þeirra sem vann rannsóknina.

 

Veirurnar sem vísindamenn fundu í þörmum þessara 176 öldunga innihéldu auka gen sem gætu aukið umbreytingu ákveðinna sameinda í þörmum aldraðra.

 

Þarmaveirur sýkja og hafa almennt áhrif á bakteríurnar á þann hátt að bæta getu þeirra til að berjast gegn bólgu.

 

Mikil fjölbreytni í þörmum verndar okkur því betur gegn sýkingum sem hefur góð áhrif á þarmaflóruna og þar með heilsu okkar.

Stór rannsókn sýnir að aukakílóin milli þrítugs og fimmtugs stafa ekki af hægari efnaskiptum. Efnaskiptin haldast stöðug alveg til sextugs.

Vísindamennirnir vonast til að með þessari innsýn í þarmaflóru einstaklinga 100 ára og eldri megi lengja líf annarra einstaklinga.

 

Það er ekki hægt að breyta erfðafræðilegri tilhneigingu í þörmum okkar, en að sögn lektorsins og hópstjóra rannsóknarinnar, Simon Rasmussen er mögulega hægt að nota þessa nýju þekkingu á jafnvægi milli veira og baktería til að breyta óerfðafræðilegri samsetningu þörmum.

 

“Ef við uppgötvum bakteríur og vírusa sem hafa jákvæð áhrif á þarmaflóru mannsins er sjálfsagt að komast að því hvort það er bara sum okkar eða e.t.v. allir hafi þessar bakteríur og vírusa. Ef við getum komið þessum bakteríum og vírusum í einstaklinga sem hafa ekki þessa tegund þarmaflóru gætu fleiri notið góðs af því,“ segir Simon Rasmussen.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Alheimurinn

Jörðin er að tæmast af málmum: Næst fer leitin fram úti í geimnum 

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Tækni

Unnt er að breyta koltvísýringi og metangasi í hreinan orkugjafa með nýrri tímamótatækni

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is