Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur fjöldi fólks sem nær 100 ára aldri tvöfaldast um allan heim.
Við ræktum heilsuna sem aldrei fyrr með megrunarkúrum, líkamsræktarstöðvum, vítamínpillum og ströngum ráðleggingum um mataræði.
En nýleg rannsókn kemur með mikilvægt innlegg í umræðuna um hverjir það eru sem ná þriggja stafa tölu í aldri.
Vísindamenn við Novo Nordisk Foundation Center for Protein Research við Kaupmannahafnarháskóla hafa uppgötvað að fólk yfir 100 ára aldri er með einstaka vírusa í þörmunum sem auka líkurnar á því að ná 100 ára afmælinu.
Í rannsókninni skoðuðu vísindamennirnir vírusa og bakteríur í þörmum 176 japönskra einstaklinga sem náð höfðu hundrað ára aldri.
“Við fundum mikinn líffræðilegan fjölbreytileika bæði í bakteríum og bakteríuveirum hjá öldungunum. Mikill fjölbreytileiki örvera tengist venjulega heilbrigðri þarmaflóru og við gerum ráð fyrir að fólk með heilbrigða þarmaflóru sé betur varið gegn öldrunartengdum sjúkdómum,” segir Joachim Johansen, einn þeirra sem vann rannsóknina.
Veirurnar sem vísindamenn fundu í þörmum þessara 176 öldunga innihéldu auka gen sem gætu aukið umbreytingu ákveðinna sameinda í þörmum aldraðra.
Þarmaveirur sýkja og hafa almennt áhrif á bakteríurnar á þann hátt að bæta getu þeirra til að berjast gegn bólgu.
Mikil fjölbreytni í þörmum verndar okkur því betur gegn sýkingum sem hefur góð áhrif á þarmaflóruna og þar með heilsu okkar.
Stór rannsókn sýnir að aukakílóin milli þrítugs og fimmtugs stafa ekki af hægari efnaskiptum. Efnaskiptin haldast stöðug alveg til sextugs.
Vísindamennirnir vonast til að með þessari innsýn í þarmaflóru einstaklinga 100 ára og eldri megi lengja líf annarra einstaklinga.
Það er ekki hægt að breyta erfðafræðilegri tilhneigingu í þörmum okkar, en að sögn lektorsins og hópstjóra rannsóknarinnar, Simon Rasmussen er mögulega hægt að nota þessa nýju þekkingu á jafnvægi milli veira og baktería til að breyta óerfðafræðilegri samsetningu þörmum.
“Ef við uppgötvum bakteríur og vírusa sem hafa jákvæð áhrif á þarmaflóru mannsins er sjálfsagt að komast að því hvort það er bara sum okkar eða e.t.v. allir hafi þessar bakteríur og vírusa. Ef við getum komið þessum bakteríum og vírusum í einstaklinga sem hafa ekki þessa tegund þarmaflóru gætu fleiri notið góðs af því,“ segir Simon Rasmussen.