Þegar róbótar nútímans eru gerðir sem mannlegastir í útliti og atferli er það til að auðvelda okkur að viðurkenna tækina og eiga við þau samskipti.
Nú hefur hópur vísindamanna hjá Tokyoháskóla gengið skrefinu lengra og sameinað vél og mannlegan vöðvavef.
Slíkur samruni náttúru og véla hefur verið nefndur „cyborg“ og merkir yfirleitt að vélbúnaður sé notaður til að stýra lífverunni að einhverju leyti en fyrirbrigðið er einkum þekkt úr vísindaskáldskap.
Getur gengið og tekið skarpar beygjur
Í samanburði við vélar er mannslíkaminn afar sveigjanlegur og fær um mjúkar fínhreyfingar.
Vísindamennirnir smíðuðu eins konar lífblending sem líkir eftir ganghreyfingum manna í vatni. Grind tækisins var gerð úr sílikongúmmíi sem unnt er að sveigja til að aðlagast vöðvavef, ásamt mannlegum vöðvatrefjum.
Vísindamennirnir settu slíka róbóta ofan í vatn og settu síðan straum á vatnið til að vekja róbótann til lífs. Vöðvavefurinn dró sig saman og róbótinn tók skref fram á við með mjúklegum hreyfingum.

Þessir hálfmannlegu róbótar geta líkt mjög vel eftir eðlilegum hreyfingum undir vatnsborðinu.
„Með því að nota vöðvavef getum við byggt fíngerðan róbóta sem nær árangursríkum og mjúkum hreyfingum ásamt mjúkri snertingu,“ segir Shoji Takeuchi, prófessor í lífblendingskerfum í fréttatilkynningu.
Vöðvavefurinn gerði róbótanum kleift að skríða og synda beint áfram, auk þess að taka skarpar beygjur sem er mikilvægt atriði þegar vitvélar þurfa að komast fram hjá hindrunum.
Í núverandi formi eru takmarkanir róbótans þó augljósar.
Gervigreind tekur daglega ótal ákvarðanir fyrir okkur. Nú eru vísindamenn tilbúnir með tækni sem gerir henni kleift að greina á milli góðs og ills.
Hann þarf að vera í vatni til að vöðvavefurinn þorni ekki og hreyfingarnar eru enn afar hægar í samanburði við hreyfingar manna.
Vísindamennirnir sem standa að tilrauninni, segja hana engu að síður ryðja brautina fyrir hljóðlausa og fima róbóta. Þeir hyggjast næst bæta við liðum og þykkari vöðvavef til að unnt verði að framkvæma nákvæmari og öflugri hreyfingar.