Flestir vísindamenn virðast sammála um að líf á plánetunni okkar hafi fyrst orðið til í vatni.
En þeir eru ósammála um hvar og, nánar tiltekið, hvernig það myndaðist,
Nú bendir ný kínversk rannsókn á óvænt hráefni sem gæti hafa gegnt mikilvægu hlutverki í frumsúpunni sem varð að upphafi lífs á jörðu.
Vísindamennirnir telja að járnsúlfíð gæti hafa hjálpað til við að breyta koltvísýringi í fyrstu kolefnissameindirnar.
Kolefni er að finna í öllum lífrænum efnum og því er frumefnið einn helsti grunnur þess hvernig og hvenær fyrsta lífið á jörðinni varð til.
Í þessari nýju rannsókn kemur einnig fram að hugsanlega hafi líf byrjað í heitum hverum á landi en ekki á hafsbotni.
Til að kanna hvort járnsúlfíð geti breytt koltvísýringi í kolefnissameindir reyndu vísindamennirnir að búa til járnsúlfíð úr steinefninu mackinawite. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Efnatilraunirnar fóru fram á nanó-stigi og rannsakendum tókst að vinna nokkur afbrigði af járnsúlfíði úr steinefninu, sem venjulega kristallast í vatni.
Uppspretta lífs á landi
Vísindamennirnir fengu bæði algjörlega hreint járnsúlfíð úr tilraununum en einnig afbrigði sem voru rík af efnum sem finnast gjarnan við heita hveri, t.d. mangan, nikkel, títan og kóbalt.
Í samsetningu með mangani reyndist járnsúlfíð vera sérlega sterkur hvati fyrir ferlið sem breytir koltvísýringi í kolefni.
Hvarfið byrjaði þegar við um 120°C hita og var aukið með UV geislun.
Stökkið frá líflausum sameindum til lífs er með því mikilvægasta í sögu jarðar. En hvernig gerðist það – og ekki síst hvar? Lestu meira í greininni hér:
Vísindamennirnir telja því að sólarljós hafi átt verulegan þátt í að koma hinni mikilvægu kolefnishringrás af stað. Vatnsgufa hafði einnig jákvæð áhrif á ferlið.
Að mati vísindamannanna uppfylla heitir hverir á landi öll skilyrði sem tryggja bestu aðstæður fyrir efnahvörf samkvæmt tilraunum þeirra.
Áhrif sólarljóssins gerir það líklegra að hið mikilvæga skammtastökk frá frumsúpu til frumlífs hafi átt sér stað á landi en ekki í hafdjúpinu.