Maðurinn

Vísindamenn: Hér er efnið sem kveikti líf á jörðinni

Tilraunir hafa leitt vísindamenn í átt að mjög sérstöku efni sem gæti hafa gegnt mikilvægu hlutverki í frumsúpunni sem varð að vöggu lífsins.

BIRT: 02/01/2025

Flestir vísindamenn virðast sammála um að líf á plánetunni okkar hafi fyrst orðið til í vatni.

 

En þeir eru ósammála um hvar og, nánar tiltekið, hvernig það myndaðist,

 

Nú bendir ný kínversk rannsókn á óvænt hráefni sem gæti hafa gegnt mikilvægu hlutverki í frumsúpunni sem varð að upphafi lífs á jörðu.

 

Vísindamennirnir telja að járnsúlfíð gæti hafa hjálpað til við að breyta koltvísýringi í fyrstu kolefnissameindirnar.

 

Kolefni er að finna í öllum lífrænum efnum og því er frumefnið einn helsti grunnur þess  hvernig og hvenær fyrsta lífið á jörðinni varð til.

 

Í þessari nýju rannsókn kemur einnig fram að hugsanlega hafi líf byrjað í heitum hverum á landi en ekki á hafsbotni.

 

Til að kanna hvort járnsúlfíð geti breytt koltvísýringi í kolefnissameindir reyndu vísindamennirnir að búa til járnsúlfíð úr steinefninu mackinawite. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 

Efnatilraunirnar fóru fram á nanó-stigi og rannsakendum tókst að vinna nokkur afbrigði af járnsúlfíði úr steinefninu, sem venjulega kristallast í vatni.

 

 

Uppspretta lífs á landi

Vísindamennirnir fengu bæði algjörlega hreint járnsúlfíð úr tilraununum en einnig afbrigði sem voru rík af efnum sem finnast gjarnan við heita hveri, t.d. mangan, nikkel, títan og kóbalt.

 

Í samsetningu með mangani reyndist járnsúlfíð vera sérlega sterkur hvati fyrir ferlið sem breytir koltvísýringi í kolefni.

 

Hvarfið byrjaði þegar við um 120°C hita og var aukið með UV geislun.

 

Stökkið frá líflausum sameindum til lífs er með því mikilvægasta í sögu jarðar. En hvernig gerðist það – og ekki síst hvar? Lestu meira í greininni hér:

 

 

Ef til vill urðum við til…hér!??

 

 

.

Vísindamennirnir telja því að sólarljós hafi átt verulegan þátt í að koma hinni mikilvægu kolefnishringrás af stað. Vatnsgufa hafði einnig jákvæð áhrif á ferlið.

 

mati vísindamannanna uppfylla heitir hverir á landi öll skilyrði sem tryggja bestu aðstæður fyrir efnahvörf samkvæmt tilraunum þeirra.

 

Áhrif sólarljóssins gerir það líklegra að hið mikilvæga skammtastökk frá frumsúpu til frumlífs hafi átt sér stað á landi en ekki í hafdjúpinu.

HÖFUNDUR: Søren Steensig

© Alex Bosoy, Design & Illustration, LLC

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is