Húðbreytingar eru ein sýnilegusta merki um öldrun.
Með aldrinum fjölgar hrukkur og smám saman verður húðin slappari.
Það sem sést þó ekki með berum augum er aukin hætta á húðsjúkdómum hjá eldra fólki.
Eldri sjúklingar eru líklegri til að fá húðkrabbamein og deyja úr því en yngri sjúklingar.
Nú sýnir rannsókn ein hvers vegna öldrun húðar gerir líkamann viðkvæman fyrir húðkrabbameini.
Þó að flestir geri sér grein fyrir því að útfjólubláu geislar sólar geti troðið sér inn í húðfrumurnar og skemmt DNA þeirra, benda vísindamenn frá Johns Hopkins Kimmel krabbameinsmiðstöðinni á áður óþekkta orsök húðkrabbameins.
Prótein nærir æxlið
Eftir því sem húðin eldist verður hún stífari og missir mýkt.
Bandarísku vísindamennirnir komust að því að það leiðir til gríðarlegrar aukningar á próteini sem kallast ICAM1.
Þetta prótein gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að vexti nýrra æða í æxlum og gefur þeim næringarefnin sem þau þurfa til að stækka.
Svona fylgistu með húðkrabbameini
Til eru nokkrar tegundir húðkrabbameins sem líta mismundandi út. Þessum einkennum ættir þú samt að fylgjast með:
- Litlir hnúðar í húðinni.
- Sár sem gróa ekki innan fjögurra vikna, eða eru aum, klæjar í eða blæðir úr.
- Rauðir og hreistraðir blettir á húðinni.
- Sár með upphækkuðum brúnum.
Samkvæmt rannsókninni virðist próteinið gera æðar okkar „óþéttar“.
Þetta hefur þær afleiðingar að krabbameinsfrumur í æxlinu eiga auðveldara með að losna og dreifast til annarra hluta líkamans.
”Þegar við eldumst breytist stífleiki húðarinnar. Það gæti hjálpað húðkrabbameinsæxlum að dreifast og standast krabbameinsmeðferðir,“ sagði forsvarsmaður rannsóknarinnar, Ashani Weeraratna, prófessor í krabbameinslækningum við Johns Hopkins háskólann, í fréttatilkynningu.
Uppgötvunin verður nú notuð til að þróa lyf sem hindra ICAM1 próteinið.
„Slíkt lyf gæti leitt til algjörlega nýrra aðferða við meðferð aldraðra sjúklinga með húðkrabbamein,“ skrifa vísindamennirnir sem unnu rannsóknina.