Heilsa

Vísindamenn: Þú heldur þér ungum með því að leggja þig

Það getur verið hollt og gott fyrir heilann að taka smá lúr yfir daginn. Þetta kemur fram í rannsókn á 35.000 fullorðnum.

BIRT: 22/08/2024

Klukkan er 13:00, hádegismaturinn hefur aukið serótónínmagnið hjá þér og augnlokin aðeins farin að síga.

 

Ef þú leggur þig stutta stund nærðu góðri hvíld, hleður batteríin og ert tilbúin til að takast á við lífið á ný þegar þú vaknar.

 

Nú bendir rannsókn til þess að reglulegir hádegislúrar geti einnig verið góðir fyrir heilann til lengri tíma litið.

 

Samkvæmt vísindamönnum frá University College í London og University of the Republic getur blundur dregið úr rýrnun heilans. Frá 35 ára aldri minnkar heilinn um 0,2 prósent í 0,5 prósent á ári og það gerist enn hraðar eftir sextugt.

 

„Niðurstöður okkar benda til þess að léttur svefn yfir daginn, allt að 30 mínútur á dag, geti hjálpað til við að halda heilanum heilbrigðum þegar við eldumst,“ sagði Victoria Garfield, meðhöfundur og erfðafræðilegur faraldsfræðingur við University College í London.

 

Hádegisblundur getur gert heilann allt að 6,5 árum yngri

Niðurstöðurnar byggjast á viðamikilli könnun meðal 35.000 manns á aldrinum 40 til 69 ára.

 

Til viðbótar við gögn um hversu oft fólk lagði sig, greindu vísindamennirnir einnig DNA-sýni og heilaskannanir til að mæla erfðafræðilega tilhneigingu fólks til að fá sér síðdegisblund.

 

„Með því að skoða gen sem myndast við fæðingu forðast rannsókn okkar truflandi þætti sem eiga sér stað allt lífið sem geta haft áhrif á samband svefns og heilsufars,“ segir Victoria Garfield.

 

Niðurstöðurnar sýndu greinilega að fólk sem hafði tilhneigingu til að fá sér blund yfir daginn höfðu meira heilarúmmál en þeir sem slepptu blundinum.

 

Þeir sem lögðu sig reglulega yfir daginn voru að meðaltali 2,6 til 6,5 árum yngri í samanburði við þá sem slepptu svefninum.

 

Samkvæmt vísindamönnum sem unnu rannsóknina gæti þetta einkum stafað af því að hádegislúr gefur okkur tækifæri til að vinna upp mikilvægan svefn – en svefnvandamál  geta verið algeng meðal eldra fólks.

Vísindamenn hafa rannsakað svefnvenjur meira en 500.000 manns og fundið hinn fullkomna svefntíma fyrir þá sem eru komnir á fertugsaldurinn eða eldri.

Það er velþekkt meðal fræðimanna að svefn er gríðarlega mikilvægur til að vernda heilann gegn hraðari öldrun.

 

En þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar til að reyna að skilja tengsl dagslúrs og vitrænna breytinga í heilanum.

 

Vísindamennirnir vonast til að niðurstöður þeirra um heilsufarslegan ávinning þess að leggja sig stutta stund yfir daginn geti dregið úr fordómum sem þeir segja að sé enn til staðar hvað varðar hádegislúra í samfélagi þar sem árangur skiptir mestu.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is