Heilsa

Vísindamenn vara við gervisætuefni

Rannsókn sýnir fram á að gervisætuefnið, sem finnst m.a. í fjölmörgum gosdrykkjum og tyggjói hefur skaðleg áhrif á þarmana.

BIRT: 17/08/2024

Við erum mikið fyrir að sykra tilveruna aðeins en á sama tíma reynum við að passa upp á kílóin. Þetta er skýringin á því hvers vegna aspartam, sakkarín og álíka efni eru notuð í staðinn fyrir sykur í mörgum tegundum gosdrykkja og matvæla.

 

Sum þessara sætuefna hafa þó komist í kastljós rannsókna vegna gruns um að þau séu skaðleg líkamanum.

 

600 sinnum sætari en sykur

Eitt þeirra sem veldur áhyggjum er súkralósi. Reyndar er vísindamönnum nú svo brugðið yfir því sem þeir hafa séð í rannsóknum að þeir eru jafnvel að kalla eftir endurmati á skaðsemi þessa gervisætuefnis.

 

Súkralósi er unninn úr venjulegum sykri. Útkoman er kaloríulaust sætuefni sem er 600 sinnum sætara en venjulegur hvítur sykur.

 

Eyðileggur DNA frumna

Þegar við neytum súkralósa og efnið er brotið niður í líkamanum, myndast efnaúrgangsefni eða umbrotsefni sem kallast súkralósi-6-asetat. Þetta efni er erfðaeitur, sem þýðir að það eyðileggur DNA frumna.

 

„Til að setja þetta í samhengi hefur Matvælaöryggisráð Evrópu EFSA (European Food Safety Authority) sett dagleg eiturefnafræðileg viðmiðunarmörk fyrir erfðaeiturefni upp á 0,15 míkrógrömm á einstakling,“ útskýrir Susan Schiffman, sem er lífeindatæknifræðingur og tengist ríkisháskóla Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

 

„Rannsóknir okkar benda til þess að magnið af súkralósa-6-asetati sem finnast í einum gosdrykk með súkralósa fari yfir þennan þröskuld,“ segir hún.

 

Aukin bólga og oxunarálag

Ásamt hópi samstarfsmanna hefur Susan Schiffman framkvæmt röð rannsóknarstofutilrauna með blóðfrumur úr mönnum og frumur úr þarmaveggnum til að sjá hvernig frumurnar brugðust við súkralósa og súkralósa-6-asetati.

 

Tilraunir þeirra leiddu í ljós að súkralósi-6-asetat veldur litningaskemmdum sem þýðir að DNA þræðir eyðileggjast.

 

Aukin virkjun gena sem tengjast bólgu, oxunarálagi og krabbameini kom einnig fram. Oxunarálag er þegar skaðleg súrefnissambönd (sindurefna) ráðast á heilbrigðar frumur og vefi. Einnig fundust merki um skemmdir á þarmaveggnum.

Mörg vinsæl sætuefni eru notuð í gríðarmiklu af kaloríusnauðum mat og drykkjum. Sérfræðingar í iðnaðinum neita því alfarið að það geti verið hættulegt til neyslu.

Lekir þarmar

Vísindamennirnir gátu séð að bæði súkralósi og súkralósi-6-asetat geta orsaka leka þarma – fyrirbæri sem kallast gegndræpir þarmar (leaky gut). Lekir þarmar þýðir að matur sem er að hluta til búið að melta og eiturefni geta komist úr þörmunum inn í blóðrásina með ýmsum skaðlegum áhrifum í kjölfarið.

 

Upphaflega var súkralósi samþykktur á grundvelli rannsókna sem sýndu að efnið fer í gegnum meltingu án þess að breytast. Nýlegar rannsóknir hafa nú afsannað þetta, þar á meðal núverandi rannsókn.

 

Út frá þessum rannsóknum vísindamannanna ráðleggja þeir fólki frá því að neyta afurða með súkralósa.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is