Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Örnæringarefni gera líkamanum kleift að starfa. Nú sýnir alþjóðleg rannsókn að milljarðar manna fá alls ekki nóg.

BIRT: 13/09/2024

Örnæringarefni eru vítamín og steinefni sem líkaminn þarf í mjög litlu magni.

 

Þau skipta miklu máli fyrir heilsu fólks og skortur á þeim getur leitt til alvarlegra og jafnvel lífshættulegra sjúkdóma.

 

Það er því áhyggjuefni að umfangsmikil alþjóðleg rannsókn sýnir nú fram á að meira en helmingur jarðarbúa fær ekki nógu mikið af hinum mikilvægu örnæringarefnum.

 

Rannsóknin frá Harvard T.H. Chan School of Public Health og Global Alliance for Improved Nutrition sýnir fram á skort á 15 nauðsynlegum næringarefnum.

 

Vísindamenn við Harvard: „Mikið áhyggjuefni“

Vísindamennirnir skoðuðu fjölda mismunandi vítamína og steinefna.

 

Þar á meðal kalsíum, joð, járn, ríbóflavín, fólat, sink, magnesíum, selen, þíamín, níasín og vítamín A, B6, B12, C og E.

 

Með því að skoða umfangsmikil gögn frá 31 landi, báru þeir saman næringarþörf miðað við raunverulega næringarneyslu íbúa í 185 löndum.

 

Og niðurstöðurnar voru því miður áhyggjuefni.

 

Vísindamennirnir gátu sýnt fram á að um 60 prósent íbúa jarðar fá ekki nægjanleg mikið af lífsnauðsynlegum næringarefnum eins og t.d. kalsíumi, járni og C- og E-vítamínum.

 

Meira en fimm milljarðar manna skortir joð, E-vítamín og kalsíum og yfir fjórir milljarðar fá ekki nóg af járni, ríbóflavíni, fólati og C-vítamíni.

 

,,Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Stór meirihluti fólk í öllum ríkjum heims, án tillits til tekna, innbyrða ekki nógu mikið af fjölmörgum nauðsynlegum örnæringarefnum. Þetta kemur niður á heilsunni um heima allan,” ritar Ty Beal, sérfræðingur hjá GAIN, í fréttatilkynningu.

Járnskortur – alþjóðlegt vandamál

  • Járnskortur þýðir að járnbirgðir líkamans eru litlar sem engar. Járn er nauðsynlegt fyrir líkamann til að framleiða blóðrauða, sem flytur súrefnið í blóðinu.

 

  • Járnskortur meðal kvenna er útbreitt, alþjóðlegt vandamál. Í Evrópu þjást milli 10 og 32 prósent af kvenna á barneignaraldri af járnskorti.

 

  • Jafnframt eru konur sá hópur í samfélaginu sem hvað mest hefur fært sig yfir í jurtafæði. Það þýðir að þær fá ekki járn úr rauðu kjöti sem að öllu jöfnu er góður járngjafi.

Almennt séð fundu vísindamennirnir sem unnu rannsóknina mikla annmarka á inntöku næstum allra 15 örnæringarefnanna.

 

Verstu tilfellin voru E-vítamín, kalsíum og járn, þar sem 65-67 prósent jarðarbúa neyttu ekki nægjanlega mikið magns.

 

Níasín er það næringarefni sem flestir náðu ráðlögðum skammti á en 22 prósent jarðarbúa fengu ekki nóg af því, þar á eftir tíamín (30 prósent) og selen (37 prósent)

Sumar fæðutegundir eru svo hollar að önnur fæða bliknar í samanburði. Hér er listinn yfir ofurfæðutegundirnar.

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina benda á að aðgangur að næringarríkum mat sé takmarkaður í mörgum lág- og meðaltekjulöndum, sem gæti skýrt hluta vandans.

 

En í hátekjulöndum þar sem næringarríkt mataræði er frekar í boði eru margir enn undir ráðlögðum skammti þessara mikilvægu örnæringarefna.

 

Að sögn vísindamannanna er slæmu mataræði um að kenna þar sem unnin matvæli eru vinsælli en ferskur og næringarríkur matur.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is