Örnæringarefni eru vítamín og steinefni sem líkaminn þarf í mjög litlu magni.
Þau skipta miklu máli fyrir heilsu fólks og skortur á þeim getur leitt til alvarlegra og jafnvel lífshættulegra sjúkdóma.
Það er því áhyggjuefni að umfangsmikil alþjóðleg rannsókn sýnir nú fram á að meira en helmingur jarðarbúa fær ekki nógu mikið af hinum mikilvægu örnæringarefnum.
Rannsóknin frá Harvard T.H. Chan School of Public Health og Global Alliance for Improved Nutrition sýnir fram á skort á 15 nauðsynlegum næringarefnum.
Vísindamenn við Harvard: „Mikið áhyggjuefni“
Vísindamennirnir skoðuðu fjölda mismunandi vítamína og steinefna.
Þar á meðal kalsíum, joð, járn, ríbóflavín, fólat, sink, magnesíum, selen, þíamín, níasín og vítamín A, B6, B12, C og E.
Með því að skoða umfangsmikil gögn frá 31 landi, báru þeir saman næringarþörf miðað við raunverulega næringarneyslu íbúa í 185 löndum.
Og niðurstöðurnar voru því miður áhyggjuefni.
Vísindamennirnir gátu sýnt fram á að um 60 prósent íbúa jarðar fá ekki nægjanleg mikið af lífsnauðsynlegum næringarefnum eins og t.d. kalsíumi, járni og C- og E-vítamínum.
Meira en fimm milljarðar manna skortir joð, E-vítamín og kalsíum og yfir fjórir milljarðar fá ekki nóg af járni, ríbóflavíni, fólati og C-vítamíni.
,,Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Stór meirihluti fólk í öllum ríkjum heims, án tillits til tekna, innbyrða ekki nógu mikið af fjölmörgum nauðsynlegum örnæringarefnum. Þetta kemur niður á heilsunni um heima allan,” ritar Ty Beal, sérfræðingur hjá GAIN, í fréttatilkynningu.
Járnskortur – alþjóðlegt vandamál
- Járnskortur þýðir að járnbirgðir líkamans eru litlar sem engar. Járn er nauðsynlegt fyrir líkamann til að framleiða blóðrauða, sem flytur súrefnið í blóðinu.
- Járnskortur meðal kvenna er útbreitt, alþjóðlegt vandamál. Í Evrópu þjást milli 10 og 32 prósent af kvenna á barneignaraldri af járnskorti.
- Jafnframt eru konur sá hópur í samfélaginu sem hvað mest hefur fært sig yfir í jurtafæði. Það þýðir að þær fá ekki járn úr rauðu kjöti sem að öllu jöfnu er góður járngjafi.
Almennt séð fundu vísindamennirnir sem unnu rannsóknina mikla annmarka á inntöku næstum allra 15 örnæringarefnanna.
Verstu tilfellin voru E-vítamín, kalsíum og járn, þar sem 65-67 prósent jarðarbúa neyttu ekki nægjanlega mikið magns.
Níasín er það næringarefni sem flestir náðu ráðlögðum skammti á en 22 prósent jarðarbúa fengu ekki nóg af því, þar á eftir tíamín (30 prósent) og selen (37 prósent)
Sumar fæðutegundir eru svo hollar að önnur fæða bliknar í samanburði. Hér er listinn yfir ofurfæðutegundirnar.
Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina benda á að aðgangur að næringarríkum mat sé takmarkaður í mörgum lág- og meðaltekjulöndum, sem gæti skýrt hluta vandans.
En í hátekjulöndum þar sem næringarríkt mataræði er frekar í boði eru margir enn undir ráðlögðum skammti þessara mikilvægu örnæringarefna.
Að sögn vísindamannanna er slæmu mataræði um að kenna þar sem unnin matvæli eru vinsælli en ferskur og næringarríkur matur.