Grunnrannsóknir
Við smitumst af …
Taktu þér langt og gott frí, eða dragðu úr áfengisneyslunni. Þess háttar ráðgjöf fengu magasárssjúklingar hjá læknum sínum fyrir aðeins fáeinum áratugum. Þá var talið að magasár stafaði af aukinni framleiðslu magasýru í tengslum við streitu, eða þá að áfengisneysla og sterkkryddaður matur hefðu tærandi áhrif á magavegginn. Nú er vitað að magasár stafar oftast af bakteríusýkingu.Annar sjúkdómur sem öllum...
Bakteríur fletja sig út til að komast áfram
Bakteríur hafa hina undraverðustu hæfileika og nú hafa vísindamenn við tækniháskólann í Delft í Hollandi uppgötvað hæfni sem kom þeim á óvart. Sívalar bakteríur, svo sem E. coli og B. subtilis geta flatt sig út þegar þær þurfa að komast um þrengsli. Bakteríurnar eru yfirleitt um 1 míkrómetri í þvermál en í rannsóknastofunni gátu þær komist í gegnum rifu sem...
Ný flaga afhjúpar krabba
Ein stök krabbameinsfruma sem hefur losnað úr æxli og borist út í blóðið getur orðið upphaf að nýju æxli, svonefndu meinvarpi, og um leið dregið mjög úr lífslíkum sjúklingsins. Þessar lausu krabbafrumur kallast CTC-frumur og nú kynnu þær þvert á móti að geta gagnast sjúklingnum. Þótt að jafnaði sé aðeins ein CTC-fruma í blóði krabbameinssjúklings á móti milljarði heilbrigðra frumna,...
Plöntur eru lyfjaverksmiðjur framtíðar
Bandarískir vísindamenn hafa um þessar mundir náð merkum áfanga í að gera plöntur að hátæknivæddum lyfjaverksmiðjum. Með erfðafræðilega endurforrituðum plöntum hefur nefnilega tekist að framleiða marksækin persónubundin lyf gegn alvarlegum eitilfrumukrabba sem nefnist non-Hodgkin´s-lymphoma. Þó þversagnakennt megi teljast þá er lyfið framleitt í tóbaksplöntu. Rannsókn þessi er ein margra þar sem plöntur eru nýttar í baráttunni við sjúkdóma í byltingarkenndum...
Ónæmismeðferð veitir ný vopn gegn krabbameini
Vísindamenn eru önnum kafnir við að þróa nýja meðferð sem örvar ónæmiskerfi líkamans við að útrýma krabbafrumum, án þess að skaða heilbrigðar frumur. Ónæmismeðferð felur í sér nýja von um árangursríka meðferð gegn krabbameini og meðferðin er nærri því að opna okkur nýjar dyr.
Í upphafi var allt fljótandi
Í nýjum tilraunum hefur eðlisfræðingum nú tekist að líkja eftir aðstæðum í alheimi strax eftir Miklahvell og andstætt væntingum bendir margt til að núverandi alheimur okkar hafi byrjað tilveru sína í fljótandi formi en ekki sem gas.
Valmynd
Um okkur
- Klapparstígur 25
- 101 Reykjavík
- Sími: 570-8300
- Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
- lifandi@visindi.is
Áskrift
Hægt er að ganga frá áskrift með því að smella hér.
Ef erindið er að segja upp áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is