Náttúran

10 mýtur um T.rex

Var Tyrannosaurus rex bara blindur, fiðraður kjúklingur sem lifði á hræjum og gat ekki hlaupið hraðar en manneskja? Vísindamenn afhjúpa nú sannleikann um þennan alræmda risa fortíðar.

BIRT: 17/10/2023

Mýta 1. Hraði

Slakaðu á. Hann er hægur.

Mýta: Maður getur ekki flúið T. rex

Langir fótleggir og afar öflugir lærvöðvar
T. rex virðist vera byggður fyrir mikinn hraða. Og því hafa sumir vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að þessi risi gat náð hraða sem nam 72 km/klst.

 

En nýjar rannsóknir benda til annars.

 

Með tölvuhermi geta vísindamenn gert ráð fyrir fjölmörgum þáttum sem fyrri útreikningar þurftu að undanskilja. Einkum er það burðargeta beinanna sem reynist takmarka hraðann.

Núlifandi rándýr eru mun hraðskreiðari en grameðlan. Ljón þjóta af stað með næstum 60 km hraða, meðan blettatígurinn á heimsmetið með um 105 km/klst.

Enskir vísindamenn reiknuðu út árið 2017 að þetta 6 – 10 tonna þunga rándýr myndi hafa brotið eigin bein á harðahlaupum. Þess í stað þurfti T. rex ævinlega að gæta þess að hafa annan fót á jörðu og hámarkshraðinn datt niður í 27 km/klst fyrir vikið.

 

Þannig myndi ólympískur spretthlaupari með hraða nærri 38 km/klst auðveldlega geta hlaupið í burtu frá grameðlunni.

 

 Sem betur fer fyrir grameðluna áttu stóru plöntuæturnar sem lifðu í nágrenni hennar að líkindum við sömu takmarkanir að stríða. Fleiri rannsóknir benda til að mestur hluti bráðar grameðlunar hafi verið ákaflega hægfara og gat ekki farið hraðar en 15 km/klst.

 

MÝTAN UM HRAÐA T.REX ER ÞVÍ ÓSÖNN

 

Mýta 2: Fjaðrir

Merkileg uppgötvun árið 2012 ýtti undir þá kenningu að T. rex hafi verið hulin fjaðrabúningi.

Mýta: T.rex var þakinn fiðri

Líktist T. rex risavöxnum kalkúni? Þegar vísindamenn fundu steingerving af Yutyrannus árið 1912 – 9 metra langan og afar loðinn ættingja T. rex – tóku margir steingervafræðingar að hugleiða hvort T. rex hefði einnig verið hulinn löngu fiðri sem líktist hárum.

 


 Fram til þessa hafa vísindamenn ekki haft yfir að ráða nægilega vel varðveittum steingervingi af T. rex til þess að svara þeirri spurningu. En nýuppgötvuð beinagrind af T. rex frá Montana í BNA varpar nú ljósi á málið.

Fundur á húðþrykki T. rex hefur sýnt að rándýrið var með eins konar hreistur um mestallan líkamann

Fáein steingerð þrykk af yfirborði dýrsins – flest þeirra eru ekki stærri en frímerki – lágu nærri beinum af hnakka, hrygg og hala dýrsins og þrykkin sýndu öll hið sama: hreistur.

 

Hvert hreistur var einungis um einn mm í þvermál þannig að úr fjarlægð mun húðin að líkindum hafa litið fremur út sem leður heldur en hreistur.


 Þrykk þessi sýna að T. rex var fiðurlaus á mestum hluta skrokksins. Rétt eins og fílar nútímans hafði þessi stóra risaeðla misst þá einangrun sem forfeður hennar höfðu að öllum líkindum haft. Vísindamenn geta þó ekki útilokað að skepnan hafi verið algjörlega laus við fiður.

 

MÝTAN UM FJAÐRIR ER ÞVÍ ÓSÖNN.

 

Mýta 3. Bitkraftur

Bitið gat kramið bíl

Jafnvel á bakvið öfluga stálrimla gæti maður ekki verið öruggur þar sem kjálkar T. Rex eru meðal þeirra öflugustu sem að vitað er um.

 

Bein bráðarinnar voru moluð þegar T. rex skellti skoltunum saman. Þetta er niðurstaða bandaríska steingervingafræðinga, sem árið 2017 bjuggu til nákvæmustu stafrænu endurgerð af kjálkum þessarar miklu skepnu.

Þeir skönnuðu fyrst höfuðkúpuna og notuðu þessu næst tölvu til að bæta sýndarvöðvum við. Form og styrkur vöðvanna var byggður nákvæmlega út frá núlifandi ættingjum dýrsins, fuglum og krókódílum.

 


 Þessir stafrænu kjálkar skiluðu af sér bitstyrk sem nam 34.522 newtonum, sem samsvarar þrýstingi frá meira en 3,5 tonnum og er þannig helmingi meira en bit stærsta núlifandi skriðdýrs, sækrókódílsins. Jafnframt gat þrýstingur á stökum tönnum náð upp í 30 tonn á hvern fersentimetra.

Strategísk bit brutu bein

Þegar tennur spendýra bíta saman geta þær mögulega molað afar harða hluti.

 

Tennurnar í T. rex bitu ekki saman eins og t.d. jaxlar manna, en vísindamenn hafa sýnt fram á að þetta stóra skriðdýr gat náð sambærilegum árangri og spendýrin, með því að staðsetja beinharða fæðuna strategískt milli öflugra tanna sinna.

Þetta hrikalega bit, ásamt spjótlaga tönnunum, myndi gera T. rex kleift að bíta í gegnum bíl.

 

Í raunveruleikanum notaði grameðlan getu sýna til að mola bein svo að hún gæti náð í næringarríkan merg og mikilvæg steinefni. Þessi kenning styrkist enn frekar vegna funda á steingervðum saur dýrsins, sem er jafnan fullur af litlum beinflísum.

 

MÝTAN UM BITKRAFTINN ER ÞVÍ SÖNN

 

Mýta 4: Fæða

Öflugir kjálkar og háþróað lyktarskyn gerði grameðluna að augljósri hræætu. En T. rex sætti sig ekki eingöngu við sjálfdauð dýr...

Mýta: T. rex át einungis hræ

Margir vísindamenn hafa haldið því fram að þessi ægilega skepna hafi ekki verið eiginlegur drápari. Samkvæmt þeim var grameðlan of hægfara til að fanga eigin bráð, og að gott lyktarskyn og öflugir kjálkar hafi gert hana fullkomlega lagaða að því að þefa uppi og éta hræ.

 


 En sú tilgáta stenst ekki. Í fyrsta lagi hefði verið gríðarlega örðugt fyrir svo stórt dýr að lifa af einvörðungu á því að éta hræ – flestar núlifandi hræætur eru nefnilega tilneyddar að leggja bráð að velli til að fá nægjanlega margar hitaeiningar.

Í halahryggjarlið Edmontosauruseðlu (A) fundu vísindamenn tönn frá T. rex (rauður hringur) í beininu (B).

Í öðru lagi hafa vísindamenn fundið tönn úr grameðlu í rófubeini frá plöntuætunni Edmontosaurus. Beinið hefur gróið eftir bitið þannig að vitað er að T. rex gerði sína áras meðan plöntuætan var lifandi.

 

MÝTAN UM T.REX SEM HRÆÆTU ER ÞVÍ ÓSÖNN

 

Mýta 5: Litlir armar

Armar grameðlunnar voru öflugir en einungis um eins metra langir

Mýta: Litlir armar voru ónothæfir

Risavaxin átta tonna þung og 12 metra löng skepna með arma á stærð við manneskju.

 

Vísindamenn hafa í meira en eina öld furðað sig á því hvaða hlutverki þessir litlu útlimir hafa gegnt. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki tekist að finna skynsamlega útskýringu á virkni þeirra.

 

Því telja flestir sérfræðingar nú að þetta mikla dýr hafi ekki notað armana yfir höfuð.

 


 Tilgáta þeirra er sú að skoltur grameðlunnar hafi einhvern tímann í þróuninni yfirtekið hlutverk armanna sem vopn og verkfæri. Þessu næst þróaðist höfuðið smám saman til að verða stærra og öflugara meðan armarnir rýrnuðu.

Þrjár dauðar kenningar

Vísindamenn skjóta niður skýringar í röðum

Þurfti T. rex að styðjast fram á útlimina þegar hann reisti sig upp? Að líkindum ekki. Allt bendir til að öflugir fæturnir hafi án vandkvæða ráðið aleinir við það verkefni – rétt eins og er tilvikið hjá núlifandi ættingjum eðlunnar, fuglunum.

Ein fyrsta kenningin um notkunargildi armanna var að þeir hafi nýst við að halda makanum föstum við mökun. Vandamálið er að dýrin vega meira en sex tonn og því gætu svo litlir armar ekki haldið jafn stóru dýri föstu.

Kannski notaði T. rex armanna til að særa bráðina
Hin litla lengd armanna myndi fremur torvelda dýrinu verk sitt og sá skaði sem þeir gætu valdið væri lítill miðað við hvað skolturinn gat afrekað.

En þessi öfgafullu hlutföll virðast einvörðungu eiga við fullvaxna einstaklinga.

 

Steingervingur af 13 ára gömlum T. rex sýnir að framlimirnir voru lengri en á skrokki hjá ungum dýrum. Þess vegna er mögulegt að þeir hafi verið notaðir fyrr á ævinni – kannski til að fanga bráð – en glötuðu virkni sinni þegar dýrin með vaxandi aldri breyttu veiðiaðferðum sínum þar sem höfuðið var meginvopnið.

 

 Vísindamenn vonast nú til þess að geta skorið úr um hvort armar dýranna nýttust eður ei með því að skanna bein þeirra og leita eftir ummerkjum álags vegna mikillar notkunar, eða skort á hinu sama.

 
MÝTAN UM ÓNOTHÆFA ARMA ER ÞVÍ AÐ HLUTA TIL SÖNN

 

Mýta 6: Léleg sjón

Vísindamenn hafa áður talið að T. rex væri með lélega sjón þrátt fyrir að augun væru allt að 15 sentimetrar í þvermál.

Mýta: T.rex sá illa

Augu grameðlunnar virðast fremur smá í þessu stóra höfði. En samt eru þetta að líkindum með stærstu augum sem nokkuð landdýr hefur haft.

 

„Hún getur ekki séð okkur ef við erum grafkyrr.“

 

Í kvikmyndinni Jurassic Park tekst aðalpersónunum að fela sig rétt fyrir framan trýnið á blóðþyrstri grameðlu, þar sem hún á varla að geta séð bráð sína meðan hún ekki hreyfir sig. En vísindamenn eru ekki sammála í þessum efnum.

 

 T. rex var með óvenjulega stór augu – út frá mælingum má ætla að augað sjálft hafi verið um 15 sm í þvermál. Stærstu augu núlifandi landdýra er að finna hjá strútinum og eru þau einungis fimm sm í þvermál.

 

⇑ Sjón T. rex var skörp og í lit

Augu rándýrsins voru stór og tiltölulega þróuð. Stærðarhlutfallið miðað við mannsauga er nokkurn veginn rétt.

1
Skörp sjón
Stórt auga felur í sér mjög margar skynfrumur og þar með er sjónin í hárri upplausn.
2
Margir litir
Rétt eins og fuglar hafði T. rex að líkindum fjórar gerðir frumna sem skynja liti – við erum einungis með þrjár.
3
Framstæð augu
Augu grameðlunnar stóðu framar en hjá mörgum ráneðlum. Þar með sköruðust sjónsvið augnanna þannig að rándýrið gat skynjað dýpt.
4
Mannsauga
Auga T. rex var um 15 sm í þvermál. Hjá manneskjum er stærðin um 2,5 sm.

Stór augu benda að jafnaði til mjög góðrar sjónar og vísindamenn hafa reiknað út að T. rex hafi séð allt að 13 sinnum betur en menn.

 

Sum núlifandi skriðdýr geta átt í erfiðleikum með að sjá grafkyrra bráðina, en það stafar af því að þau eru með lélegt dýptarskyn og geta því ekki greint bráðina frá bakgrunninum. Augu T. rex voru hins vegar staðsett til að gefa rándýrinu frábært dýptarskyn.

 

MÝTAN UM LÉLEGA SJÓN ER ÞVÍ ÓSÖNN

 

Mýta 7: Útrýming

Grameðlan var meðal síðustu risaeðlanna sem var útrýmt - vegna ryks.

Mýta: Loftsteinn útrýmdi T. rex

Einn ættstofn risaeðla sem að lokum leiddi til þess að T. rex kom fram á sjónarsviðið náði að spjara sig í meira en 160 milljón ár meðan margir aðrir hópar risaeðla liðu undir lok, þ.á.m. Stegosaurus og hinn ógnvænlegi Spinosaurus.


 Þannig lifði T. rex allt fram til þeirra hamfara sem áttu sér stað og útrýmdu síðustu risaeðlunum – að fuglunum undanteknum.

Sjáðu það gerast: Svo dóu risaeðlurnar út.

Vísindamenn ígrunduðu lengi orsök þessa fjöldaaldauða sem drap 75% af tegundum hnattarins. En risavaxinn 180 km breiður og 20 km djúpur gígur eftir loftstein skar úr um vangaveltur manna í þessum efnum. Aldur gígsins passar ákaflega vel við aldurinn á síðustu beinagrindum grameðla.


 Loftsteininn var um 10 km í þvermál og rykið frá árekstri hans við jörðu skyggði á sólarljós í mörg ár þannig að plöntur drápust og vistkerfi hnattarins hrundu.

 

MÝTAN UM RISALOFTSTEININN ER ÞVÍ SÖNN
1
Rétt eins og hjá okkur hafa krókódílar skynfrumur sem nefnast merkelfrumur. Við notum þær m.a. til að afmarka horn og jaðar á hlutum.
2
Dýpra inni í húðinni er að finna svonefnd pacinilíffæri. Krókódílar nota þau mögulega til að skynja formgerðina á yfirborði, t.d. hvort að það er hrjúft eða slétt
3
Undir yfirborði húðarinnar eru síðan næmir taugaendar sem kannski hjálpa krókódílum við að skynja titring í vatninu.

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

Shutterstock, © Damir G. Martin/Oliver Larsen, © Peter Larson, © Claus Lunau, © Robert DePalma/PNAS, © Black Hills Institute/Ritzau, © Jirehdesign.com, © SPL © Joe Peterson/NIU,

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is