Hvað er næringarríkur matur?
Næringarríkur matur er fæða sem inniheldur nauðsynleg næringarefni eins og vítamín, steinefni, prótein, fitu og kolvetni í réttu magni.
Listi yfir næringarríkustu fæðutegundirnar
Ávextir, grænmeti og ber eru sneisafull af vítamínum og öðrum nauðsynlegum næringarefnum. Þessar vörur stuðla verulega að heilbrigðu mataræði.
Jennifer Di Noia frá William Paterson háskólanum í Bandaríkjunum hefur tekið saman lista yfir 41 ofurfæðutegundir. Hún líkir þeim við „orkuver“ vegna mikils næringarinnihalds. Ofurmatvörurnar eru metnar út frá innihaldi 17 lífsnauðsynlegra næringarefna, þar á meðal kalíum, trefjar, prótein, kalsíum, járn og vítamín eins og B1 (tíamín), B2 (ríbóflavín), B3 (níasín), fólínsýru, sink sem og vítamínin A, B6, B12, C, D, E og K.
Til að komast á þennan lista verða matvæli að innihalda að minnsta kosti tíu prósent af ráðlögðum dagskammti fyrir hvert þessara næringarefna. Di Noia hefur úthlutað hverri fæðutegund „næringarstig“ sem endurspeglar heildarinnihald þessara næringarefna. Hæsta mögulega einkunn er 100.
Gera má ráð fyrir því að þessi vitneskja sé ekki aðeins gagnleg fyrir neytendur, heldur einnig mikilvæg fyrir heilbrigðisstarfsfólk og næringarfræðinga sem vilja mæla með næringarríkustu matvælunum.
41. Greipaldin – hvít
Næringarstig: 10,47
40. Sæt kartafla
Næringarstig: 10,51
39. Blaðlaukur
Næringarstig: 10,69
38. Brómber
Næringarstig: 11,39
37. Næpa
Næringarstig: 11,43
36. Gulrófa
Næringarstig: 11,58
35. Greipaldin (bleik og rauð)
Næringarstig: 11,64
34. Límóna (Lime)
Næringarstig: 12,23
33. Appelsína
Næringarstig: 12,91
32. Vetrargrasker (allar tegundir)
Næringarstig: 13,89
31. Radísa
Næringarstig: 16,91
30: Jarðarber
Næringarstig: 17,59
29. Jöklasalat
Næringarstig: 18,28
28. Sítróna
Næringastig: 18,72
27. Tómatur
Næringarstig, 20,37
26. Gulrót
Næringarstig: 2,60
25. Hvítkál
Næringarstig: 24,51
24. Blómkál
Næringarstig: 25,13
23. Hnúðkál
Næringarstig: 25,92
22. Vorlaukur
Næringarstig: 27,35
21. Rósakál
Næringarstig: 3,23
20. Grasker
Næringarstig: 33,82
19. Spergilkál
Næringarstig: 34,89
18. Klettasalat
Næringarstig: 37,56
17. Paprika
Næringarstig: 41,26
16. Túnfífilsblöð
Næringarstig: 46,34
15. Grænkál
Næringarstig:49,07
14. Graslaukur
Næringarstig: 54,80
13. Salatfífill
Næringarstig: 60,44
12. Sinnepskál
Næringarstig: 61,39
11. Næpublöð
Næringarstig: 62,12
10. Spínatkál
Næringarstig: 62,49
9. Rómverskt salat
Næringarstig: 63,48
8. Steinselja
Næringarstig: 65,59
7. Laufsalat
Næringarstig: 70,73
6. Kaffifífill eða sikóría
Næringarstig: 73,36
5. Spínat
Næringarstig: 86,43
4. Rauðrófublöð
Næringarstig: 87,08
3. Blaðbeðja
Næringarstig: 89,27
2. Kínakál
Næringarstig: 91,99
1. Vatnakarsi
Næringarstig: 100
Stráðu því vatnakarsanum yfir kvöldmatinn. Hollara getur það ekki verið.
Hvaða matur er næringarríkastur?
Vatnakarsi er næringarríkasta fæðan samkvæmt rannsókn Jennifer Di Noia frá árinu 2014.
Hvað eru næringarefni?
Næringarefni eru efnafræðilegir þættir matvæla sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt mannsins, orkuframleiðslu og líkamsstarfsemi. Næringarefnin þrjú eru prótein, fita og kolvetni og auk þess eru örnæringarefnin vítamín og steinefni.