Menning

5 þáttaraðir sem við mælum með

Sumarið er að baki og haustið komið með sínu roki og rigningu. Hvað er þá betra en að koma sér vel fyrir í sófanum með popp og kók og leyfa sér að halda inn í undraheima eða æsilegar sögur sem má auðveldlega nálgast í hinum ýmsu streymisveitum. Lifandi vísindi hafa valið 5 seríur sem ættu að höfða til bæði geimnörda og tæknilega sinnaðra áhorfenda.

BIRT: 15/11/2020

1. The Mandalorian (Disney+)

https://www.youtube.com/watch?v=gUnxzVOs3rk&feature=emb_title

Disney streymisveitan varð aðgengileg Íslendingum um miðjan september og með henni fáum við m.a. fyrstu Star Wars seríuna The Mandolorian.

 

Án þess að vilja greina frá of miklu, þá er þetta tiltölulega einföld saga sem sver sig í ætt við fyrstu Star Wars myndina. Eins og svo oft áður þá er raunsæið ekkert sérstaklega í fyrirrúmi en það er örugglega hægt að dást að tækninni í þáttaröðinni.

 

Í þessari þáttaröð hafa menn nýtt sér nýjustu tækni og hannað sýndarbakgrunn í háþróuðum tölvuforritum sem er kastað upp á bak við leikarana – leikararnir sjá þannig það sama og við gerum en þurfa ekki að leika listir sínar fyrir framan grænan bakgrunn sem er fylltur upp í með tölvubrellum – stundum mörgum mánuðum síðar.

2. The Expanse sería 5 (Amazon Prime)

https://www.youtube.com/watch?v=TFdzpVt5rbk&feature=emb_title

Fyrir okkur sem höfum lesið bækurnar er vitað að það eru stórbrotnir hlutir í vændum í þessu mikla geimdrama sem byggir mikið á vísindalegum grunni.

 

Það eina sem á sér enga vísindalega stoð er tæknikunnátta sem háþróaðar geimverur hafa skilið eftir í firndinni – meðal annars geimhlið við Úranus sem veitir aðgang til fjarlægra pláneta – og verður hverfipunkturinn í komandi átökum.

3. The Stand (CBS All Access)

https://www.youtube.com/watch?v=l–4gu4CQBM

The Stand er ein vinsælasta bók Stephen Kings og kannski hefur hún aldrei átt eins vel við og einmitt núna. Í upphafi bókarinnar geisar banvæn farsótt sem fær uppnefnið Captain Trips en hún útrýmir 99% af íbúum jarðar.

 

The Stand er epísk vegamynd þvert yfir eyðileg Bandaríkin sem endar í uppgjöri milli hins góða og hins illa. Bókin hefur verið kvikmynduð áður en í þetta sinn lofa framleiðendur að nýta formið sem sjónvarpsþáttaröð veitir til hins ítrasta en fyrri myndir þóttu skera frásögnina full harkalega niður.

 

Þáttaröð þessi er sýnd á CBS All Access en seríur frá þeim hafa ratað í Netflix. Hvort sú verði raunin hérna, vitum við þó ekki ennþá.

4. The Umbrella Academy sería 2 (Netflix)

https://www.youtube.com/watch?v=QGAlNkI3mJQ&feature=emb_title

Önnur sería af þessari dáðu ofurhetjusögu er komin á Netflix. Umbrella Academy er skóli fyrir ungar manneskjur með sérstaka hæfileika sem allar komu í heiminn sama dag og allar hafa þær mismunandi ofurkrafta.

 

Fyrstu seríu lauk með stórbrotnum endalokum jarðar og veitti smávægilega innsýn í uppruna aðalpersónanna. Sería 2 er hlaðin tímaferðalögum, staðreyndum sem stangast á við söguna og mögulega fleiri vísbendingum um tengingar við framandi heima.

 

Búið var að kvikmynda alla seríuna þega kórónufaraldurinn skall á og kom í veg fyrir endanlegan frágang. Kynningarmyndbandið ber nokkurn keim af því.

5. Foundation (Apple TV+)

https://www.youtube.com/watch?v=xgbPSA94Rqg&feature=emb_title

Stofnunin (eða Foundation) eftir Isaac Asimov er ein helsta sagan innan vísindaskáldsagnahefðarinnar og er nú loksins komin í sjónvarpið.

 

Bókaflokkurinn sem Asimov skrifaði frá 1942 til 1993, endaði í heilum sjö bókum sem tengjast einnig öðrum verkum meistarans.

 

Sagan fjallar um stærðfræðinginn Hari Sheldon sem beitir stærðfræði og kenningu sem hann nefnir „psychohistory“ en þannig getur hann sagt fyrir um endalok Keisaraveldis Vetrarbrautarinnar. Hann kemur því á laggirnar Stofnuninni (Foundation) til að koma í veg fyrir endalok siðmenningar.

 

Bækurnar spanna mörg þúsund ár og það verður enginn hægðarleikur að koma öllu því til skila. Handritshöfundurinn David S. Goyer hefur verið ansi mistækur en kynningin lofar vissulega góðu.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

Lifandi Saga

Topp – 10: Fáránlegustu stríð sögunnar

Maðurinn

Svona má þekkja sjálfsdýrkanda

Tækni

Hversu mikið menga flugeldar?

Alheimurinn

Tíu atriði sem þú vissir ekki um sólina

Glæpir

Góðgerðarsamtök stýrðu undirheimum Berlínar 

Alheimurinn

Vetrarbrautin – Stjörnuþokan okkar

Alheimurinn

Hvers vegna er mestan landmassa að finna á norðurhveli jarðar?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is