Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Vísindamenn benda á þrjár meginástæður þróunarinnar í þessum borgum en í þeim búa samtals yfir 200 milljónir.

BIRT: 13/07/2024

Neonljósaborgin Shanghai, steinsteypuvölundarhúsið New York og umferðarborgin Istanbúl eru meðal þeirra stórborga heimsins sem nú er ógnað af öflum sem ekki sjást endilega á myndum eða er greint frá í túristabæklingum.

 

Ofnotkun auðlinda, hraði loftslagsbreytinga og hækkun sjávarborðs valda því að fjölmargar vel þekktar stórborgir við strendurnar eru smám saman að sökkva, að því er fram kemur í niðurstöðum bandarískrar rannsóknar. Rannsóknin náði til borga um allan heim og í þeim búa yfir 200 milljón manns.

 

Sekkur fimm cm á ári

Vísindamenn hjá Rhode Island-háskóla notuðu gervihnattamyndir frá öllum byggðum meginlöndum frá tímabilinu 2015-2020 til að fylgjast með þróuninni í stórborgum hnattarins.

 

Gervihnettirnir notuðu örbylgjumælingar til hæðarákvarðana og vegna þess að þessir gervihnettir fara yfir sama stað með 12 daga millibili var unnt að fylgjast með því hvernig hæð yfir sjávarmáli breyttist á þessu tímabili.

 

Niðurstöðurnar sýna fyrst og fremst að 99 af stærstu strandborgum heims eru að síga, samtímis því sem sjávarborð fer hækkandi.

 

Sums staðar er sig borga alveg í takti við umhverfið en það gildir ekki um þessar 99 borgir. Verstar eru horfurnar í Kína, Pakistan, Bangladess og Indónesíu þar sem stór svæði í borgum á borð við Shanghai og Karachi síga um nærri 5 sentimetra á ári.

 

Undir annarri stærstu borg heims, Jakarta, er burðarþol jarðvegarins að þrotum komið, í sumum hverfum sígur landið um allt að 20 cm á ári.

Dælur að sökkva Jakarta

Ólöglegar grunnvatnsdælur ásamt síauknu byggingamagni veldur því að milljónaborgin Jakarta er að síga.

Jörðin glatar burðargetu

Íbúar Jakarta dæla árlega upp um 8 milljónum tonna af grunnvatni. Þetta veldur því að landið sígur.

Stórhýsi auka á þrýstinginn

Nýir skýjakljúfar rísa víða. Þyngd þeirra eykur á þrýstinginn og pressar jarðlögin saman.

Sjávarborðið hækkar stöðugt

Jafnframt hækkar sjávarborð. Nú nemur hækkunin 3,6 mm á ári. En hún fer vaxandi og gæti náð 2 metrum árið 2100.

Vísindamennirnir álíta að vandinn sé fólginn í samspili of mikillar dælingar grunnvatns, hækkandi sjávarborðs og mannvirkjagerðar, ekki síst byggingar fjölmargra, þungra háhýsa.

 

„Í mörgum borgum er skipulagið miðað við hækkandi sjávarborð en menn átta sig ekki á því hversu mikið þeir eyðileggja með því að ganga svo mikið á grunnvatnið,“ segir Meng Wei, haffræðingur hjá Rhode Island-háskóla og einn höfunda niðurstöðuskýrslunnar.

 

Til skemmri tíma má hægja á þróuninni með því að hætta að ganga á grunnvatn undir borginni – en til þess þarf að flytja vatn annars staðar frá. T.d. kemur fram í skýrslunni að Tampa Bay í Bandaríkjunum þyrfti að fá þriðjung vatnsnotkunar sinnar annars staðar.

Snorklur gerðar úr sefi, kafbátar með árum og umbreyttur hjálmur fyrir slökkviliðsmenn – við skulum skyggnast inn í sögu sjávarrannsókna á botni heimshafanna í Maríana-djúpálnum.

Þótt niðurstöðurnar séu óneitanlega sláandi, kemur líka fram í skýrslunni að í sumum borgum sé gerlegt að snúa aftur til fyrra horfs.

 

Hlutar af Kaliforníu sigu fyrir 60 árum og jafnvel í Jakarta hefur verið dregið úr sigi á síðustu 20 árum. Í báðum tilvikum mátti sjá skýrar breytingar þegar dregið var úr dælingu grunnvatns undan borgunum.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

© Shutterstock. © Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is