Hornið milli snúningsáss jarðar og brautar hennar um sólu er ekki 90 gráður og það er rétt að þetta horn breytist með tímanum.
Ástæðan er aðdráttarafl annarra reikistjarna í sólkerfinu.
Útreikningar hafa sýnt að brautarhallinn getur verið á bilinu 21,8 til 24,4 gráður. Breytingar á brautarhallanum gerast á ákveðnum tíma og það líða um 21.500 ár milli þess sem hallinn er minnstur og stærstur. Nú er hallinn 23,5 gráður og fer minnkandi.
Sólarhitun á jörðinni breytist með hallanum og af því leiða loftslagsbreytingar bæði staðbundið og hnattrænt. Þegar hallinn er lítill er minni munur á árstíðum en munurinn eykst með vaxandi halla og því fylgja einnig átakameiri veður.