Taugakerfi flugna er eldfljótt í viðbrögðum. Frá því að flugan verður hættunnar vör, tekur það hana undir 100 millisekúndur að reikna
heppilegustu flóttaleið.
Og það tekur fluguna aðeins einn þúsundasta úr sekúndu að taka sig á loft. svo snöggt flugtak krefst meira en venjulegra vöðvahreyfinga.
Flugur hafa eins konar fjöðrun innbyggða í fæturna. Þetta er gúmmíkennt prótín sem er læst í spenntri stöðu fyrir flugtak.
Þegar flugan skynjar hættu smellur þetta prótín í upphafsstöðu og skýtur flugunni á loft. Sjón flugunnar gerir það líka að verkum að við erum oft
höndum seinni með flugnaspaðann. Hvert auga er samsett úr þúsundum smærri augna sem eru afar fljót að greina hreyfingar.
Aftur á móti sér flugan ekki aftur fyrir sig og það má stundum nýta sér með því að nálgast hana aftan frá. Líka er hægt að hreyfa báðar hendur samtímis báðum megin við sitjandi flugu, þannig að þær séu í jafnri fjarlægð frá henni. Þetta getur ruglað fluguna nógu mikið til að hægt sé að ná henni með því að smella saman lófunum.