Það er ekki vitað hvers vegna húð ísbjarna er svört undir hvítum feldinum.
Um margra ára skeið héldu vísindamenn að þessi svarta húð drykki í sig útfjólubláa sólargeisla sem næðu í gegnum gagnsæ hár í feldinum og héldi þannig hita á dýrunum í heimskautafrostinu. En þessari kenningu hefur nú verið hafnað. Rannsóknir á ísbjarnarhárum hafa nefnilega sýnt að aðeins örlítið brot af geislum sólar nær í gegnum feldinn. Þessi örlitla geislun hefur enga þýðingu varðandi líkamshita dýrsins.
Ísbjörninn nýtir þannig ekki sólarhitann, heldur aðeins sinn eigin líkamshita sem varinn er af 7-11 sm þykku fitulagi ásamt þykkum og þéttum feldi, jafnvel þegar frost er mest. Einangrunin er svo áhrifarík að dýrin verða alveg svört þegar þau eru mynduð með innrauðri, hitasækinni filmu. Á myndunum sést aðeins andardrátturinn.