Maðurinn

Af hverju er svona vond lykt af saur?

Hvað er það eiginlega sem veldur kúkalykt – og er maður virkilega búinn að fá eindir úr saurnum í nefið, þegar maður finnur lyktina?

BIRT: 28/12/2024

Lyktarskynið upplýsir okkur um umhverfið og slæm lykt er almennt aðvörun og ábending um að koma ekki nær. Í saur er mikið af bakteríum, sem gætu valdið sýkingu og jafnvel orðið banvænar ef þær kæmust í blóðið. Heilinn túlkar því lyktina sem mögulega hættu.

 

Lyktin stafar af gasframleiðslu bakteríanna og hún byggist að miklu leyti á fæðunni.

 

Trefjarík fæða fjölgar t.d. tilteknum bakteríum en aðrar kunna betur við sig í prótínríkri fæðu.

 

Prótín eru yfirleitt ástæðan fyrir slæmri lykt af saur. Þegar bakteríurnar brjóta niður prótín og amínósýrur t.d. í kjöti umbreytist eðlilegt brennisteins- og köfnunarefnisinnihald þess í illþefjandi gös.

 

Saur agnir festist ekki í nefinu

Þegar við finnum lykt af saur þýðir það ekki endilega að neinar eindir úr saurnum hafi ratað inn í nefið. Gösin duga ágætlega til að virkja lyktarviðtaka í nefinu.

 

Tilraunir hafa líka sýnt að því eru ákveðin takmörk sett hversu víða saureindir með bakteríum geta dreifst. Tilraunin var gerð í kjölfar þess að ástralskur hjúkrunarfræðingur lét í ljós áhyggjur af því að bakteríur úr óæðri endanum gætu dreift bakteríum, þegar hún leysti vind í dauðhreinsuðum skurðstofum.

 

Í tilrauninni var maður látinn leysa vind í petriskál úr 5 sm fjarlægð bæði í buxum og buxnalaus. Aðeins eftir buxnalausu tilraunina fundust bakteríur í petriskálinni.

Hlaupbitar koma þér til að prumpa, mjólk veldur andremmu og dökkt súkkulaði veldur sætkenndri lykt. Hér færðu margvíslegar skýringar á ýmis konar þef sem þú gefur frá þér.

Mikið af illa þefjandi gösum í mannasaur
  • Hýdrógensúlfíð: Brennisteinsríkt gas með lykt sem minnir á fúlegg.

 

  • Skatól: Köfnunarefnisríkt niðurbrotsefni prótína. Gefur frá sér dæmigerða kúkalykt.

 

  • Ammóníak: Köfnunarefnisríkt niðurbrotsefni með stæka lykt sem getur minnt á kattahland.

 

  • Metanþíól: Brennisteinsríkt efni með lykt sem minnir á rotnandi kál og hvítlauk.

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

© Joaquin Corbalan P/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.