Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Þegar ég skoða laufblöð trjáa tek ég eftir því hversu ólík þau eru í raun og veru. Er það tilviljun eða hefur lögun blaðsins hlutverk?

BIRT: 13/07/2024

Lauf trjáa gegna alltaf sama hlutverki: þau vinna úr orku sólarljóssins. Þess vegna innihalda blöðin grænukorn – frumulíffæri sem innihalda græna litarefnið blaðgrænu. Litarefnið gleypir orku frá sólarljósi sem plantan notar til að mynda kolvetni með ljóstillífun.

 

En ef öll laufblöð leysa sama verkefni, hvers vegna er lögun þeirra svona misjöfn? Svarið er að finna í umhverfi plöntunnar.

 

Í margar kynslóðir hefur lögun laufblaðanna verið aðlöguð að aðgengi að ljósi og vatni auk hættunnar á ofhitnun eða frosti.

 

Núverandi, staðbundið umhverfi gegnir einnig hlutverki og því getur sama trjátegund skartað mismunandi laufblöðum eftir umhverfi.

 

Stór og breið laufblöð eru afleiðing takmarkaðrar birtu, til að mynda þegar tréð er á sólarlitlum svæðum eða í skugga hærri trjáa.

 

Stórt laufblað nýtir sér stærra svæði til að fanga ljós en missir líka meira vatn. Þess vegna eru stór laufblöð ekki aðeins merki um lítið sólarljós heldur einnig að þar sé nægt vatn. Tré hafa almennt tilhneigingu til að hafa stór laufblöð þegar nóg er af vatni, jafnvel þótt þar sé líka næg birta – eins og í hitabeltisregnskógum.

 

Aftur á móti eru tré á sólríkum og þurrum svæðum líklegri til að bera lítil laufblöð.

 

Ljós og vatn eru því afgerandi þættir fyrir hönnun laufblaða, en aðrar umhverfisaðstæður eins og vindálag, hitastig, jarðvegsgæði og grasbítar spila einnig inn í.

Blöðin mótast eftir umhverfinu

Risastórar viftur, örsmáar nálar og oddhvassar brúnir. Blöð hafa mismunandi lögun til að aðlaga sig að mismunandi umhverfi.

1. Barrnálar eru harðger

Lögun nálanna minnkar yfirborðsflatarmálið og ásamt vaxkenndri húð nálanna dregur það úr vatnstapi. Auk þess eru hinar sveigjanlegu nálar góðar í að meðhöndla álag frá t.d. snjó eða miklum vindi.

2. Oddhvassar brúnir gagnast vexti

Sagtennt blöð hámarka uppgufun og ljóstillífun þannig að ung laufblöð geta vaxið hraðar í köldu loftslagi á stuttu vaxtarskeiði. Uppgufunin veldur því að birkisafinn flæðir og veitir orku til vaxtar.

3. Beykiblöð með vatnsrennsli

Beykitré þrífast vel í röku umhverfi. Til að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir virka raufar og sporöskjulaga lögun blaðsins sem vatnsrennsli. Þetta dregur úr hættu á vatnsskemmdum og örverusýkingum.

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Nixx Photography/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn veslast upp af einsemd

Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Heilsa

Morgunmatur skiptir höfuðmáli fyrir geðheilsu barna og unglinga.

Alheimurinn

Milljarðamæringur fer í fyrstu geimgöngu sögunnar á vegum einkaaðila.

Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Lifandi Saga

Gleymdur frumkvöðull vökvaði eyðimörkina

Maðurinn

Hvers vegna gnísta sumir tönnum – og er það skaðlegt?

Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is