Tækni

Af hverju héldu skipin í segl sín?

Þegar gufuvélin og gufuskipin komu til sögunnar var einn annmarki þeirra sem kom í veg fyrir að nýjungin gæti keppt við eldri gerðir skipa.

BIRT: 11/03/2024

Þegar fyrstu gufuskipin sigldu út á úthöfin um 1820 voru þau búin máttlitlum og óáreiðanlegum vélbúnaði.

 

Útgerðarmenn sem vildu tryggja að farskip sín næðu á áfangastað í tæka tíð vissu að bæta þurfti við möstrum og seglum.

 

Á sama tíma var ný gerð af seglskipum að koma fram. Þrímastra „klipparar“ – skip sem gátu klippt sig í gegnum öldurnar – voru með gríðarlegt flatarmál segla sem gerði þeim kleift að nýta vinda úr nánast öllum áttum.

 

Hraðamet var slegið þegar þessir „Clippers“ fluttu teuppskeru frá Kína til Evrópu og Ameríku.

 

Slíkar ferðir höfðu áður tekið minnst hálft ár en tóku nú aðeins um 100 daga.

 

Það var fyrst upp úr 1860 sem gufuskip urðu nógu öflug til að ógna seglunum.

 

Og allt fram til aldamótanna 1900 voru mörg kaupskip búin seglum til að spara kolin.

Seglskip eða gufuskip

Vindorka var ókeypis
  • Hratt
  • Gat siglt langt án þess að stoppa
  • Meira farmrými
Vélar nýttust í öllum veðrum
  • Geta stýrt á móti vindi
  • Ekki háð vindi
  • Fyrirsjáanlegur ferðatími

Árið 1850 var skjótasta leiðin frá austurströnd BNA til vesturstrandarinnar með seglskipum sem fóru fyrir suðurodda Suður-Ameríku.

Segl voru best í löngum ferðum

Á siglingaleiðum frá Asíu til Evrópu fram til 1860 voru seglskipin hraðskreiðari en gufuskipin, þegar tekið var mið af monsúnvindum. Á sumrin blésu vindar úr suðri en á vetrum úr norðri.

 

Kolaorkan sigraði á endanum

Þróun á sífellt betri vélbúnaði gerði gufuskipin síðan samkeppnishæfari. Árið 1869 var Súezskurðurinn tekinn í notkun sem skar margar vikur af ferðatímanum milli Evrópu og Asíu en hann reyndist vera of þröngur fyrir stór seglskip.

HÖFUNDUR: ESBEN MØNSTER-KJÆR

© Louis Dodd / AKG Images. © Bridgeman. © Wikimedia. © Getty Images.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Bólusótt: Ósýnilegur ógnvaldur herjaði í Evrópu

Maðurinn

Hvers vegna eru sumir smámæltir?

Spurningar og svör

Hvort er bjór betri úr dós eða flösku?

Lifandi Saga

Þýsk fórnarlömb sprengjuflugmanna tóku þá af lífi

Alheimurinn

Fær það virkilega staðist að tvær sólir geti verið í sama sólkerfi?

Náttúran

Hvernig geta slöngur klifrað?

Alheimurinn

Vetrarbrautin full af svartholum

Maðurinn

Hve lengi er hægt að vera kvefaður?

Maðurinn

Við drekkum einn bolla af nefslími dag hvern

Tækni

Hvað gerist ef díselolíu er dælt á bifreið sem knúin er bensíni?

Jörðin

Undravert yfirborð jarðar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.