Alheimurinn

Af hverju lýsa svarthol

BIRT: 04/11/2014

Það er ógerlegt að sjá svarthol, þar eð ljós sleppur ekki frá því. Hvernig stendur þá á því að stundum eru svarthol sýnd á myndum sem lýsandi skífur?

 

Svarthol er ákveðinn staður í geimnum þar sem efnismassinn er svo þéttur að hvorki efni né geislun í nokkru formi sleppur út úr þyngdaraflssviði massans. Þess vegna er vissulega ógerlegt að sjá svartholið sjálft. En aftur á móti má stundum sjá þau áhrif sem svartholið hefur á umhverfi sitt.

 

Sé efni að finna í nágrenni svartholsins, sogast það í áttina til þess. Þetta efni, hvort heldur um er að ræða gas, geimryk eða jafnvel heilar stjörnur, myndar þá hringiðuskífu umhverfis svartholið, líkt og vatnsiða við niðurfall.

 

Það er ljósið frá þessari aðdráttarskífu sem stjörnufræðingarnir geta greint og iðulega má sjá á teikningum af svartholum.

 

Í raun og veru er það þó ekki sýnilegt ljós sem sjónaukarnir greina frá aðdráttarskífunni, heldur miklu öflugri geislun og á styttri bylgjulengdum en mannsaugað greinir.

 

Efnið sogast inn að svartholinu í hringiðu og árekstur og núningur efnisagna innan hennar veldur því að efnið hitnar. Því meiri sem hitinn er, því öflugri verður sú rafsegulgeislun sem það sendir frá sér.

 

Efni sem dregst inn að svartholi í miðju stjörnuþoku verður ofboðslega heitt, allt að 100 milljón gráður. Þess vegna sendir þetta efni frá sér öfluga röntgengeislun og gammageislun sem má greina og gefur óbeina mynd af tilveru svartholsins.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is